Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KENNARAVERKFALL Verkfall grunnskólakennarahófst í gær eftir að slitnaðiupp úr viðræðum á sunnu- dagskvöld. Það nær til um fjögur þúsund kennara og skólastjórnenda og eru nú um 45 þúsund nemendur á aldrinum sex til 16 ára án kennslu. Ljóst er að mikið ber á milli í samn- ingaviðræðum launanefndar sveitar- félaga og Félags grunnskólakenn- ara. Deilan snýst vitanlega um kaup og kjör og er vinnutími kennara lykilat- riði. Eins og fram kom í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu á fimmtudag er skýringin á því tvíþætt. Í síðustu kjarasamningum voru gerðar breyt- ingar á vinnutíma kennara, sem hafa verið umdeildar og forustumenn kennara telja að hafi ekki verið fram- kvæmdar í samræmi við ákvæði samninga. Samkvæmt breytingunum fengu skólastjórar meira vald til að stýra vinnu kennara og telja kenn- arar að það hafi í reynd leitt til þess að þeir hafi þurft að taka á sig meiri vinnu. Hinn þátturinn er kennslu- skyldan, sem kennarar vilja draga úr með þeim rökum að sífellt sé verið að krefjast þess að þeir taki að sér auk- ið foreldrasamstarf og önnur verk, sem þeir þurfi tíma til að sinna. Á undanförnum árum hefur dregið í sundur með grunnskólakennurum og framhaldsskólakennurum í laun- um. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær voru meðalheildarlaun kennara 212 þúsund krónur í lok árs 2001 og 253 þúsund krónur í lok árs 2003. Hækkuðu launin því um 20 af hundraði. Á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun framhaldsskóla- kennara úr 221 þúsund krónum í 335 þúsund krónur, eða 50 af hundraði. Síðustu samningar framhaldsskóla- kennara voru gerðir eftir átta vikna verkfall þeirra í lok ársins 2000. Laun grunnskólakennara hafa hækkað ívið meira en laun á almenn- um markaði á sama tíma, en minna en laun opinberra starfsmanna. Segja má að grunnskólakennarar hafi nokkuð til síns máls þegar horft er til þess hve mikið hefur dregið í sundur með þeim og framhaldsskóla- kennurum upp á síðkastið. Ógerningur er að segja til um það hversu lengi þetta verkfall mun standa, en það er hagur allra að það leysist sem fyrst. Verkfallið nú er það níunda, sem eitt eða fleiri félög kennara standa að frá því að opin- berir starfsmenn fengu verkfallsrétt á áttunda áratugnum. Þetta er öðru sinni, sem grunnskólakennarar leggja niður vinnu frá því að sveit- arfélögin öxluðu ábyrgð á grunnskól- unum. Fyrra skiptið var í október 1997 og fóru grunnskólakennarar þá í verkfall í einn dag. Verkfall kennara getur haft marg- vísleg áhrif, sérstaklega ef það stendur lengi. Mikið hefur verið fjallað um þá erfiðleika, sem verk- fallið skapar í atvinnulífinu, bæði fyrirtækjum og foreldrum, en mik- ilvægast er að hafa börnin sjálf í huga. Inga Dóra Sigfúsdóttir, doktor í félagsfræði, segir í Morgunblaðinu í gær að kennaraverkfall muni koma verst niður á þeim börnum, sem standi höllum fæti auk þess, sem það auki almennt líkur á frávikshegðun barna og andlegri vanlíðan. Hlutverk kennarans verður seint ofmetið. Mörgum er kennsla hug- sjónastarf, en ljóst er að eftir því sem betur er búið að kennurum eflist stétt kennara nemendum til hags- bóta. Þeir, sem nú sitja við samn- ingaborðið, þekkja stöðuna. Samn- ingamenn sveitarfélaganna hafa einhverja hugmynd um hvað kenn- arar eru tilbúnir að láta bjóða sér. Samningamenn kennara vita hvað sveitarfélögin þola. Samningamenn beggja vegna borðsins geta nú lagt upp í langt þreytistríð, en þeir vita að það er þeirra að vinna af heilind- um að því að finna leið til þess að koma í veg fyrir að verkfallið dragist á langinn. VERÐSKULDAÐUR MEISTARATITILL FH-ingar eru Íslandsmeistararkarla í knattspyrnu og er liðið vel að titlinum komið. FH hefur sýnt mest tilþrif íslenskra fé- lagsliða í knattspyrnu í sumar. Þetta á ekki aðeins við um Íslands- mótið, heldur einnig bikarkeppnina þar sem liðið keppir í undanúrslit- um um helgina auk þess sem FH- ingar hafa slegið tvö lið úr UEFA- keppninni. FH tapaði aðeins einum leik á tímabilinu. Sóknarleikur liðs- ins hefur verið hvass og vörnin þétt fyrir, enda skoraði aðeins eitt lið fleiri mörk á Íslandsmótinu og ekk- ert lið fékk jafnfá mörk á sig. Allir leikmenn liðsins hafa leikið vel, en rétt er þó að nefna sér- staklega þátt fyrirliðans, Heimis Guðjónssonar, eins öflugasta mið- vallarleikmanns landsins, sem hef- ur leikið knattspyrnu í efstu deild í 19 ár með fjórum liðum og hampar nú loks helstu viðurkenningu ís- lenskrar knattspyrnu. Þetta er fyrsti Íslandsmeistara- titillinn í 75 ára sögu FH, en liðið hefur leikið í efstu deild frá árinu 1975. Á þeim tíma hefur liðið leikið undir stjórn 19 þjálfara. Þessi titill er því langþráður í Hafnarfirði og var að vonum fagnað vel. Einn FH- ingur, sem átti stóran þátt í að tryggja árangur liðsins í sumar, var þó ekki viðstaddur. Þórir Jóns- son, fyrrverandi formaður knatt- spyrnudeildar FH, leikmaður og þjálfari, lést í bílslysi í maí og fór vel á því að honum var tileinkaður titillinn. Blaðamaður Morgunblaðsins komst svo að orði þegar hann lýsti andrúmsloftinu á Akureyri þar sem FH-ingar tryggðu sér titilinn í síð- ustu umferð mótsins á sunnudag: „FH-ingar réðu sér vart fyrir kæti og kveiktu á blysum og stemningin var eins og á Ítalíu eða Spáni. Síð- an var sungið og hrópað og allt ætl- aði um koll að keyra þegar Heimir Guðjónsson fyrirliði lyfti bikarn- um.“ Það er rétt að óska Hafnfirð- inginn til hamingju með Íslands- meistaratitilinn. S ýningin er sú yfirgrips- mesta sem haldin hefur ver- ið á verkum Louisu Matthíasdóttur til þessa. Þar gefur að líta 100 olíu- málverk, vatnslita,- og past- elmyndir og teikningar sem spanna 60 ára feril lista- mannsins. Verkin hafa verið fengin að láni frá söfn- um og úr einkaeign í Bandaríkjunum og á Íslandi auk þess að vera í eign fjölskyldu Louisu og hafa sum þeirra verka aldrei ver- ið sýnd áður. Sýningunni er fylgt úr hlaði með sýning- arskrá þar sem er að finna greinar eftir list- fræðingana Nicholas Fox Weber, forstöðu- mann Joseph og Anni Albers-stofnunar- innar, og Pétrúnu Pétursdóttur, forstöðu- mann Hafnarborgar, auk þess sem Temma Bell, dóttir Louisu, skrifar minningar um móður sína. Í grein sinni „Heimsborgari í litlum heimi“, bendir Pétrún á sjálfstæði Louisu í nálgun sinni við málverkið og hversu heild- stætt höfundarverk hennar sé. Hún hafi t.d. ekki aðhyllst annaðhvort abstraklist eða raunsæisstíl eins og margir félagar hennar og vinir í New York heldur þvert á móti náð að sameina hvort tveggja í persónulegri sýn sem hún hafi sinnt af ein- beitni og trúfestu frá því snemma á ferli sín- um. Lýsa hlýju og einlægri lífsgleði Fox Weber segir verk Louisu byggjast á hefð franska málverksins og listamanna eins og Cézanne og Matisse og þó að gjarnan séu dregin fram svokölluð norræn stíleinkenni í verkum hennar, þögull og kaldur einfald- leiki, og litanotkun sem einkennist af kröft- ugum andstæðum skærra litra og skarps samspils ljóss og skugga, þá þyki honum þvert á móti verk listamannsins lýsa hlýju og einlægri lífsgleði. Það er afar persónulegur bragur á sýning- unni því Louisa sótti myndefnið í sitt nán- asta umhverfi, eins og sjá má af fjölda mál- verka þar sem Temma situr fyrir hjá móður sinni á ýmsum aldursskeiðum. Sjálfsmyndir Louisu eru einnig nokkrar og það er í tveim- ur þeirra, frá 1966 og 1999, sem þróun í verkum Louisu kemur hvað skýrast fram. Þar má glöggt sjá þróun í átt til meiri ein- faldleika, hvernig myndflöturinn verður hreinni, formræn uppbygging skarpari og teikning minni, auk þess sem andstæður dökkra og ljósra lita verða meiri. Reynt að sýna helstu einkenni á ferlinum Norræna húsið vann að sýningunni í nánu samstarfi við Temmu Bell auk Úllu I. Kjar- val sem er elst fjögurra dætra Temmu. Temma segir að vissulega hafi þeim verið van ver ver jaf ára dre teik inu Lo hön síð E Tem van gar hlý líti sé á r auð útr þar efn hen lag má V min for hen en svo haf næ úru Að ýkj „Temma sitjandi í sófa“, frá 1966. Olía á striga. Málað af ást Yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur verður opnu í New York. Móttaka vegna opnunar sýningarinnar verður h mánudag, 27. september, að viðstöddum Geir H. Haarde fjár Stefánsdóttir segir frá sýningu sem spannar 60 ára feril afka bjó stærstan hluta ævi sinnar í NewYork þó að Ísland hafi al „Sjálfsmynd með rauðan skýluklút“, frá ca. 1990. Pastelteikning á pappír. Eitt verka Louisu sem ekki hefur verið sýnt áður. „Reykjavíkurhöfn“, frá 1991. Olía á striga. hul

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.