Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 2
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Bílar, heyvinnuvélar og fleira skemmdist í eldsvoðanum. MIKIÐ tjón varð þegar eldur varð laus í vélageymslu á bænum Skorrastöðum II í Norðfirði í gær- morgun. Þrír drengir á grunn- skólaaldri voru að fikta með kerti og eldfæri í skemmunni með þess- um afleiðingum. Drengirnir kom- ust ómeiddir út. Að sögn lögreglunnar í Neskaup- stað skemmdust tveir bílar, hey- vinnuvélar, verkfæri, varahlutir og fleira. Skemman er auk þess illa Mikið tjón í eldsvoða farin og var þakið að hruni komið. Tilkynning um eldinn barst Neyðarlínu klukkan 11:35 og var Slökkvilið Fjarðabyggðar komið á staðinn tíu mínútum síðar. Eldurinn hafði þá náð sér vel á strik í sterk- um vestanvindi. Slökkvistarf gekk vel og var því að fullu lokið á þrem- ur stundarfjórðungum. Þar sem flytja varð vatn úr brunahana yfir Norðfjarðarveg var lokað fyrir um- ferð um veginn um stund. VERÐ á áli hefur verið yfir 1.600 Bandaríkjadölum tonnið nánast allt þetta ár og á stundum farið yfir 1.700 dali tonnið. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til þess að finna dæmi um að álverð sé svo hátt yfir svo langt tíma- bil, en verðið fór um skamman tíma yfir 1.600 dali tonnið í ársbyrjun 2000 og aftur 2001. Verð á áli var 1.711 dalir fyrir tonnið á málmmarkaðnum í Lund- únum í gær. Á sama tíma í fyrra var verðið rúmir 1.400 dalir eða um 300 Bandaríkjadölum lægra en það er í dag. Verðið hækkaði jafnt og þétt á haustmánuðum í fyrra og um ára- mótin var það orðið rúmir 1.600 dal- ir. Það sem af er þessu ári hefur verðið haldist hátt. Það hefur hæst farið yfir 1.800 dali tonnið um miðjan aprílmánuð, en lækkaði eftir það og var komið rétt niður fyrir 1.600 dal- ina mánuði síðar. Eftir það hefur verðið verið yfir 1.600 dalir og stund- um yfir 1.700 dölum í sumar. Aukin eftirspurn í Kína eftir áli hefur meðal annars orðið til þess að hækka álverðið. Hefur hlutur Kín- verja í heimsviðskiptum með ál auk- ist úr 5% árið 1990 í 20% í ár og telja sérfræðingar að þarlend framleiðsla muni ekki geta staðið undir eftir- spurninni. Er talið að enn frekari hækkanir á álverði séu framundan og að verðið geti verið yfir 1.900 dalir tonnið á næsta ári. Álverð hátt í sögulegu samhengi Verðið yfir 1.600 dölum það sem af er árinu                              !"#$ %   FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓVENJULANGT BIL Ríkissáttasemjari segir að það þjóni ekki tilgangi að boða strax til sáttafundar í kjaradeilu kennara. Óvenjulangt bil sé á milli deiluaðila og spurning jafnvel hvort gefa hefði átt deilendum lengri umþótt- unartíma en fram á fimmtudag. Fulltrúar KÍ heimsóttu skóla í gærmorgun til að kynna sér þá starfsemi sem fram fer í skólunum á meðan á verkfalli stendur. Eiga rétt á loftvörnum Sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, Nicholas Burns, segir að öll aðildarríkin eigi rétt á loftvörnum og að engin breyting hafi orðið á þeirri stefnu bandarískra stjórnvalda að hafa orustuþotur í varnarstöðinni í Keflavík. Útgerðarfélag um 1 togara Brim hefur stofnað sérstakt rekstrafélag, Sólbak ehf., um útgerð ísfisktogarans Sólbaks EA-7. Út- gerðarfélagið Sólbakur er ekki aðili að LÍÚ og sjómenn sem starfa á skipinu eru utan stéttarfélaga sjó- manna. Gengið var frá ráðning- arsamningi við áhöfnina í gær. Bandarískur gísl l íflátinn Íslamskt vefsetur birti í gær- kvöldi myndbandsupptöku þar sem bandarískur gísl virtist vera af- höfðaður. Sagt var að Abu Musab al- Zarqawi, sem hefur staðið fyrir mörgum hryðjuverkum í Írak, hefði sjálfur skorið gíslinn á háls. 250 láta lífið á Haítí Að minnsta kosti 250 manns hafa látið lífið á Haítí af völdum flóða sem fellibylurinn Jeanne olli. Stormurinn fór yfir Haítí og Dóminíska lýðveldið á föstudag og laugardag með miklu vatnsveðri. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Viðskipti 12 Hestar 39 Erlent 14 Minningar 24/29 Höfuðborgin 16 Bréf 21 Akureyri 16 Dagbók 32/34 Suðurnes 18 Kvikmyndir 35 Landið 17 Fólk 37/41 Neytendur 19 Bíó 38/41 Listir 35/36 Ljósvakar 42 Forystugrein 22 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " # &'( &'& ))' '(+  '  *')(& )(' '()  ')( +('++ $         %&' ( )***  &'*( +' ))'  '& +  ' + *'( )(' * '())+  )' +&' ( &'&* +' ))' '&  ' ) *')*) )(' '() *  '+& +&'    TILLÖGUR nefndar viðskiptaráðherra um stjórnarhætti fyrirtækja, sem kynntar voru í skýrslu um íslenskt viðskiptaumhverfi um síð- ustu mánaðamót, ganga of langt. Þetta er mat framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands (VÍ), framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) og forstjóra Kauphallar Íslands. Í bréfi sem þeir hafa sent til Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að tillögur nefndar ráðherra gangi of langt þegar haft sé í huga að skammt er síðan viðskiptalífið kynnti sínar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja og að enn standi yfir fræðsla um þær. „Ef þau atriði sem nefnd eru í skýrslunni verða að lögum þá er umgjörð stjórnarhátta fyrirtækja, þ.e. hlutafélagalögin, leiðbeiningar um stjórnarhætti og regluverk Kauphallar orðnar meira íþyngjandi en í nær öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir í bréfinu til ráðherra, sem undirritað er af þeim Þór Sigfússyni, framkvæmdastjóra VÍ, Ara Ed- wald, framkvæmdastjóra SA, og Þórði Frið- jónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Hluti af regluverki Í bréfi þeirra þremenninga til ráðherra segir að Leiðbeiningum um stjórnarhætti, sem VÍ, SA og Kauphöllin kynntu fyrir réttum sex mán- uðum, sé ætlað að treysta umgjörð stjórn- arhátta íslenskra fyrirtækja og bæta sam- keppnisstöðu þeirra. Árangurinn af þessu frumkvæði viðskiptalífsins sé ótvíræður, leið- beiningarnar hafi stuðlað að opinni umræðu um hlutverk stjórna og innviðir stjórnarhátta eru orðnir betri. Kauphöllin hafi ákveðið að gera þessar leiðbeiningar að hluta regluverks síns á þessu ári. „Ætlunin er að endurskoða Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja og kynna nýjar leið- beiningar á árinu 2005. Nefnd um stjórnarhætti fyrirtækja hefur þegar hafið þessa endurskoð- un. Það er mikilvægt að frumkvæði viðskipta- lífsins um eigin leiðbeiningar sé ekki kæft með lagasetningu nokkrum mánuðum eftir að þær voru kynntar. Nokkur atriði sem nefnd eru í skýrslu nefnd- ar um íslenskt viðskiptaumhverfi hafa verið til umræðu innan nefndar um stjórnarhætti fyr- irtækja við þá endurskoðun sem nú fer fram. Hvatt er til þess að viðskiptalífið fái að ljúka þessari endurskoðun áður en hafist er handa við lagasmíð á þessu sviði.“ Leiðbeiningar styrktar Nefnd VÍ, SA og Kauphallarinnar um stjórn- arhætti fyrirtækja telur m.a. æskilegt að setja í leiðbeiningar mál er varða samskipti fram- kvæmdastjóra og stjórnarformanns og hlutverk stjórnarformanns. Þá telur nefndin að í Leið- beiningum um stjórnarhætti sé þegar tekið á málum er varða starfskjör stjórnenda skráðra fyrirtækja. Tillögur nefndar viðskipta- ráðherra ganga of langt Forsvarsmenn VÍ, SA og Kauphallar gagnrýna skýrslu um viðskiptaumhverfi Vísitala lækkar en verð ekki ÞRÁTT fyrir að vísitala fast- eignaverðs á höfuðborgarsvæð- inu hafi lækkað um 1,3% á milli mánaða er verð fasteigna enn að hækka, að sögn Björns Þorra Viktorssonar, formanns Félags fasteignasala. Ástæður lækkunar vísitöl- unnar má rekja til þess að kaupendur fasteigna séu hættir að yfirtaka lán með 5,1% vöxt- um og taki frekar ný lán og setji skilyrði um að eldri lán með hærri vöxtum séu borguð upp, segir Björn. Reiknað yfirverð sem hefur haft þau áhrif að vísi- talan hækkar er því ekki lengur til staðar í jafnmiklum mæli og áður, sem lækkar vísitöluna þrátt fyrir að húsnæðisverð sé eftir sem áður á uppleið. Svangur innbrotsþjófur HENGILÁS á hurð á veitingastað í miðborginni var brotinn upp og matvælum stolið, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Innbrotið var tilkynnt eftir hádegi í gær. Um kaffileytið var tilkynnt inn- brot á heimili í austurborginni. Gluggi var spenntur upp og far- tölvu, skartgripum og fleiru stol- ið. Meiddist á baki í bílveltu UNGUR ökumaður missti stjórn á bíl sínum í lausamöl skammt frá Flúðum í gærmorgun með þeim af- leiðingum að bíllinn valt, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Selfossi. Maðurinn kenndi sér eymsla í baki og var fluttur á slysadeild Landspítalans. Bíllinn sem hann ók er að líkindum ónýtur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.