Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég las á dög- unum ummæli Val- gerðar Sverrisdóttur um að „batnandi mönnum“ væri „best að lifa“ varð ég ofboðslega reið- ur. Ég túlkaði ummælin sem svo að fólk sem ekki vildi stóriðju, álver og virkjanir út um allar trissur væri vont, heimskt eða sjúkt fólk, enda örugglega það sem blessunin átti við. Ég er ekki frá því að ég sé svolítið sloj af einhvers konar þrálátri pest náttúruástar. Ég skrifaði viðhorf í blindri reiði þar sem ég bölsót- aðist í réttlátri kaldhæðni út í Valgerði og allar hennar rang- hugmyndir. Sérstaklega var ég reiður út í þá fölsku og hræsnis- fullu „gjöf“ sem stækkun Skafta- fellsþjóðgarðs er. Ég gæti eins gefið ættingjum mínum tómar kókómjólk- urfernur í jólagjöf og kallað þær gjafir, svo mikið gildi hefur sú „friðun“ sem felst í stækkuninni. Sem betur fer tafðist birting Viðhorfsins og vitur og góður maður benti mér á að sjaldan væri gott að skrifa í uppnámi. Svo rann af mér mesta reiðin og ég fylltist meiri vorkunn og sam- úð en nokkru öðru. Og ég ákvað að halda mig við skrif um hið mannlega, en þó ekki svo óskylt efninu. Í anda fyrri skrifa minna ákvað ég að virkja breyskleik- ann, virkja afurð reiði minnar og halda áfram skrifum um fólk og hið mannlega. Náttúruverndarsinnar eru oft skrýtið fólk, sérstaklega þeir sem láta til sín taka. Þetta má í raun segja um flesta svonefnda „aktívista“ eða „atvinnumótmæl- endur“, eins og sumir hafa kosið að kalla þá, fólk sem tekur virk- an þátt í heitum málefnum og lætur sig þau varða. Við eigum það til að koma undarlega fyrir, virðast sundurleitur hópur íklæddur undarlegum fötum, fæst okkar í jakkafötum og enn færri samsamast viðteknum gildum og venjum samfélagsins, því við höfum ólíkt gildismat. Það er vegna þessa ólíka gild- ismats sem við höfum hátt og tökum upp á ýmiss konar mót- mælum. Þeir sem eru nær venj- unni í sínu gildismati eru kannski bara svekktir út af stór- iðjuáformunum, en ekki nógu svekktir til að rjúka út á göt- urnar. Það er þetta ólíka gild- ismat sem knýr áfram sam- félagsbreytingar. Einu sinni þótti þrælahald sjálfsagt og fólk sem barðist gegn því þótti í besta falli furðu- legt. Þá þótti hugmyndin um kosningarétt kvenna hræðileg og Súffragetturnar voru taldar hin- ar mestu skessur. Réttindabar- átta homma og lesbía var líka lengi vel málefni „sérstaks fólks“. Umhverfishreyfingin er í raun á svipuðum stað í dag. Við erum dálitlir sérvitringar, fólk sem hefur aðra lífsreynslu en margt fram að færa. Við erum kannski ekki „venjuleg“, en við erum „eðlileg“. Við fylgjum okk- ar eðli, okkar skynjun og tilfinn- ingum, þó við séum ekki eins og fólk er flest. Við erum gædd heilbrigðri skynsemi, en við byggjum hana bara á öðruvísi reynslu. Það er erfitt að vera öðruvísi, að vera ekki venjulegur. Þegar sjónvarpið sýnir frá mótmælum náttúruverndarsinna, friðarsinna eða annarra „atvinnumótmæl- enda“ og tekur viðtal við þá, er það fyrsta sem fólk hugsar gjarnan: „En hvað þetta er skrýtin manneskja!“ Og einhvers staðar í hyldýpi heilans lokar einhver heilastöð á þann mögu- leika að nokkuð sem þessi óvenjulega manneskja segir geti verið skynsamlegt, því hún er svo furðuleg. Og eins og allir vita getur enginn óvenjulegur maður verið skynsamur. Hins vegar gæti snyrtilegur karl- maður í jakkafötum sagt að jörð- in væri flöt og sjónvarpsáhorf- endur myndu hreinlega þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ályktuðu að hann hlyti að hafa verið að grínast, þessi snyrtilegi venjulegi maður. Fólk sem er ekki venjulegt er þannig gjarnan sett í nokkuð ójafna stöðu. Allir hafa fordóma, bæði með- vitaða og ómeðvitaða og for- dómar beinast gegn því sem er framandi. Fólk sem berst fyrir málstað, fólk með stórar og ríkar hugsjónir um náttúruvernd, mannréttindi eða friðarstarf, setur veraldleg gæði gjarnan aftar í röðina. Þetta fólk verður fyrir vikið gjarnan talið skrýtið í samfélagi sem snýst um bíla, hús, peninga og flott líf. For- gangsröðunin er önnur og þar af leiðandi er fólkið tortryggilegt. Það lítur öðruvísi út, við þekkj- um það á götu sem ofvita eða „tilfinningaverur“, „lopapeysu- hippa“ og „listaspírur úr 101“, jafnvel „MH-inga“. En þetta er eðlilegt fólk með eðlilegar þarfir og tilfinningar, ríka réttlæt- iskennd og skynsemi. Þetta fólk eyðir bara gjarnan tíma sínum í annað en að leita að flottustu fötunum, eltast við peninga og læra að tala mál nútímamanns- ins. Ykkur að segja vildi ég mun frekar vera eðlilegur en venju- legur. Þegar mér berast fréttir af breskum þingmönnum sem finnast bráðkvaddir með epli í munninum íklæddir einhvers konar leðurdulum eða grísabún- ingi er það fyrsta sem ég hugsa „Jæja, var nú enn einn „íhalds- normallinn“ að springa?“ Fólk sem rembist við að vera venju- legt og afneitar því algjörlega sem eðlið býður því, frestar ein- ungis hinu óhjákvæmilega, að eðlið springi út í allri sinni mekt. En eins og eðlið er fagurt ef því er hleypt út jafnt og þétt getur það orðið algjör gröftur og við- bjóður ef menn halda því inni þangað til það springur. Það að vera eðlilegur er mannleg nauðsyn, að segja það sem manni finnst, leyfa sér að upplifa og dreyma og hrópa út í loftið, hlæja hátt (eða lágt, ef manni býður svo við að horfa) og lifa lífinu lifandi. Það að vera venjulegur er hins vegar sam- félagsleg ánauð, að kreista fram tilveru sína inni í fyrirfram sniðnu formi. Sýnum óvenjulegu fólki umburðarlyndi og skilning og tökum mark á því. Eðlilegur eða venjulegur „Og einhvers staðar í hyldýpi heilans lokar einhver heilastöð á þann mögu- leika að nokkuð sem þessi óvenjulega manneskja segir geti verið skynsamlegt, því hún er svo furðuleg.“ VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ✝ Guðbjörn SigfúsKristleifsson fædd- ist í Reykjavík 17. jan- úar 1960. Hann andað- ist á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi föstudaginn 10. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Kristleifur Guð- björnsson, húsgagna- bólstrari og fyrrver- andi lögreglumaður, f. 14. ágúst 1938, og Margrét Ólafsdóttir húsmóðir, f. 20. apríl 1941, búsett í Mos- fellsbæ. Guðbjörn var elstur fjög- urra systkina, hin eru: 1) Gunnar Ólafur, f. 1. nóvember 1965, kvænt- ur Þrúði Finnbogadóttur, f. 25. febrúar 1965. Þau eiga tvö börn og búa í Mosfellsbæ. 2) Unnur Sigur- rún, f. 20. janúar 1967, gift Arnari Ingólfssyni, f. 28. maí 1971. Þau eiga tvö börn og eru búsett í Reykjavík. 3) Hanna Margrét, f. 12. apríl 1972, búsett í foreldrahúsum. Guðbjörn kvæntist 9. mars 1988 Ósk Reykdal Árnadóttur, f. 17. nóvember 1964. Þau eiga þrjú börn, Tinnu, f. 3. maí 1990, Davíð Árna, f. 2. októ- ber 1991 og Alex, f. 14. janúar 1993. Fyrir átti Guðbjörn soninn Kristleif Trausta, f. 6. október 1980, með Guðlaugu Georgsdóttur. Guðbjörn starfaði allan sinn starfsaldur sem sjómaður, lengst af á Grandatogaranum Ásbirni RE-50. Útför Guðbjörns fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sonur minn er dáinn, það vita ekki aðrir en þeir sem reynt hafa hversu sárt það er að missa afkvæmið sitt í blóma lífsins. Minningarnar þyrlast upp hver af annarri. Guðbjörn fæddist í heimahúsi hjá afa sínum og ömmu, foreldrum móður sinnar, að Kirkjuteig 16 í Reykjavík, en það var þá þegar sjaldgæft orðið þótt það hafi tíðkast fyrr á árum. Hann var góður og þægur drengur, þrjóskur nokkuð en tápmikill og hraustur. Fyrsta minning um tilsvar frá honum var kvöld eitt á miðsumri þegar strákur var þriggja ára og var í bílaleik í sandkassa á Kirkjuteignum, þá kemur maður nokkur og segir við strák: „Hann pabbi þinn var að vinna á vellinum.“ Hann leit ekki upp frá leik sínum en svaraði: „Hann pabbi minn vinnur alltaf.“ Þetta var á þeim árum sem ég var ennþá að sprikla í íþróttum. Guðbjörn hafði aldrei neinn sérlegan áhuga á íþróttum. Skotveið- ar voru hans líf og yndi og það var ekki nema í verstu veðrum sem veiði- túr var sleppt í fríum á veiðitíma. Ég var einnig mjög áhugasamur um slík- ar veiðar og með Guðbjörn fór ég á fjall í fyrsta sinn þegar hann var 9 ára, þetta var 3. sept. 1969. Strákur var hinn sperrtasti og gaf sig hvergi á göngunni. Strax í fjallabrúnunum féllu þrjár gæsir sem hann vildi svo bera áfram í fjallinu. Þetta var full- mikill burður fyrir strák, en hann neitaði að sleppa einni og lengi vel bar hann eina og þegar ég spurði hann með skömmu millibili hvort hann væri ekki orðinn þreyttur var svarið nei. Eitthvað heyrði ég kvakað um það að verið væri að ofgera drengnum og villimennska að fara með hann til að drepa fugla, en veiðieðlið var ráðandi hjá honum til hinstu stundar. Guð- björn var mikil skytta og féll nánast allt sem hann beindi byssu að. Hann var mjög útsjónarsamur veiðimaður og fengsæll. Veiðiferðir okkar saman ásamt bróður hans, Gunnari, voru nánast óteljandi og alltaf skemmtileg- ar hvort sem ekkert fékkst eða eitt- hvað, því útivistin í berjalöndum og að njóta náttúrunnar var okkur sameig- inleg nautn. Skólaganga var ekki löng, hann kláraði sitt skyldunám og þrátt fyrir að það gengi ágætlega þá var honum erfitt að vera í skólastofu þegar vor- aði, hann vildi þá vera úti við störf. Guðbjörn hóf störf hjá Granda í upp- skipunargengi 17 ára, síðan fór hann á sjóinn um tuttugu ára aldurinn. Var síðan á sjó, lengst af á togaranum Ás- birni RE-50 til dauðadags. Nánast alltaf þegar hann kom í land kastaði hann kveðju á gamla settið, kom þá gjarnan með fisksporð í soðið, sér- staklega þegar um var að ræða ein- hvern óvanalegan fisk, því sá gamli vildi prófa sem flest. Í upphafi bú- skapar okkar foreldra Guðbjörns, var það vorboði að fá rauðmaga í soðið, gjarnan sóttur til karlanna á Ægissíð- unni. Síðustu áratugina varð þessi vorboði dálítið snemma á ferðinni því Guðbjörn kom færandi hendi með rauðmaga í janúar. Guðbjörn var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og sterkur. Hann var ber- serkur til vinnu og hugurinn var ódrepandi á veiðum. Það verða þung spor fyrir mig og Gunnar bróður hans að hafa hann ekki með í ferðir næstu haust. Far í friði sonur. Kristleifur Guðbjörnsson. Þriðjudaginn 7. sept fór ég með þér í bíltúr að leita að gæsum, ekki datt mér í hug að það yrði okkar síðasti bíl- túr saman. Því síðar þann dag fékkstu blóðtappa við heila, sem varð þess valdandi að þú kvaddir þetta jarðlíf 10. sept. Maður er aldrei sáttur þegar menn á besta aldri, og fílhraustir þar að auki, eru teknir frá manni en þá er bara að ylja sér við allar góðu minn- ingarnar og þær eru margar. Ég man vel þegar við fórum með pabba á veið- ar í Þjórsárdal, ég 6 ára og þú 11 ára og pabbi skaut 5 helsingja og einn kom hlaupandi á móti okkur særður og þú skutlaðir þér á hann eins og toppmarkmaður í knattspyrnu. Þú varst veiðimaður góður og skytta mikil og þú kenndir mér margt. Íþróttaiðkun átti nú ekki mikið upp á pallborðið hjá þér en þú fylgdist nú með boltanum, en ég man eitt skiptið þegar ég skráði þig til móts í frjálsum í fjórum greinum í Mosfellssveit að þú varst nú ekki kátur með litla bró en lést þig hafa það að mæta og vannst allar fjórar greinarnar sem þú keppt- ir í og skammaðir mig fyrir að hafa ekki skráð þig í fleiri greinar. Alltaf yljuðu símtölin frá þér þegar þú hringdir af sjónum til að láta vita að þú værir væntanlegur í land og hvar væri helst að bera niður til að ná í gæs. Kæri bróðir, ég og gamli maðurinn hann pabbi, eigum eftir að sakna þín sárt þegar við höldum til veiða, en ég veit að þú munt fylgjast með okkur og leiðbeina okkur svo að við fáum að minnsta kosti eina gæs. Hvíl í friði, kæri bróðir. Gunnar Ólafur Kristleifsson. Síminn hringir, það er mamma. Guðbjörn er á leiðinni upp á spítala. Ég fór og hitti hann. Komið hafði í ljós að hann væri með blóðtappa í höfðinu. Eftir að hafa talað við hann fór ég svo heim og taldi að um nokkurra vikna endurhæfingu væri að ræða. En svo reyndist ekki vera þar sem hann var allur þrem dögum síðar. Eftir situr maður gjörsamlega dofinn, maður skilur þetta ekki. Maður á besta aldri hrifinn burt frá fjórum börnum, eig- inkonu, foreldrum, systkinum og vin- um. Guðbjörn var elstur af okkur systk- inum svo minningarnar eru margar. Gæsaveiði var í miklu uppáhaldi svo margar eru þær veiðisögurnar sem ég heyri. Gott er til þess að vita að daginn sem hann veiktist var hann að koma úr veiðiferð ásamt Gunna bróð- ir okkar og hafði þetta verið hin ágæt- asta ferð. Guðbjörn var búinn að vera á sjó í meira en 20 ár og þegar vont var veður var maður alltaf með hug- ann hjá honum og verður það sjálf- sagt áfram því mér finnst eins og hann sé úti á sjó og komi fljótlega í land aftur. Hvíl í friði, elsku bróðir. Þín systir Unnur. Minn ástkæri bróðir er farinn, langt fyrir aldur fram. Þegar ég heyrði að Guðbjörn væri farinn kom fram í huga mér síðasta skiptið sem ég hitti hann. Það var að morgni þriðjudagsins 7. september. Ég var að horfa á sjónvarpið þegar hann kemur sposkur á svip til mín, ýtir á öxlina á mér eins og hann gerði oft og spyr „manstu orðið“, ég svara mjög stuttaralega „nei“ og hann fer hlæj- andi út. Hann var á leið í gæsatúr með Gunnari bróður okkar. Gæsaveiðar voru hans áhugamál og alltaf þegar fór að hausta fór hann að ókyrrast, vildi þá komast til fjalla. Þetta orð sem hann var að tala um sagði hann í einu af okkar mörgu samtölum þegar ég var að skutla honum á sjóinn eins og ég kallaði það. Ég ætlaði svo að muna eina ákveðna setningu sem hann sagði í síðasta skutlinu, til að segja vinum mínum. Það voru mörg samtölin sem fóru ekki lengra en bíll- inn minn þá talaði hann oft sitt eigið tungumál, orð sem ég hafði aldrei heyrt og hann hafði gaman af að sjá svipinn þegar ég sagði, ha hvað mein- ar þú? Alveg frá því ég man eftir mér hafði hann verið á sjó og var mjög stoltur af skipinu sínu Ásbirni RE-50. Sagði stundum í gríni að það hefði góð áhrif að láta mig keyra sig, þá veiddu þeir vel. Ég fór með honum á nokkur sjómannaböll og man sérstaklega eft- ir einu skipti. Ég sat á milli Guðbjörns og eins skipsfélaga hans sem var jafn sterklega vaxinn og Guðbjörn, ég man mér fannst ég lítið peð á milli þessara manna og það þurfti lagni til að geta borðað því þétt var setið. Oft talaði hann um börnin sín og hvað þau höfðu fyrir stafni, hann var svo mikill barnakall og stoltur af þeim og fannst þau vaxa alltof hratt. Ég hélt tveimur börnum þeirra undir skírn sem voru ógleymanlegar stundir. Ég mun alltaf muna eftir brosinu hans stóra bróður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði, kæri bróðir. Hanna Margrét Kristleifsdóttir. Við kveðjum þig, kæri mágur og frændi, og þökkum þér þær stundir sem við áttum saman. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hinsta kveðja Þrúður, Helga Rún og Finnbogi Þór. Þegar ég frétti að Guðbjörn vinur minn væri látinn féll ég alveg saman, mér var hugsað til fjölskyldu hans, eiginkonu og barna. Þvílíkt áfall það er fyrir börnin á unga aldri að missa föður sinn, maður í blóma lífsins, að- eins 44 að aldri, það er erfitt að sætta sig við það. Við vorum búnir að vera saman til sjós yfir 20 ár á sama skip- inu, það er langur tími og verður erfitt að sætta sig við að Guðbjörn vanti í hópinn. Guðbjörn var vinur vina sinna, greiðvikinn, einn af þessum sem kunnu ekki að segja nei. Við frá- fall hans vakna minningar þar sem við brölluðum mikið saman í gegnum tíð- ina, minningarnar mun ég geyma. Jæja vinur, nú ert þú farinn í þína hinstu för, sem bar of skjótt að. Vinur, þín verður sárt saknað og kærar þakkir fyrir þær stundir sem við átt- um saman. Fjölskyldu og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Guðni Már Óskarsson. GUÐBJÖRN SIGFÚS KRISTLEIFSSON  Fleiri minningargreinar um Guðbjörn Sigfús Kristleifsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Áhöfnin á Ásbirni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.