Morgunblaðið - 21.09.2004, Page 16

Morgunblaðið - 21.09.2004, Page 16
MINNSTAÐUR 16 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI „ÞETTA var alveg frábært,“ sagði Ragnar Sverrisson, kaup- maður og forsvarsmaður verk- efnisins Akureyri í öndvegi, en á vegum þess var um liðna helgi haldið íbúaþing í Íþrótta- höllinni. Það sóttu um 1.600 manns, eða 10% bæjarbúa. „Við gerðum okkur vonir um að fá allt að 800 manns, 5% íbúa bæj- arins, þannig að við erum al- veg í skýjunum yfir þessum viðbrögðum. Það er greinilegt að bæjarbúar hafa áhuga á skipulagsmálum, þeir hafa skoðanir og vilja koma þeim á framfæri. Mér fannst fólk þakklátt fyrir þetta tækifæri, að hafa með þessum hætti fengið vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri,“ sagði Ragnar. Gafst fólki kostur á að vinna í hópum og að koma með skrif- lega tillögur. Um 20 manns unnu svo við úrvinnslu tillagna á sunnudag, en þær skiptu þúsundum. Til- lögurnar verða kynntar á fundi á Hólum, húsi Menntaskólans á Akureyri annað kvöld, mið- vikudagskvöldið 22. september, kl. 20. Sigurborg Kr. Hannesdóttir verkefnastjóri hjá Alta sem hafði umsjón með íbúaþinginu sagði að skýrt hefði komið fram að fólk legði áherslu á að til að efla miðbæ Akureyrar þyrfti að beina kröftunum að því að fjölga íbúum á svæðinu. Þá nefndu margir umhverf- isbætur af ýmsu tagi í sínum tillögum, mikilvægt væri að skapa skjól í miðbænum með skipulagi og gróðri. „Fólki finnst miðbærinn ekki aðlað- andi eins og hann er nú, hann er of grár,“ sagði Sigurborg. Margir nefndu að bæta þyrfti göngu- og hjólreiðastígakerfi bæjarins. Þá urðu nokkrar um- ræður um Akureyrarvöll og hvað um hann yrði í framtíð- inni og eins komu fram skiptar skoðanir á hversu hátt ætti að byggja í bænum. Sú umræða kemur í kjölfar tillagna um há- hýsi á lóð við Baldurshaga og eins á svonefndum Sjallareit. „Almennt virðist fólk sátt við 6-8 hæða byggingar í miðbæj- arkjarnanum,“ sagði Sig- urborg. Akureyri í öndvegi er verk- efni sem miðar að því að efla miðbæinn, móta nýja stefnu og tengja saman skipulags- og at- vinnumál. Niðurstöður íbúa- þingsins verða hafðar til hlið- sjónar við keppnislýsingu fyrir alþjóðlega hugmynda- samkeppni um skipulag mið- bæjarins. Stefnt er að því að efna til samkeppninnar nú á komandi vetri og kynna nið- urstöður sumardaginn fyrsta árið 2005. Morgunblaðið/Kristján Áhugi á skipulagsmálum: Bæjarbúar tóku virkan þátt á íbúaþinginu og höfðu geysilega margt fram að færa. Erum alveg í skýj- unum Um 10% bæjarbúa sóttu íbúaþing EKKERT lát er á áhuga fyrirtækja og ein- staklinga fyrir lóðum undir íbúðarhús á Ak- ureyri. Akureyrarbær auglýsti á dögunum eftir umsóknum um fimm lóðir undir ein- býlishús á einni hæð í Naustahverfi og um fimm lóðir undir fjölbýlishús í hverfinu. Alls bárust tíu umsóknir frá einstaklingum um lóðirnar undir einbýlishúsin og fjórtán um- sóknir frá verktökum um lóðirnar undir fjöl- býlishúsin. Bjarni Reykjalín, skipulags- og bygginga- fulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að enn væri mikil gróska í byggingariðnaðinum í bænum og að það væri hið besta mál. „Við þurfum alla vega ekki að kvarta yfir því að koma lóð- unum ekki út. Nú þurfum við að fara að huga að næsta áfanga, sem verður þá til úthlut- unar á næsta ári,“ sagði Bjarni. Mikill áhugi fyrir íbúða- lóðum HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Árbær | Mikil fjölskylduhátíð var haldin í Árbænum og Grafarholt- inu sl. laugardag og voru um 1.200 manns saman komin þegar mest var, að mati aðstandenda hátíð- arinnar. Jóhannes Guðlaugsson, for- stöðumaður Árness og einn af að- standendum hátíðarinnar, segir að almenn ánægja sé með hvernig til tókst, en þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin. Hátíðin í ár var mun veglegri en áður, og segir Jó- hannes að trúlega verði hún höfð enn veglegri næsta haust. „Þetta var allt mjög fjöl- skylduvænt og mjög gaman af þessu. Það voru ungir sem aldnir sem mættu,“ segir Jóhannes. Hann viðurkennir að þátttakan hefði mátt vera betri, en segir veðrið ef- laust hafa spilað þar inn í. Mestu skipti að stemningin hafi verið góð hjá þeim sem tóku þátt í hátíðinni. Hátíðin var blásin inn af hljóð- færaleikurum úr Tónskóla Sig- ursveins í blautu veðri um morg- uninn, en veðrið batnaði þó heldur þegar leið á daginn. Dagskráin var að segja má þrískipt, og hófst hún við Ásinn þar sem boðið var upp á dagskrá fyrir fjölskyldur. Þaðan var gengið í skrúðgöngu á Fylk- isvöllinn þar sem tveir gervigras- vellir, annar sparkvöllur en hinn stærri völlur, voru vígðir. Þar voru sett upp leiktæki fyrir börn og skemmtu þau sér hið besta í hoppukastala og við aðra leiki, og voru um 1.200 manns á svæðinu, segir Jóhannes. Um kvöldið var svo Fylkisball í Fylkishöllinni þar sem hljómsveitin Í svörtum fötum skemmti. Veglegri hátíð að ári? Hátíðin í ár var frábrugðin því sem hefur verið síðustu tvö ár. Áð- ur gekk hátíðin meira út á kynn- ingar á ýmsu starfi í hverfinu, en í ár segir Jóhannes að tekin hafi verið ákvörðun um að gera þetta að sannkallaðri hátíð fyrir hverf- isbúa, og jafnvel sé von á enn meiri skemmtun að ári. „Við eigum nú eftir að setjast niður og fara yfir þetta en umræð- an sem var um þetta var að kannski viljum við stækka þetta. Þá verði Fylkisballið haldið með veglegri hætti og þetta yrði kannski dagskrá frá hádegi fram á kvöldið, á fleiri en einum stað,“ segir Jóhannes. Skemmtileg stemn- ing á fjölskylduhátíð Morgunblaðið/Þorkell Þessi ungi maður skemmti sér vel í hoppukastalanum á Fylkisvellinum. Höfuðborgarsvæðið | Frítt föru- neyti sex bæjarstjóra og eins borgarstjóra hjólaði um hjólastíga og götur höfuðborgarsvæðisins í gær. Á ferðum sínum vígðu þeir þrjú skilti með upplýsingum um hjóla- og gönguleiðir á höfuðborg- arsvæðinu í þremur bæjarfélögum. Tilefni ferðalagsins var hjól- reiðadagur Evrópsku samgöngu- vikunnar og hófst ferðin í Hafn- arfirði þar sem Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, vígði fyrsta skiltið og hjólaði svo af stað áleiðis í Kópavoginn. Á leiðinni slóst Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, í hópinn og hjólaði hópurinn sem leið lá í Kópavoginn. Þar slógust bæjarstjórarnir á Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mos- fellsbæ og Kópavogi í hópinn, auk Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Í Kópavogi var annað skilti vígt og svo hjólað eftir Fossvogsdalnum upp í Elliðaárdal. þar sem Þór- ólfur Árnason vígði eitt skiltanna. Morgunblaðið/ÞorkellVel viðraði fyrir hjólreiðatúr bæjar- og borgarstjóra í gær. Hjóluðu á milli bæj- arfélaga Mosfellsbær | Eiginfjárhlutfall Mos- fellsbæjar er ekki nægilega gott að mati Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, en skuldir og skuld- bindingar sveitarfélagsins eru um 525 þúsund krónur á hvern íbúa. Nefndin hefur sent Mosfellsbæ bréflegar athugasemdir eftir athugun á ársreikningum ársins 2003. Að sögn Húnboga Þorsteinssonar, formanns nefndarinnar, er eiginfjárhlutfall Mosfellsbæjar of lágt, en þó ekki svo að það valdi stórum áhyggjum. Sveit- arfélagið hafi alla burði til að vinna sig út úr þeirri stöðu sem það er komið í, enda gangi rekstur þess ágætlega. Nefndin óskaði því eftir upplýsingum um hvernig sveitarstjórnin ætli að bregðast við vandanum. Í bréfi nefndarinnar kemur fram að eiginfjárhlutfall bæjarins lækkaði úr 15,1% í 14% á milli áranna 2002 og 2003 og að í árslok 2003 hefðu skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins numið 525 þúsund krónum á hvern íbúa. Peningaleg staða var á sama tíma neikvæð um 379 þúsund krónur á hvern íbúa. Til samanburðar er eig- infjárhlutfall að meðaltali 34,6% í sveitarfélögum með yfir 5.000 íbúa og peningaleg staða neikvæð um 174 þúsund krónur á hvern íbúa. „Sveitarfélagið Mosfellsbær á að vera í stakk búið til þess að takast á við þetta,“ segir Ragnheiður Rík- harðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæj- ar. Hún segir að vissulega sé staða sveitarfélagsins ekki jafn góð og hún geti verið, en það stafi einkum af mik- illi uppbyggingu undanfarinna ára. Ragnheiður segir að nú þurfi að halda vel á spöðunum í fjármálum sveitarfélagsins og halda öllum rekstri innan áætlana. Þannig geti sveitarfélagið greitt niður skuldir og lagað eiginfjárhlutfall sitt, þótt ljóst sé að það sé verkefni sem muni taka talsverðan tíma. Skulda 525 þúsund á hvern íbúa Lögfræðitorg | Heilsugæsla á landsbyggðinni og mannréttindi er heiti á fyrirlestri á Lög- fræðitorgi í dag, þriðjudaginn 21. september, í stofu L102 á Sólborg en hann hefst kl. 12. Rachael Johnstone mun fjalla um rannsókn sína á því hvort boðaður niðurskurður á sjúkra- húsþjónustu í nyrsta héraði Skotlands, ef af verður, geti hugsanlega brotið í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Nýlega ákvað stjórn Wick-sjúkrahússins í Caithness, nyrsta héraði Skotlands, að leggja niður stöðu fæðingarlæknis við sjúkrahúsið. Íbúar á þjónustusvæði sjúkrahússins eru um það bil 30.000. Ef þessi ákvörðun stjórnarinnar kemst til framkvæmda getur svo farið að fjöl- margar konur þurfi að ferðast um 200 km leið til að fæða börn sín. Rachael kennir almenna lögfræði og einkenni og þróun enskra laga (Common Law) við Há- skólann á Akureyri. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.