Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 18
Seyðisfjörður | Þóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ríkey Kristjánsdóttir hönnuður hafa opnað verslun og vinnustofu á Seyðisfirði, sem ber nafnið Draumhús. Í Draumhúsi er á boðstólum fjölbreyttur varningur frá suðurhluta Ind- lands, svo sem sérsmíðuð húsgögn, fatnaður, textíll, leikföng, skart, reyk- elsi og fleira. Allur er varningurinn handunninn og sumt sérstaklega smíð- að fyrir Þóru og Ríkeyju, en sú fyrrnefnda hefur verið langdvölum í Indlandi sl. fimmtán ár og er þar í samstarfi við arkitekt og handverksfólk. Hún hefur flutt með sér þó nokkuð af varningi og innréttaði m.a. Hótel Ölduna á Seyðisfirði með indverskum textíl og húsmunum. Þóra sagði í samtali við Morgunblaðið að viðtökur hefðu verið góðar og hún ætti von á að Austfirðingar vildu nýta þjónustu þeirra Ríkeyjar, sem felst einkum í innanhússhönnun og ráðgjöf hverskonar. Menn geti fengið þær til að endurhanna hýbýli sín, stök herbergi eða heil hús og fengið með því nýtt yfirbragð og ferska strauma. Hvað verslunina varðar segir Þórey hana ekki hafa ákveðinn afgreiðslu- tíma, heldur sé hún opin að hentugleikum og fólk geti haft samband þegar það vill líta inn. Mongólskt draumhús við farfuglaheimilið Meðal þess sem Þóra hefur flutt inn frá Indlandi er mongólskt draum- hús. Það stendur nú á lóð farfuglaheimilisins Haföldunnar, sem Þóra hefur um árabil rekið á Seyðisfirði. Draumhúsið er kringlótt tjald úr hnausþykkum, margföldum dúk og að innan er það lagt harðviði, sem einnig er í innréttingum. Í tjaldinu, sem er afar fallegt að innan, má sjá úrval indverskra gripa og minnir tjaldið um margt á nk. hugleiðsluhof. Þóra segist muni nýta tjaldið fyrir mannfagnaði og gistisölu og segir það þola íslenska veðráttu einkar vel; hannað fyrir mongólskan vetur sem sé mun harðari en sá íslenski. Fljótlega á nýju ári fara Þóra og Ríkey til Indlands og dvelja þar um hríð við að kaupa inn og fá nýjar hugmyndir. Draumhús opnað á Seyðisfirði Indverskt draumhús með seyðsku ívafi: Þóra Bergný Guðmundsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir hafa opnað verslun og vinnustofu á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir MINNSTAÐUR 18 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Eru n‡ju íbúðalánin fyrir mig? Skráning: fiú getur skrá› flig á kynningarfundinn me› flví a› hringja í síma 410 4000 e›a með tölvupósti á kynning@landsbanki.is Landsbankinn býður „fjármálastjórum heimilanna“ á opinn kynningarfund um nýju íbúðalánin, á Hótel Héraði, Egilsstöðum, í kvöld kl. 20.00. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 57 21 09 /2 00 4             !         "##$% &'$ ($) *+ ,                                                              !" #!"      SUÐURNES Njarðvík | „Hey, sjáiði. Það er ein kona þarna með öllum köllunum,“ gall úr mannhafinu sem safnast hafði saman í portinu við Svarta pakkhúsið og Fichershús á aðaldegi ljósanætur í Reykjanesbæ. Kona þessi var Katrín Sigurðardóttir, sem var að spila með harmonikkuunn- endum á Suðurnesjum. Hún er jú eina konan í hópnum og finnst það ekki leiðinlegt. „Ég hef svo gaman af þessu og þetta veitir mér svo mikla lífsfyllingu. Ég veit þú trúir því ekki,“ sagði Katrín í samtali við blaðamann. Katrín Sigurðardóttir er best þekkt sem Katrín prjónakona, enda hefur það verið hennar lifibrauð alla tíð. Þegar blaðamann bar að garði í Prjónastofu Katrínar voru tvær prjónavélar í gangi og harmonikkan innan seilingar. Það er ólíkt skemmtilegra hljóð í harmonikkunni en það er að heyra á Katrínu að há- vaðinn í maskínunum trufli hana engan veginn, enda búin að vera lengi að. „Ég eignaðist fyrstu prjónavélina 19 ára gömul og byrjaði strax að prjóna gammosíur fyrir vin- konu mína. Það kalla þetta allir legg- ings í dag,“ sagði Katrín. Prjónastof- una opnaði Katrín formlega á ljósanótt, í endurgerðum bílskúr við heimili sitt í Njarðvík, en lengst af hafði hún verið með prjónavélarnar á heimilinu. „Þetta er sko allt annað og mikill munur að geta haft þetta svona. Mér líður ofsalega vel hérna og finnst þetta svo gaman,“ sagði Katrín um leið og hún sýnir blaða- manni alla tískustraumana, sem runnið hafa í gegnum hana á prjóna- ferlinum, eingirnispeysur af ýmsum gerðum, peysur sem púffuðust um þröng stroff, skotthúfur og skraut- legar peysur. „Ég held þessu öllu til haga, enda kemur þetta allt aftur og þá er gott að hafa þetta við höndina og hugsa málin upp á nýtt.“ Gott dæmi um þetta eru legghlífarnar frá níunda áratugnum sem aftur eru orðnar vinsælar og ponsjóin frá hippatímanum sem Katrín prjónar nú í löngum röðum í alla vega litum. Nikkan alltaf skammt undan „Já, ég hef nú löngum þótt litaglöð en ég segi alltaf að litirnir gæði lífið litum. Það hefur líka komið á daginn að margir sem hafa verið að leita að flíkum í ákveðnum litum koma til mín og ég hef prjónað fyrir þá.“ Þótt Katrín hafi í nógu að snúast á prjónastofunni er harmonikkan allt- af skammt undan. „Ég hef hana allt- af hérna hjá mér, þá þarf ég ekki að vera að burðast með hana út úr hús- inu og hingað inn,“ sagði Katrín, sem finnst gott að líta upp úr prjóna- vélunum og taka upp nikkuna. Á meðan hljóðna prjónavélarnar fjór- ar. „Tónlistin hefur fylgt mér allt mitt líf, ég er t.d. alin upp við marg- radda söng. Foreldrar mínir voru mikið söngfólk og fleiri í fjölskyld- unni og þegar allt söngfólkið kom saman var sko sungið í röddum, alt, sópran, bassi og tenór.“ Sem barn lærði Katrín á píanettu, sem föður hennar áskotnaðist þegar hún var ung, en hætti á unglingsár- unum. Katrín tók hins vegar aftur upp þráðinn þegar hún hafði eignast börnin sín fjögur, þá orðin rúmlega fertug. Stofan skartar forláta flygli sem Katrín keypti sér fyrir all- mörgum árum og í miðju viðtali tyll- ir hún sér niður og spilar. „Mér finnst þetta alveg yndislegt og ekki síður hefur mér fundist gaman að spila undir hjá börnum mínum sem hafa farið í hljóðfæranám og núna hjá barnabörnunum. Þetta er sko líf- ið,“ sagði Katrín með sinni alkunnu glaðværð og viðurkennir að eig- inmaðurinn biðji hana stundum að hætta að spila á nikkuna en setjast heldur við flygilinn í staðinn. Katrín settist á skólabekk á ný í tónlistarskóla fyrir tveimur árum til að nema harmonikkuleik. „Þegar eitt af barnabörnum mínum kom hingað til mín með miða úr tónlistar- skólanum um að nokkur pláss væru laus í harmonikkunámi ákvað ég að skella mér. Ég var að byrja þriðja veturinn minn. Þeir segja að ég sé amman í hópnum, en ég er nú samt ekki elst, en eina konan,“ sagði Katr- ín að lokum sem alla tíð hefur þótt gaman að skera sig úr hópnum. Katrín Sigurðardóttir er amman í harmonikkunáminu Gott að taka upp nikkuna Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Í prjónastofunni: Katrín Sigurðardóttir, prjónakona með meiru, hóf nám í harmonikkuleik fyrir tveimur árum. Hún grípur gjarnan til harmonikk- unnar þegar hún þarfnast hvíldar frá skrölti prjónavélanna í bílskúrnum. AUSTURLAND Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Austurbyggð | Opnun Fáskrúðs- fjarðarganga að ári og stóriðjupp- bygging er farið að hafa markverð áhrif á Fáskrúðsfirði. Þannig voru nýverið opnuð tilboð í gatnagerð og lagnir nýrrar götu í bænum sem kallast Gilsholt. Fimm tilboð bárust, þar af eitt frávikstilboð. Kostnaðaráætlun við verkið hljóð- aði upp á 15.923.500 kr. Að því er fram kemur á vefnum austur- byggð.is bauð Vöggur ehf. á Fá- skrúðsfirði lægst, 12.114.000 kr. eða 76% af kostnaðaráætlun og lagði einnig fram frávikstilboð að upphæð 11.621.050 kr. eða 73% af kostnaðaráætlun. Hæst buðu S.E. Verktakar á Sauðárkróki, 15.389.900 kr. eða 97% af áætl- uðum kostnaði við verkið. Tveimur íbúðalóðum við Gilsholt á Fáskrúðsfirði hefur verið úthlut- að undanfarið, en sjö íbúðir verða byggðar á þessum lóðum. Annars vegar er um að ræða lóð fyrir ein- býlishús og hins vegar lóð fyrir sex íbúða raðhús. Við Garðaholt á Fáskrúðsfirði var í sumar úthlutað lóð fyrir byggingu tólf íbúða fjöl- býlishúss. Alls hefur því verið út- hlutað lóðum fyrir nítján íbúðir og fleiri fyrirspurnir borist varðandi íbúðalóðir í Holtahverfi á Fá- skrúðsfirði. Fram- kvæmdir á Fáskrúðsfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.