Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 33 Heimildarmynd RóbertsDouglas, „Slá í gegn –Mjóddin“ eða „Smallmall“ eins og hún nefnist á ensku, fékk hinar ágætustu við- tökur í Toronto þar sem hún var tek- in í söluumboð af Josh Braun og Rog- er Kass, sem eru sömu söluaðilar og sáu um myndirnar Spellbound, sem tilnefnd var til óskarsverðlauna, og Super Size Me. Myndin var sýnd á al- mennum sýningum tvisvar fyrir fullu húsi og komust færri að en vildu. Þá urðu mikil fagnaðarlæti í seinna skiptið sem myndin var sýnd. Einnig var hún sýnd einu sinni á sýningu sem er eingöngu ætlað fyrir blaða- menn og kvikmyndageirann, þar sem henni var afar vel tekið og klappað mikið í lok sýningar, sem ku vera sjaldgæft á slíkum sýningum. Tímaritin Now Magazine og The Festival Daily gáfu mynd Róberts einnig mjög góða dóma og kveðst hann afar ánægður með viðtökurnar. „Við eigum í viðræðum við Jean Doumanian Productions um sölu og frekara samstarf, en þeir hafa séð um framleiðslu mynda Woody Allen, frá því hann gerði Bullets Over Broad- way,“ segir Róbert. „Einnig hafa önnur fyrirtæki sett sig í samband við okkur útaf Mjóddinni og öðrum verk- um.“ Róbert segir þó viðbrögð íslenskra sjónvarpsstöðva ekki fagnaðarefni, en Ríkissjónvarpið vilji ekki kaupa myndina og Stöð 2 vilji ekki einu sinni horfa á hana. Þá hafi kvikmynda- húsin takmarkaðan áhuga á henni. Hversu mikilvægar eru íslenskir aðilar sem bakhjarlar kvikmynda- gerðarmanna? „Þeir skipta töluvert miklu máli, sérstaklega Ríkissjónvarpið, að þeir kaupi myndir sem við kvikmynda- gerðarmenn erum að gera. Sérstak- lega þar sem kvikmyndasjóður hefur styrkt myndina og er þá talið að hún eigi að eiga einhverja samleið við ís- lenska áhorfendur. Kaup sjónvarps- stöðva á myndum er vissulega nauð- synlegur hluti af fjármögnun þeirra. Auðvitað ræðst maður í gerð kvik- mynda án þess að sjónvarpið sé til- neytt til að kaupa þær, en ef myndin er búin að fá góðar viðtökur erlendis finnst manni að Ríkissjónvarpið ætti að gefa Íslendingum tækifæri til að sjá hana.“ Hvaða þýðingu hefur áhugi þess- ara erlendu aðila fyrir þig? „Þetta hefur auðvitað mikla þýð- ingu. Til dæmis hefur verið auðveld- ara að fjármagna „Strákana okkar“ erlendis. Mér var sýndur meiri áhugi í Toronto, nú í annað skiptið sem ég kom, en þessi hátíð er tekin mjög al- varlega. Það skiptir máli, fyrir kvik- myndagerðarmenn að geta lifað af þessu og að maður eigi tækifæri til að gera kvikmyndir eða fá erlendan pen- ing til að gera íslenskar kvikmyndir.“ Kvikmyndagerð | Kvikmyndagerðarmaðurinn Róbert Douglas vakti athygli í Toronto Afar þýðingarmikill meðbyr  Róbert Douglas er fæddur í Reykjavík árið 1973. Hann lauk stúdents- prófi frá Causeway Art Institution í Ulster og hefur síðan unnið við sjálfstæða kvikmyndagerð. Þá vann Róbert einnig fyrir fyrir- tækið Pegasus við gerð auglýs- inga. Meðal kvikmynda Róberts má telja Íslenska drauminn, Mað- ur eins og ég og Slá í gegn – Mjóddin. Róbert er í sambúð með Li Yan Ping og eiga þau saman tvö börn. Skotthúfan á undanhaldi ÉG er mjög ánægð að sjá að notkun skotthúfu íslenska þjóðbúningsins er á undanhaldi. Ég vona að hún hverfi þeim sem vilja eins og skinn- skórnir því hún er bæði óþægileg og óklæðileg. Ég hef þá trú að með frjálsri notkun hennar verði þjóð- búningurinn vinsælli en hann er í dag. Ein á upphlut. Símaskráin í afturför ÉG vil koma á framfæri kvörtun til Símans vegna símaskrárinnar sem mér finnst alltof stór og þung og letrið alltof lítið. Mér dugar tæplega stækkunargler til að geta lesið í henni. Finnst mér að þeir sem sjá um þetta eigi að hugsa um eldra fólkið þegar hugað er að prentun. Dótturdóttir mín á jafnvel fullt í fangi með að lesa símaskrána. Finnst mér þetta mikil afturför og vil að skráin sé löguð. Ellilífeyrisþegi. Gullarmband týndist í miðbænum FANN einhver gullarmbandið mitt sem ég tapaði í miðbæ Reykjavíkur 17. september sl.? Armbandið er með fiðrildamynstri, frekar stórt og er hluti af upphlut. Þetta er erfða- gripur með mikið tilfinningalegt gildi og er sárt saknað. Skilvís finn- andi er beðinn að hafa samband við Siggu í síma 899 7792. Fund- arlaunum heitið! Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 5.088 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru talið frá vinstri: Margrét Lára Baldursdóttir, Ásta Bergrún Birg- isdóttir, Hjörtur Már Ingason, Snorri Örn Birgisson og Svanlaug Guðjóns- dóttir. Listhús Reykjavíkur Höfum verið beðin að útvega verk eftir Louisu Matthíasdóttur og Kristján Davíðsson. Höfum einnig til sölu töluvert úrval af smámyndum eftir Kristján Davíðsson. Listhusreykjavikur.is • Lækjargötu 2a 101 Reykjavík • sími 517 3606 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Be2 Bd7 5. Dc2 Bc6 6. d3 Rbd7 7. Rbd2 Hc8 8. d4 cxd4 9. Rxd4 g6 10. 0–0 Bg7 11. Rxc6 bxc6 12. Rb3 0–0 13. Be3 c5 14. Had1 Dc7 15. f4 Dc6 16. Rd2 Hb8 17. Bf3 Da6 18. b3 Re8 19. Rc4 Rb6 20. Be2 Rxc4 21. Bxc4 Da5 22. e5 dxe5 23. f5 Rd6 24. fxg6 hxg6 Staðan kom upp á sterku skákmóti sem lauk fyrir skömmu á Indlandi. Heimsmeistari alþjóðlegu skák- samtakanna FIDE, Rustam Kas- imdzhanov (2.640), hafði hvítt gegn Emil Sutovsky (2.676). 25. Hxd6! exd6 26. Dxg6 Dxc3 27. Bh6! Dd4+ 28. Kh1 e4 29. Bxf7+ Hxf7 30. Dxf7+ Kh8 31. Dh5 Bxh6 32. Dxh6+ Kg8 33. h3 Dg7 34. De6+ Kh8 35. Hf5 og svartur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. TILBOÐ / ÚTBOÐ Reykjanesvirkjun — Útboð Hitaveita Suðurnesja hf. leitar eftir tilboðum í eftirfarandi vegna byggingar 100 MW raforku- vers á Reykjanesi. Útboð F 0215-8, Stjórnlokar (Control Valves) Óskað er eftir tilboðum í framleiðslu og fob-af- hendingu á stjórnlokum með loftdrifi, stöðu- stilli, stöðugjafa og vara handdrifi. Um er að ræða 26 loka í stærðum frá DN40 til DN500. Æskilegur afgreiðslutími er maí/júní 2005. Útboðsgögn er unnt að nálgast á heimasíðu Hitaveitunnar, www.hs.is. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja hf., Brekku- stíg 36, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en þriðju- daginn 19. október 2004 kl. 10.00. Útboð þetta er auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Hitaveita Suðurnesja hf., Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, sími 422 5200, fax 421 4727, netfang hs@hs.is TILKYNNINGAR Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðsfé- lagsins Hlífar á ársfund Alþýðusambands Íslands, sem haldinn verður á Nordica Hotel í Reykjavík dagana 28. og 29. október 2004. Tillögum með nöfnum 7 aðalfulltrúa og 7 vara- fulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 16.00 föstudaginn 1. október 2004. Tillögunum ber að fylgja meðmæli minnst 50 til 60 félagsmanna. Kjörstjórn Hlífar. I.O.O.F. Rb. 4  1539218 - Í kvöld kl. 19.00 Alfanámskeið 1 og 2. Nýr söfnuður í Reykjavík! Við bjóðum þér að vera með á skemmtilegum samkomum sem marka upphaf nýs safnaðar í Reykjavík! Oslo Kristne Senter er þekkt fyrir að miðla fagnaðarerindinu í frelsi og gleði í Noregi og ætlar nú að stofna nýjan söfnuð í Reykjavík. Þú ert velkomin/n á allar sam- komur sem haldnar verða í Ými tónlistarhúsi Karlakórs Reykja- víkur í Skógarhlíð 20 dagana 21.—24. september kl. 20:00 og einnig helgina 25.—26. septem- ber kl. 14:00. TIL SÖLU R A Ð A U G L Ý S I N G A R Lagersala Í dag og næstu daga seljum við handfæraöngla, 25 og 50 önglar í pakka, „MUSTAD“, stærðir 4/0 til 12/0. „GUMMIMAK“ á sérstöku tilboðsverði meðan birgðir endast. Einnig seljum við öll leikföng með 50% afslætti. Ýmsar fleiri vörur eru á boðstólum á mjög hagstæðu verði. Við erum að hreinsa til og hætta með þessar vörur. Opið er frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga nema föstudaga, þá lokum við kl. 16.00. Lítið við og gerið góð kaup. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. mbl.is ATVINNA ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.