Morgunblaðið - 21.09.2004, Page 14

Morgunblaðið - 21.09.2004, Page 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UM 250 manns, hið minnsta, hafa týnt lífi á Haítí af völdum flóða, sem fellibylurinn Jeanne olli, að því tals- maður Sameinuðu þjóðanna greindi frá síðdegis í gær. Verst er ástandið í borginni Gonaives um 110 kíló- metra norður af höfuðborginni Port-Au-Prince. Stormurinn fór yfir Haítí og Dóminíska lýðveldið á föstudag og laugardag með miklu vatnsveðri. Jeanne stefnir nú á haf út en ekki er talið að stormurinn muni fara yfir suðausturhluta Bandaríkjanna, sem orðið hefur fyrir barðinu á þremur fellibyljum að undanförnu. Búist er við að óveðrið fari í suðurátt og síð- an út á Atlantshaf. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka á Haítí. Saddam niður- brotinn maður SADDAM Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, er niðurbrotinn maður þar sem hann situr í fangaklefa og bíður þess að verða dreginn fyrir dómstóla ákærður um glæpi gegn mann- kyninu. Hann hef- ur nú beðist vægðar að því er Iyad Allawi, for- sætisráðherra írösku bráða- birgðastjórnarinnar, sagði í viðtali sem birtist í gær við arabíska dag- blaðið Al-Hayat í Lundúnum. „Hann er ringlaður og þunglynd- ur,“ sagði Allawi. „Hann kom skila- boðum til mín þar sem hann baðst vægðar. Hann sagði að fyrrverandi ráðamenn í Írak hefðu haft al- mannaheill að leiðarljósi, og ekki ætlað sér að gera neinum mein.“ Viðskipta- banni aflétt GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti aflétti í gær að mestu við- skiptabanni gegn Líbýu. Er þessi að- gerð liður í að verðlauna stjórnvöld í Líbýu fyrir að leggja á hilluna áform um framleiðslu gereyðing- arvopna. Búist er við því að ákvörðunin verði til þess að meira en milljarður Bandaríkjadala renni til fjölskyldna fórnarlamba Pan Am-farþegaþot- unnar sem sprakk yfir Lockerbie á Skotlandi árið 1988. Tilræðið varð 270 manns að bana en talið er að líb- ýskir leyniþjónustumenn hafi verið að verki. Líbýustjórn hefur óbeint viðurkennt aðild sína að tilræðinu. Líbýa verður áfram á lista yfir stuðningsríki hryðjuverkamanna og eru því enn nokkrar hömlur á við- skiptum við Líbýumenn. Mijailovic á geðsjúkrahús MIJAILO Mijailovic, sem varð Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að bana í fyrra, var um liðna helgi fluttur úr fangelsi á geðsjúkrahús, að sögn tals- manns Krono- berg-fangelsisins í Stokkhólmi. Lars-Aake Pettersson, for- stjóri fangels- isins, sagði að komist hefði verið að þeirri niðurstöðu að Mijailovic gæti ekki fengið þá meðhöndlun í fangelsinu sem hann þyrfti. Mijailovic hefur setið í fangelsi frá 24. september í fyrra. Hann verður trúlega á réttargeðdeild þar til hæstiréttur Svíþjóðar hefur fjallað um mál hans í október. Mij- ailovic var í héraðsdómi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð en áfrýj- unardómstóll komst að þeirri nið- urstöðu að hann skyldi vistaður á réttargeðdeild. Sænskir fjölmiðlar hafa sagt Mij- ailovic í sjálfsmorðshugleiðingum. Pettersson vildi ekki tjá sig um það. Mijailo Mijailovic Saddam Hússein 250 týna lífi á Haítí JOHN Kerry, frambjóðandi banda- ríska Demókrataflokksins í forseta- kosningunum vestra í nóvember, veittist harkalega að George W. Bush í ræðu er hann hélt í New York í gær. Sagði hann Bush forseta hafa sýnt „stórbrotinn dómgreindar- skort“ í Íraksmálinu. Kerry hefur ekki áður ráðist svo harkalega að George W. Bush vegna innrásarinnar í Írak. Sagði hann Bush hafa með innrásinni kallað fram „kreppu sem [ætti] sér fáar lík- ar í sögunni“. Hættan væri sú að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir stríði sem aldrei yrði lokið. Kerry lýsti yfir því að innrásin í Írak hefði verið mistök því sökum hennar hefðu Bandaríkjamenn ekki getað einbeitt sér að helsta óvini sín- um sem væri Osama bin Laden og hryðjuverkamenn. Bush hefði ekki einungis gerst sekur um mistök heldur hefði hann verið staðinn að „stórbrotnum dómgreindarbresti“ og traust dómgreind væri það sem Bandaríkjamenn teldu mikilvægast er þeir veldu sér forseta. Sagði Kerry að Bandaríkjamenn þyrftu snimmhendis að breyta um stefnu í Írak. Lagði hann einkum áherslu á fernt. Bandaríkjamenn þyrftu að leita til annarra þjóða eftir hjálp í Írak. Bæta þyrfti þjálfun íraskra öryggissveita. Í þriðja lagi þyrfti að bæta kjör alþýðu manna í Írak. Loks þyrfti að tryggja að kosn- ingar gætu farið fram í landinu í byrjun næsta árs eins og stefnt er að. Bush forseti ávarpar allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna í dag, þriðjudag. Var ræða Kerrys flutt með hliðsjón af því. Aðstoðarmenn Bush sögðu að hann myndi svara Kerry og vændu demókrata um upp- gjöf gagnvart ógninni. Yfirlýsing Kerrys þess efnis að hann myndi kalla herliðið heim frá Írak yrði hann kjörinn forseti væri til marks um uppgjöf og fallin til þess eins að stappa stálinu í fjendur Bandaríkja- manna. Sakar Bush forseta um „stór- brotinn dómgreindarskort“ New York. AFP. AP. DÝRALÆKNAR taka blóðsýni úr órangútan í skemmtigarði í Bang- kok vegna rannsóknar á ásökunum um að 100 mannöpum hafi verið smyglað til Taílands frá Indónesíu. Vonast er til að hægt verði með DNA-rannsóknum að skera úr um hvort ásakanirnar eru réttar. Marg- Reuters Mannapasmygl rannsakað ir af öpunum voru neyddir til að taka þátt í hnefaleikaleikasýningum í skemmtigarðinum en sýningunum var hætt vegna gagnrýni dýravina. BANDARÍSKA sjónvarpið CBS við- urkenndi í gær að því hefðu orðið á mistök með því að nota minnisblöð þar sem því var m.a. haldið fram að George W. Bush Bandaríkjaforseta hefði verið vikið úr flugsveit þjóð- varðliðsins í Texas á tímum Víet- namstríðsins vegna þess að hann hefði ekki staðist þær kröfur sem gerðar voru. CBS sagði að ekki væri hægt að færa sönnur á að bandaríski undir- ofurstinn Jerry Killian hefði skrifað minnisblöðin árið 1972 eins og haldið var fram í fréttaþættinum „60 mín- útum“ 8. september. „Við hefðum ekki átt að nota þau. Það voru mistök og við hörmum það,“ sagði í yfirlýsingu frá CBS. Aðalfréttamaður CBS, Dan Rather, sem flutti fréttina, baðst afsökunar á mistökunum. Er málið mikill álitshnekkir fyrir CBS og Rather. CBS við- urkennir mistök New York. AFP, AP. Dagblöð í Evrópu voru í gærá einu máli um að mikilfylgisaukning jaðarflokkaí kosningum í tveimur sambandslöndum Þýskalands væri mikið áfall fyrir hefðbundin stjórn- málaöfl og Gerhard Schröder kansl- ara. Var því og haldið fram að úrslitin leiddu í ljós almenna og djúpstæða óánægju vegna þeirra breytinga á velferðarkerfinu sem Schröder reyn- ir nú að þvinga fram í Þýskalandi. Þýskir stjórnmálaskýrendur töldu á hinn bóginn sumir hverjir að úrslitin væru ekki það mikla áfall sem talið var vofa yfir Schröder. Stóru flokkarnir tveir í þýskum stjórnmálum, Jafnaðarmannaflokk- urinn (SPD) og Kristilegi demókrata- flokkurinn (CDU) töpuðu báðir fylgi í kosningunum í Brandenburg og Sax- landi. Fylgi jaðarflokka á hægri vængnum sem og fyrrum komm- únista (PDS) jókst hins vegar veru- lega. „Hættulega róttæk stjórnmál“ Helstu dagblöð Evrópu fjölluðu í gær um kosningarnar í Þýskalandi í forystugreinum sínum. Spænska dagblaðið El Pais sagði úrslitin sýna að þýsk stjórnmál væru að gerast „hættulega róttæk“ og vera til mark um „djúpstæða óánægju“ vegna „sameiningar Þýskalands“. Dag- blaðið El Mundo, sem einnig er gefið út á Spáni, sagði stóru flokkana hafa beðið „auðmýkjandi ósigur“. Í forustugrein austurríska dag- blaðsins Die Presse sagði að hleypt hefði verið af „síðasta viðvör- unarskotinu fyrir Gerhard Schröd- er“. Ítalska dagblaðið Corriere della Sera tók í svipaðan streng og taldi áhyggjuefni að í austurhluta Þýska- lands hefðu kjósendur sýnilega snúið baki við hefðbundnum stjórn- málaflokkum. „Fjórtán árum eftir sameiningu Þýskalands hefur verið staðfest að mikill pólitískur óstöð- ugleiki er ríkjandi í fyrrum Austur- Þýskalandi,“ sagði í leiðara blaðsins. Gríska dagblaðið Etnos sagði úr- slitin „martröð Schröders“ og hið belgíska Le Soir sagði „drauga fortíð- arinnar“ hafa komist á kreik um helgina í Þýskalandi. Helsti andstæðingurinn tapaði einnig Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu flokka yst á hægri vængnum töldu ýmsir stjórnmálaskýrendur í Þýska- landi að úrslitin væru ekki það gríð- arlega áfall fyrir Gerhard Schröder sem margir höfðu spáð. Nefnt var að helstu andstæðingar kanslarans, kristilegir demókratar, hefðu ekki náð að hagnast á fylgistapi jafnaðarmanna. Bent var á að Jafn- aðarmannaflokkurinn væri enn stærsti flokkur Brandenburg sem liggur umhverfis höfuðborgina, Berl- ín. Flokkurinn fékk 31,9% atkvæða og tapaði um sjö prósentum frá því í kosningunum 1999. Þykir líklegt að jafnaðarmenn gangi þar til stjórn- arsamstarfs við kristilega demókrata og Lýðræðislega sósíalistaflokkinn, arftaka hins gamla kommúnista- flokks Austur-Þýskalands. Þýski þjóðarflokkurinn (DVU), sem er jaðarflokkur á hægri vængn- um, jók fylgi sitt í Brandenburg og fék nú 6,1% atkvæða en hafði 5,3%. Í Saxlandi fengu jafnaðarmenn 9,8% atkvæða en fengu 10.7% í síð- ustu kosningunum. Bentu stjórn- málaskýrendur á að þótt fylgi jafn- aðarmanna hefði aldrei mælst minna í Saxlandi væri líklegt að flokkurinn settist í stjórn þar. Í Saxlandi hafði Kristilegi demókrataflokkurinn hreinan meirihluta en fékk nú 41,1% atkvæða sem er 17% minna en í síð- ustu kosningum. Flokkur nýnasista, NPD, fékk 9,2% atkvæða í Saxlandi en í síðustu kosningum árið 1999 reyndist fylgið aðeins 1,4%. Flokk- urinn beindi einkum spjótum sínum að Schröder og þeim breytingum á þýska velferðarkerfinu, sem hann reynir nú að knýja í gegn, en atvinnu- leysi í Saxlandi er með því mesta sem þekkist í Þýskalandi. Ástæðulaust að örvænta Dagblaðið Der Tagesspiegel, sem er vinstrisinnað, sagði í forystugrein í gær að fylgisaukning jaðarflokka myndi vafalaust verða til þess að skjóta mörgum skelk í bringu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessari þróun en menn skyldu ekki örvænta. „Í Þýskalandi hafa öfga- menn á hægri vængnum jafnan haft nokkur sóknarfæri … En þeir hafa ekki og munu ekki öðlast pólitísk áhrif,“ sagði í grein blaðsins sem bar yfirskriftina „Vísbendingar um um- skipti“ og vísaði til stöðu stjórn- arinnar og Schröders kanslara. Sjálfur sagði kanslarinn í gær að hann teldi úrslitin „góð“ og fráleitt væri að tala um ósigur í þessu við- fangi. „Ég tel [niðurstöðuna] gefa til- efni til bjartsýni,“ bætti hann við. Nokkrir aðrir leiðtogar Jafn- aðarmannaflokksins tóku í sama streng. Þýskir jafnaðarmenn hafa tapað fylgi í sérhverjum kosningum í sambandslöndunum frá því að stjórn Schröders hélt naumlega velli í þing- kosningunum 2002. Næstu kosningar til þýska þingsins fara fram haustið 2006. Dagblöð í Evrópu telja fylgisaukningu jað- arflokka mikið áfall fyrir Gerhard Schröder en í Þýskalandi telja sumir stjórnmála- skýrendur að kanslarinn og flokkur hans hafi sloppið nokkuð vel frá kosningum í Saxlandi og Brandenburg. Reuters Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, flytur ræðu í Berlín í gær. Áfall eða umskipti í Þýskalandi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.