Morgunblaðið - 21.09.2004, Side 6

Morgunblaðið - 21.09.2004, Side 6
KENNARAVERKFALLIÐ 6 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRITZ Oidtmann, ann- ar eigenda glerverk- stæðisins Glasmalerei D.H. Oidtmann, í Linnich í Þýskalandi, lést sunnudaginn 19. september í sjúkrahús- inu í Linnich, 80 ára að aldri. Fritz og bróðir hans Ludovikus unnu marga glerglugga og mósaíkmyndir með ís- lenskum listamönnum á Íslandi og erlendis. Fyrr á þessu ári var þeim bræðrum veittur Riddarakross hinnar íslensku Fálka- orðu fyrir framlag þeirra til menn- ingar og listar á Íslandi. Fritz hafði mikið dálæti á Íslandi og kom til landsins á hverju ári því hér fannst honum gott að vera. Eiginkona hans var Waltraud Oidtmann en hún lést fyrir nokkr- um árum. Börn Fritz eru Rut, Ludovika, Friedrich og Heinrich en Heinrich tók við af föður sínum þegar hann lét af störfum í gler- verkstæðinu. Jarðar- förin fer fram í kaþólsku kirkjunni í Linnich 24. september kl. 14. Andlát FRITZ OIDTMANN VERKFALLSSTJÓRN var við störf í Kenn- arahúsinu við Laufásveg í gær og fór yfir ýmsa þætti sem varða framkvæmd verkfallsins. Svava Björnsdóttir, formaður verkfallsstjórnar, segir fjölda fyrirspurna frá kennurum og foreldrum hafa borist í gær vegna verkfallsins. Mikið hringt vegna barnagæslu Spurt var hvað teldist verkfallsbrot og hvað ekki. T.d. var mikið hringt vegna barnagæslu ýmiskonar og margir foreldrar höfðu samband til að fá upplýsingar um afhendingu á námsbókum sem börn þeirra skildu eftir í skólanum fyrir helgi. Ekki var hægt að verða við slíkum beiðnum að sögn Svövu. Skólar og fyrirtæki heimsótt „Foreldrar hafa spurt hvort þeir megi sækja bækur barna sinna í skólann. En afhending bóka hefur venjulega verið í umsjón kennaranna en þeir eru nú í verkfalli þannig að þeir geta ekki afhent bækur,“ segir Svava. Fóru fulltrúar KÍ í heimsóknir í skóla í gær- morgun til að kynna sér þá starfsemi sem fram fer í skólunum meðan á verkfalli stendur. Einnig voru fyrirtæki og stofnanir sem boðið hafa starfs- mönnum upp á gæslu fyrir börn þeirra heimsótt og aðstæður og fyrirkomulag gæslunnar athugað. Þá voru íþróttafélögin heimsótt í sömu erindagjörðum. Trúnaðarmenn KÍ sem starfa í skólunum voru í gær að safna upplýsingum um starfsemi sinna skóla í verkfallinu. Hittust þeir svo á fundi í gær- dag og gerðu grein fyrir stöðunni. Mega ekki sækja bækur í skólann ÞAÐ HLÝTUR að hvíla á samn- inganefnd launa- nefndar sveitar- félaganna að koma með nýjar hugmyndir eða tilboð í kjara- deilunni við kennara. Þeir hafa reynt það sem þeir geta en sveitarfélögin hafa hins vegar ekkert hreyft sig. Þetta segir Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambandsins. Menn borða ekki sama grautinn aftur og aftur „Maður hlýtur að fara kalla á að þessir menn fari að spila út ein- hverju öðru en alltaf sömu plöt- unni. Maður borðar ekki sama grautinn aftur og aftur,“ segir Ei- ríkur. Hann segir að öll hreyfing sem orðið hafi í viðræðunum hafi komið frá kennurum: „Þeir hafa ekki hreyft sig. Það er ekki hliðrað til um tommu hjá þeim þannig að okkur finnst að það sé þeirra. Við reyndum það sem við gátum, m.a. með því að bjóða skammtímalausn, að mínu viti var það alveg furðu- legt að þeir skyldu ekki skoða hana. Þeir skoðuðu hana ekkert, held ég. Hækkun grunnlauna í því tilboði var 6,6% á þessu ári og næsta. Síðan var vinnutímabreyt- ing sem við reiknuðum sem um 15% heildarkostnaðarauka fyrir sveitarfélögin,“ segir Eiríkur. Áróðursstríðs- útreikningar Spurður um þær fullyrðingar í frétt kjarasviðs sveitarfélaganna að á samningafundi á fimmtudag- inn í liðinni viku hafi kennarar lagt endurskoðaða kröfugerð sem fæli í sér mun meiri kostnaðarauka en í tilboði kennara í vor segir Eiríkur ljóst að þarna séu menn í áróð- ursstríði. „Þeir þurftu að fá þessa tölu [53,7% hækkun til ársloka 2007] og svo púkka þeir undir hana á eftir. Það er í raun enginn grunnágreiningur um útreikninga. En þeir ákveða síðan eftir á að sveitarfélögin eigi að kaupa þrjá og hálfan tíma í yfirvinnu. Þannig fá þeir þennan mismun. Þeir voru búnir að ákveða að svarið ætti að vera 50% eða meira og svo þurfti að finna eitthvað til þess að byggja undir það. Þetta eru bara þeirra vinnubrögð, því miður,“ segir Ei- ríkur. Sveitarfé- laganna að koma með ný útspil Eiríkur Jónsson Eiríkur Jónsson RÁÐSTÖFUN kennslugagna til nemenda í grunnskóla er almennt í verkahring grunnskólakennara, óháð því hvernig eignarhaldi að gögnunum er háttað. Sá sem myndi afhenda þessi gögn til nem- enda meðan á verkfalli stendur myndi því vera að ganga inn á starfssvið kennara. Að því leyti sem útdeiling náms- gagna var áður í verkahring þeirra sem ekki fara í verkfall þá er hún þeim áfram heimil. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, lögfræð- ingur Sambands íslenskra sveitar- félaga, spurður um afhendingu námsbóka til barna meðan á verk- falli stendur. Hann segir því spurninguna vera þá hvort einhverjum sé heim- ilt að ganga í störf kennara meðan á verkfalli stendur. „Okkar afstaða er sú að miða eigi við þá meginreglu að yfirmenn geti gengið í störf undirmanna sinna. Skólastjórar eru ekki í verkfalli og geta þeir því sinnt þeim störfum sem þeir hafa áður sinnt auk þess sem við teljum þeim heimilt að ganga í störf und- irmanna sinna.“ Kennarasamband Íslands hefur ekki verið sammála þessari túlkun að sögn Trausta. „Við teljum hins vegar að slík heimild leiði af þeirri meginreglu vinnuréttar að yfir- maður megi ganga í störf undir- manna sinna.“ Hann bendir á að Hæstiréttur hafi staðfest að verkfall hafi ekki áhrif á þá meginreglu. „Aldrei virðist hins vegar hafa með bein- um hætti reynt á heimild skóla- stjórnenda til að ganga í störf kennara meðan á verkfalli stend- ur,“ segir Trausti. Skólastjórum heimilt að ganga í störf undirmanna TILBOÐ kennara um skammtíma- lausn í kjaradeilunni við sveitar- félögin var alveg óraunhæft og frekar lagt fram vegna ytra um- hverfis en að kennarar hafi haldið að henni yrði tekið. Þetta segir Birgir Björn Sig- urjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna. Öll stóru ágreiningsefnin í skammtímatilboðinu Hann segir að í tilboði samn- inganefndar Kennarasambands Ís- lands um skammtímalausn, sem samninganefnd sveitarfélaganna hefði hafnað, hefði verið búið að raða inn flestum þeim stóru ágreiningsefnum sem ekki hefði tekist að leysa í tilraunum til að gera þriggja til fjögurra ára samn- ing. „Þannig að það var mjög óraunsætt að ætla það að við myndum samþykkja þau frekar í árssamningi. Ég held að það hafi verið alveg óraunhæft og ég get ekki ímyndað mér það að þeir hafi búist við að við myndum sam- þykkja þetta. Ég held að þetta hafi frekar verið gert fyrir ytra um- hverfi,“ segir Birgir Björn. Spurður um það hvort samn- inganefnd launa- nefndar sveitar- félaganna eigi enn einhver spil uppi í erminni sem leyst gætu kjaradeiluna segir Birgir Björn að þetta mál hafi reynt mikið á samn- ingsaðila og nú sé alvarleiki máls- ins raunar orðinn enn meiri. „Það er auðvitað ljóst að við, held ég, beggja vegna borðsins, vorum að leggja okkur í líma við að finna lausn á þessu til þess að komast hjá verkfalli. Þannig að ég held að menn hafi verið búnir að leita allra leiða við þær aðstæður og samt ekki ratað á það sem var til lausn- ar. En okkur er ætlað það að ná samningi fyrr eða síðar og helst sem fyrst, segir Birgir Björn. Hann segir samninganefnd launanefndar sveitarfélaganna munu koma saman næstu daga og undirbúa sig undir nýja samninga- lotu sem hefst á fimmtudaginn. Skammtímatilboð kenn- ara alveg óraunhæft Birgir Björn Sigurjónsson Morgunblaðið/RAX Fjöldi kennara kom saman í verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni í gær þar sem menn báru saman bækur sínar. FORELDAR barna í Ísaks- skóla tóku sig saman í gær og skiptust á að fylgja börnunum út af skólalóðinni og á nærliggj- andi leikvelli á þeim tíma sem leikfimikennsla átti að fara fram. Leikfimikennari skólans er í verkfalli og mega aðrir starfsmenn skólans ekki ganga í störf hans og börnin mega heldur ekki vera eftirlitslaus á skólalóðinni. Sex kennarar í verkfalli Fimm bekkjarkennarar Ís- aksskóla eru í verkfalli auk íþróttakennarans. Verkfallið nær til beggja átta ára bekkja skólans sem og eins sex ára bekks og eins sjö ára bekks. Börnin sem verkfallið nær til geta þó mætt í tónmennt og tölvutíma í skólanum. Edda Huld Sigurðardóttir, skóla- stjóri Ísaksskóla, segir að nokkur börn hafi mætt í gær í þessa tíma þótt þeim sé það ekki skylt. Hún segir lítið hafa verið um að foreldrar hafi hringt og spurt út í fyrirkomu- lag kennslunnar meðan á verk- falli stendur enda hafi öll börn verið send heim á föstudag með bréf þar sem málavextir voru útskýrðir fyrir foreldrum. Sjá um börnin í leikfimi- tímanum Leikfimikennarinn í Ísaksskóla í verkfalli Lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.