Morgunblaðið - 21.09.2004, Page 32

Morgunblaðið - 21.09.2004, Page 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Lalli lánlausi © LE LOMOMBARD FÓLK ELSKAR MIG... VEISTU AF HVERJU? FÓLK ELSKAR MIG VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER SÆTUR! OG ÞÚ ERT........ ÞÚ ERT AÐ HRÖRNA VIÐ SKULUM SJÁ HVERSU GOTT SPARK “SÆTUR” ÞOLIR JARFINN ER MERKILEGT DÝR ÞEGAR HANN ER AÐ LEITA EFTIR EINHVERJU Í FJARSKA ÞÁ SKÝLIR HANN AUGUNUM MEÐ LOPPUNNI HANN ER EINA DÝRIÐ FYRIR UTAN MANNINN SEM GETUR ÞAÐ HVER ÞARF ÞESS? HVAÐ ERTU AÐ GERA? PABBI ÆTLAR AÐ SLÁ, ÞANNIG AÐ ÉG ÞARF AÐ TAKA UPP ALLT SPREKIÐ Í GARÐINUM HANN VILDI AÐ ÉG FENGI AÐ FINNA FYRIR GLEÐINNI SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA EITTHVAÐ AF HEILUM HUG, OG GERA ÞAÐ VEL OG GEKK ÞAÐ? ÉG HELD ÞAÐ ÉG HELD AÐ HANN HAFI ÆTLAÐ AÐ KENNA MÉR AÐ ÞAÐ FYLGIR ÞVÍ ENGIN GLEÐI GÓÐAN DAGINN FRÚ HERMÍNA JÆJA LÚÐVÍK, ERTU KOMINN Í LANGT SUMARFRÍ? ÉG ÆTLA AÐ TÆMA HUGANN AÐEINS NÉI BRÉF FRÁ LALLA EN FALLEGT HANN ER EKKI SVO SLÆMUR STRÁKUR, HANN LALLI SEM SAGT... EIGÐU FRÁBÆRT (EN STUTT) SUMARFRÍ. KVEÐJA, LALLI ÉG HEFNI MÍN KÆRI HERRA. ÉG ÆTLA AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ ÓSKA ÞÉR GÓÐS SUMARFRÍS... HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR, ÞVÍ EFTIR TVO MÁNUÐI HEFST NÝTT SKÓLAÁR... ÞÚ MÁTT SAMT EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ EINS OG UNDANFARIN ÁR TEK ÉG TIL STARFA DAG EFTIR DAG, KLUKKUTÍMA EFTIR KUKKUTÍMA... AÐ ÓGLEYMDUM ÖLLUM ÞEIM TRUFLUNUM Á KENNSLU SEM ÉG Á EFTIR AÐ VALDA DAG EFTIR DAG, KLUKKUTÍMA EFTIR KLUKKUTÍMA.... Dagbók Í dag er þriðjudagur 21. september, 265. dagur ársins 2004 Víkverji er áhuga-maður um menn- ingu og listir, en jafn- framt áhugamaður um skynsamlega nýt- ingu opinberra fjár- muna. Og þar sem hann á börn á há- skólastigi, sem fyrir löngu eru farin að vakna til vitundar um menningarlífið og þau auðævi sem þar liggja, er hann stund- um að velta því fyrir sér af hverju innheimt er fé af nemendum sem vilja sækja menningarviðburði þá er ríki og borg standa að. Hvern- ig stendur t.d. á því að eldri tónlist- arnemendur fá ekki ókeypis inn á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á meðan húsrúm leyfir? T.d. síðustu mínúturnar fyrir tónleika. Og hvernig stendur á því að náms- fólk á öllum aldri fær ekki ókeypis inn á Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur? Varla er það vegna þess að þar sé alltof þröngt á þingi. x x x Víkverji er þeirra skoðunar aðstundum þurfi að horfa heild- stætt á hlutina og að ríki og borg sem sjá auðvitað um nánast alla menntun í landinu ættu að víkka aðeins sjóndeildarhringinn yfir á menningarsviðið þar sem mikið og gott starf er rekið sem nýta mætti betur en gert er í þágu mennt- unar í landinu. Vík- verja er að sjálfsögðu ljóst að grunn- skólabörn, og jafnvel framhaldsskólabörn sækja þessi söfn heim og fá frábæra leiðsögn í gegnum sýningar – en það starf nær ekki til þeirra sem eldri eru. Há- skólanemar t.d. eru án efa oft aura- lausari en unglingarnir sem búa í heimahúsum. Það væri ómetanlegt fyrir há- skólanema að komast á listasöfnin án þess að greiða aðgangseyri og sömuleiðis stundum á tónleika (jafn- vel þó að það ætti aðeins við um tón- listarnema vegna sætafjöldans). Og þá eru ekki talin öll hin söfnin; Þjóð- minjasafnið, Árbæjarsafnið og jafn- vel söfnin úti á landi. Varla er um svo stóran hóp að ræða að aðsóknin yrði óviðráðanleg. Slíkur stuðningur við unga fólkið í landinu myndi líka án efa skila sér í betur upplýstu og víðsýnna fólki. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Salurinn | Óvenjulegt samspil hljóðfæra mun hljóma fyrir gesti Salarins í Kópavogi annað kvöld, þegar þau Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage leiða saman hesta sína í tilefni af útgáfu nýs geisladisks. Þau Gunnar og Elísabet voru við æfingar á heimili Elísabetar þegar ljósmyndara bar að garði. „Við höfum spilað smávegis saman á tónleikum áður og vorum svo hrifin af þessari hljóðfærasamsetningu og fannst þessi gullni gegnsæi hljómur hörp- unnar falla svo afskaplega vel að þessum dökka og fagra tóni sellósins. Það var eitthvað alveg sérstakt sem gerðist þegar þessi hljóðfæri voru leidd saman,“ segir Gunnar, en geisladiskurinn verður einmitt til sölu í Salnum annað kvöld. Morgunblaðið/Kristinn Samsöngur sellós og hörpu í Salnum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Rm. 15, 15, 13.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.