Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 9
Morgunblaðið/Einar Falur Róbert Agnarsson með hæng sem vó hálft átjánda pund og hann veiddi í Myrkhyl í Austurá, á vatna- svæði Miðfjarðarár. FLÓKA var í gærdag komin með 501 lax á þrjár stangir og að sögn Ingvars Ingvarssonar, bónda á Múlastöðum, er það þriðja besta veiði í ánni sem skráð hefur verið. 1975 veiddust 613 laxar í ánni og 547 árið 1978. Hugsanlegt er að áin slái út seinni töluna nú, því veitt er út september. Ingvar sagði mikinn lax í ánni og ljóst að hún væri að koma mun bet- ur út heldur en flestar árnar í Borg- arfirðinum, aðeins Langá sem væri með betri meðalveiði á stöng með yfir 2.000 laxa á tíu stangir. „Hjá okkur skiptir miklu að búið er að gera laxgengt upp fyrir Stekkjar- foss og Lambafoss og búsvæðin er því betur nýtt. Veiði er síðan bönn- uð ofan Lambafoss þannig að lax- inn hefur frið þar efra,“ bætti Ingv- ar við. Fer í 1.500 Veiði nær líklega 1.500 löxum í Laxá í Kjós í sumar, en í hönd fara klakveiðidagar, veitt er á stöng og hætt þegar komnir eru um 40 laxar eða svo. Þar með skríður heild- artalan í 1.500. Veiðimenn sem voru í Laxá um helgina, á svokölluðum sjóbirtings- dögum, sem standa frá 10. til 20. september, sáu geysimikið af fiski á svæðinu frá Kotahyl og niður að Kvíslafossi, bæði lax og sjóbirting og allir hyljir fullir af fiski. Á sunnudaginn tók fiskur þó afar illa í miklu sólfari og roki. Nokkrir höfðust þó á land, en enginn mjög stór. Höfðu menn eftir Ólafi H. Ólafssyni veiðiverði að þetta væri á annað hundrað löxum minni veiði en í fyrra, en eigi að síður væri aug- ljóslega talsvert meira af fiski í ánni, langvarandi vatnsleysi um há- sumarið hefði hins vegar dregið mjög úr veiði. Ótrúlegur gangur í Miðfjarðará Veitt verður í Miðfjarðará út þessa viku, en um helgina voru komnir 1.866 laxar á land, en áin losaði 500 laxa í fyrra. Enn eru menn að gera góða túra í Miðfjörð- inn og vatnshæð hefur mikið batn- að. Veiðimaður einn sem var í ánni í lok síðustu viku veiddi 17 laxa á einum degi, var í Vesturá og stóð varla í gríðarlegu roki. Rok er oft frábært veiðiveður eins og sann- aðist í þessu tilviki. Fimmhundruð laxar hafa veiðst í Flóku ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 9 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný sending Stakir jakkar, buxur, bolir og peysur Laugavegi 53, s. 552 1555. TÍSKUVAL Ný sending af apaskinnsfatnaði Frábært verð Alltaf gott verð Matseðill www.graennkostur.is Þri. 21/9: Karrý korma m. indversku brauði m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 22/9: Gadó - Gadó og kartöflusalat m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 23/9: Kartöflulasagna m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös. 24/9: Hnetusteik m. sveppasósu m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 25.-26/9: Mexíkósk helgi m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Verð kr. 6.300 Stærðir 75-125 Allar skálastærðir Ný sending Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Dragtir og toppar Laugavegi 63, sími 551 4422 Stjórntækniskóli Íslands Bíldshöfða 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Helsu námsgreinar: Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni Vöruþróun Vörustjórnun Auglýsingar Áætlanagerðir Viðskiptasiðferði Lokaverkefni Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og nám- skeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumál- um sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam „Sölu- og markaðsfræði- nám Stjórntækniskóla Ís- lands er afar hagnýtt og ott nám fyrir alla þá er starfa við sölu- og mark- aðsmál. Námið er mjög markvisst og hefur nýst mér vel í starfi frá upp- hafi og kemur til með að gera það í framtíðinni.“ Gróa Ásgeir dóttir, Flugfélag Íslands. Jakkar, buxur, peysur og bolir í miklu úrvali. Einnig rúskinnsjakkar og kuldastígvél Sjón er sögu ríkari Hallveigarstíg 1, s. 551 9944 • Glæsibæ s. 588 4848 MEÐVITUND um eigið orkuflæði var megin við- fangsefnið á námskeiði Lyndu og Stephens Kane sam haldið var um helgina. Landlæknir varar ein- dregið við námskeiðum sem þessum og segir þau gagnslaus og ekki byggð á viðurkenndri þekkingu. Stephen og Lynda buðu Íslendingum margs konar þjónustu. M.a. var hægt að fá ráðleggingar um áhrif ákvarðana á orku líkamans. Ráðlegg- ingar við einni spurningu kostuðu tvö þúsund krónur en þrjú þúsund við tveimur spurningum. Auk þess seldu þau orkuegg sem halda slæmri orku í burtu en ekki er nauðsynlegt að hafa eggið alltaf á sér því meðfylgjandi er lítill sendir sem kemur eiganda í samband við eggið sitt þrátt fyrir að fjarlægðin sé mikil. Stephen Kane segir að hann og Lynda séu að kynna fólki tækni til þess að þróa meðvitund um eigin líkama. „Við kennum fólki um allan heim að nota þessa tækni. Til dæmis förum við yfir hvort ákveðin fæða henti fólki og hvaða áhrif ýmsar ákvarðanir geta haft á orkuflæði,“ segir Kane og bætir við að allt sem manneskja geri hafi áhrif á orku hennar. „Orkuflæðið er mismunandi á ólíkum stöðum. Sumir staðir eru góðir fyrir okkur og aðr- ir ekki. Við hjálpum fólki að skilja öll skilaboðin sem líkaminn sendir því áður en það tekur ákvarð- anir. Ef þú færð höfuðverk eða orkan þín hrynur allt í einu þá er líkaminn að senda þér skilaboð.“ Kane segir að fólki sé ekki ráðlagt að hætta lyfjatöku við sjúkdómum af einhverju tagi. „Ég hef starfað við þetta í 22 ár og hef aldrei ráðlagt manneskju að hætta á einhverjum lyfjum.“ „Gerir eflaust ekki ógagn“ Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að með námskeiði sem þessu sé verið að féfletta fólk. „Þetta gerir eflaust ekki ógagn en það er verið að féfletta fólk með því að lofa bættri heilsu. Upp- lýsingar frá þeim sem standa að námskeiðinu standast enga „krítík“ af nokkru tagi og það virð- ist sem þarna sé verið að notfæra sér fólk sem hef- ur einhverja sjúkdóma sem erfitt er að lækna. Með ýmsum tilvitnunum í þessum upplýsingum sem ég sá eru þau í raun að segja að ráðleggingar frá heilbrigðisþjónustunni séu ekki mjög góðar en þeirra eigin betri. Það er mjög hættulegt ef fólk er hvatt til þess að hætta í meðferð vegna sjúkdóma.“ Sigurður segist hafa fengið veður af því að verið sé að skapa einhverja hirð í kringum þessar lækn- ingaaðferðir. „Slíkar hirðir með loforðum um bætta heilsu og eilíft líf, eða hver veit hvað, eru hættulegar. Þetta getur breytt skoðunum fólks og haft áhrif á samband einstaklinga við fjölskyldu sína og þess háttar,“ segir Sigurður. Landlæknir varar við námskeiðum um orkuflæði líkamans Segir að verið sé að féfletta veikt fólk flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.