Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 21 Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is Keyrum Ísland áfram! Glæsilegir hópferðabílar með öllum búnaði fyrir minni og stærri hópa ! w w w . h o p f e r d i r . i s Vilt þú komast frá amstri hversdagsleikans? Sumarbústaðir með heitum potti, aðeins klukkustundarakstur frá Reykjavík. Stærra hús sem hentar fyrir hópa og starfsmannafélög. Stórbrotið umhverfi, hestaleiga á Löngufjöru s. 435 6628, 863 6628 Ferðaþjónusta Snorrastaða s. 435 6627, 899 6627 Við höfum svarið. Stutt í berjamó. 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is FERÐALÖG BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ HEFUR borist mér að augum og eyrum á síðastliðnum vikum og mánuðum að álit fullorðinna á ung- lingum virðist vera eitthvað á þessa leið: „Unglingar reykja, drekka og eru í dópi.“ Sem unglingur veit ég að þetta er ekki satt. Á dögunum var mér vísað á dyr á ónefndum skyndibitastað með þeim rökum að ég og mínir líkar brytum og bröml- uðum allt sem við kæmum höndum á. Svo er ríkið að skera niður fjár- lög sem viðkoma unglingum svo sem til félagsmiðstöðva, skóla og BUGL svo dæmi séu tekin. Svo ég vil bara biðja þá ríkisstjórn sem nú situr að íhuga það að við erum hluti þessa þjóðfélags og eigum rétt á menntun níu mánuði á ári. Davíð og félagar, ég skora á ykkur að hugsa um unga fólkið í landinu, frekar en hvort fyrirtæki má eiga 5 eða 10% í fjölmiðli. JÓHANN JÖKULL SVEINSSON, Bollagörðum 91, 170 Seltjarnarnesi. Fyrirlitning unglinga Frá Jóhanni Jökli Sveinssyni: DÓMURUM í Hæstarétti Ís- lands er enginn greiði gerður að þurfa að gefa umsögn um umsækj- endur um starf dómara við réttinn. Þegar rétturinn tekur einstaka umsækjendur fram yfir aðra, telja hinir e.t.v. á sig hallað og alls kyns vangaveltur og misgáfulegar sam- særiskenningar koma upp á yfir- borðið. Rétturinn eigi ekki að velja menn inn í dóminn, dómarar velji gamla vini og starfsfélaga, pólitíska samherja eða lögfræðilega skoðana- bræður, lögmönnum sé haldið fyrir utan og gagnrýnendur á störf Hæstaréttar komist ekki að o.s.frv. Hversu vitlausar sem kenningarnar eru, er illt ef Hæstiréttur lendir í slíkri umræðu. Það er ekkert til sem heitir verð- leikavísitala; hvorki Hæstaréttur né aðrir geta sett á umsækjendur vís- indalega mælistiku við mat á hæfni. Án efa reyna dómararnir að vera málefnalegir í umsögn sinni, en ráð- herra er algerlega óbundinn af um- sögn Hæstaréttar. Taki hann þann kost að skipa annan dómara en rétt- urinn mælir með, blandast Hæsti- réttur með óheppilegum hætti inn í pólitískt argaþras stjórnar og stjórnarandstöðu, þar sem stjórnar- andstæðingar beita fyrir sig um- sögn réttarins til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Einnig hlýtur það að skapa sérstakt and- rúmsloft innan réttarins ef þangað kemur dómari sem ekki hefur feng- ið jákvæða umsögn þeirra dómara sem þar eru fyrir. Skipan dómara í Hæstarétt er pólitísk ákvörðun ráðherra en ekki verkefni dómstóla. Það er því engin ástæða til þess að blanda Hæsta- rétti inn í þetta ferli. Miklu nær væri að Alþingi breytti lögum með þeim hætti að t.d. allsherjarnefnd Alþingis veitti ráðherra umsögn og taki þennan beiska kaleik frá Hæstarétti. Það tryggir Hæstarétti nauðsynlega fjarlægð og starfsfrið. Sveinn Andri Sveinsson Beiskur kaleikur Höfundur er hæsta- réttarlögmaður. ALZHEIMERSSJÚKDÓMUR er hrörnunarsjúkdómur í heila og er hár lífaldur aðaláhættuþátturinn. Talið er að um 35% allra sem náð hafa 85 ára aldri séu með heilabilun á borð við Alzheimers. Sjúkdóm- urinn er þó ekki alfarið bundinn við eldra fólk. Miðað við tölur frá ná- grannalöndunum má gera ráð fyrir að á milli 100 og 150 manns á aldrinum 45–65 ára séu með heilabilun hér á landi. Að jafnaði koma árlega um 15 manns á þessu aldursbili til greiningar á minn- ismóttöku LSH á Landakoti. Meðalaldur þeirra er um 59 ár. Einnig fá margir greiningu annars staðar eins og hjá taugalæknum og geðlæknum. Öðruvísi aðstæður Aðstæður yngri og miðaldra sjúk- linga eru allt aðrar en hjá eldra fólki. Þeir eru flestir í fullri vinnu þegar fyrstu einkenni gera vart við sig og oft með fjárhagslegar skuldbind- ingar. Sumir eru með börn um tví- tugt á heimilinu og jafnvel unglinga. Sjálfir eiga þeir oft aldraða foreldra. Þeir eru félagslega virkir og yfirleitt í góðu líkamlegu formi. Þetta gerir það að verkum að það er mun erf- iðara fyrir alla í umhverfinu að trúa því að um heilabilun geti verið að ræða. Fyrstu einkenni Það er alltaf einhver aðdragandi að því að nánustu ættingjar gera sér grein fyrir breytingum á ástvini sem ekki er hægt að útskýra með álagi, þunglyndi, streitu eða eðlilegri öldr- un. Þeir sjá byrjunareinkennin oft- ast ekki sem sjúkdómseinkenni fyrr en eftir langan tíma og Alzheim- erssjúkdómur er í langflestum til- vikum það síðasta sem fólki kemur í hug. Dæmigerð byrjunareinkenni geta verið hræðsla, kvíði, óöryggi, tortryggni, aukið úthaldsleysi, aukið framtaksleysi og áhugaleysi, höf- uðverkur, almenn óútskýrð vanlíðan og jafnvel grátköst samfara henni. Minnisleysi eykst en þarf ekki að vera það einkenni sem er mest áber- andi í upphafi. Sjúkdómsgreiningin er mikið áfall bæði fyrir sjúkling og aðstandendur, en oft fylgir henni líka ákveðinn létt- ir. Með greiningunni fæst skýring á ýmsu sem hefur komið upp, hægt er að hefja lyfja- meðferð, upplýsa sjúk- ling og aðstandendur og fjölskyldan gerir í framhaldinu áætlanir með sjúkdóminn inni í myndinni. Fjölskyldu- sjúkdómur Alzheimerssjúkdómur er sannkallaður fjöl- skyldusjúkdómur því hann hefur í för með sér miklar breytingar á fjölskyldulífi. Yngri sjúklingar missa nær undantekning- arlaust vinnuna og þeir eiga í æ meiri erfiðleikum með að skipu- leggja og framkvæma daglegar at- hafnir eins og að aka bíl eða sjá um innkaup. Sjúkdómurinn getur líka orðið til þess að makinn þarf að hliðra til í vinnu eða jafnvel hætta störfum. Álagið á makana eykst jafnt og þétt þar sem þeir taka smám saman að sér þau verkefni sem hinn sinnti áður og hafa síaukið eftirlit með sjúklingnum. Samskipti hjóna geta oft orðið erfið og ein- angrun beggja eykst mjög þegar líð- ur á sjúkdómsferlið. Börnin taka oft að sér mikla ábyrgð, einkum ef maki er ekki til staðar. Álag á börn getur verið mjög mikið þar sem þau eru oftast útivinnandi og eiga eigin fjöl- skyldu sem þarf að sinna auk veika foreldrisins. Bæði makar og börn kvíða árunum framundan og finnst þau mæta almennt litlum skilningi á aðstæðum sínum. Sérhæfða þjónustu vantar Öll þjónusta fyrir Alzheim- erssjúklinga og fjölskyldur þeirra miðast við þarfir aldraðra. Því er staða yngri sjúklinganna enn lakari en ella. Hvorki sjúklingum né að- standendum finnst þeir eiga samleið með öldruðum eins og á dagdeildum, í hvíldarinnlögnum, á hjúkr- unardeildum eða á aðstandend- anámskeiðum. Aðstandendur yngri sjúklinga eru almennt tregir til að þiggja slík tilboð og ganga því oft mjög nærri eigin heilsu til að hafa ástvini sína sem lengst heima. Ósýnilegur hópur Samfélagið gerir á engan hátt ráð fyrir yngri Alzheimers- sjúklingum enda er þetta fámennur hópur, dreifður um landið og hefur ekki átt sér neinn málsvara. Nýjasta og sorglegasta dæmið er að æðstu yf- irmenn í öldrunarmálum landsins hafa lokað á aðgengi að hjúkr- unarheimilum fyrir þá sem ekki hafa náð 67 ára aldri. Þetta er gert þrátt fyrir þá staðreynd að aðeins örfáir einstaklingar á ári hafa þurft á þess- ari þjónustu að halda fyrir 67 ára aldur. Árið 2003 fengu 856 ein- staklingar vistun á hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins. Aðeins 19 þeirra voru yngri en 67 ára og þar af 8 í Reykjavík. Það eina sem svona ákvörðun hefur í för með sér er að yngri sjúklingar með heilahrörn- unarsjúkdóma eins og Alzheim- erssjúkdóm munu þurfa að bíða ár- um saman á sjúkrahúsum þar til á 67 ára afmælisdaginn. Þá fyrst geta þeir farið að fikra sig upp biðlistann. Heildarfjöldi Íslendinga með Alz- heimers og skylda sjúkdóma er nú tæplega 3.000 manns. Árið 2030 er gert ráð fyrir að hann verði um 5.500 manns. Ég hvet alla þá sem málið snertir að ganga til liðs við FAAS, félag aðstandenda, og leggja málefn- inu lið. Umsóknareyðublöð eru á www.alzheimer.is. Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri Hanna Lára Steinsson skrifar um Alzheimerssjúkdóminn ’Aðstæður yngri ogmiðaldra sjúklinga eru allt aðrar en hjá eldra fólki. ‘ Hanna Lára Steinsson Höfundur er félagsráðgjafi fyrir Alz- heimerssjúka á LSH Landakoti og hefur gert rannsókn á aðstæðum sjúklinga sem eru yngri en 65 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.