Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 34
DAGBÓK 34 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 trjátegundar, 4 karlmenn, 7 prjónaflík, 8 dulið, 9 strit, 11 vitlaus, 13 spil, 14 styrkir, 15 súg, 17 slæmt, 20 borða, 22 frískleg, 23 býsn, 24 galdrakerlingu, 25 ófús. Lóðrétt | 1 hörfar, 2 hit- ann, 3 geð, 4 málmur, 5 mjúkt, 6 úldna, 10 kostn- aður, 12 megna, 13 fjandi, 15 silakeppurinn, 16 beiskar, 18 hugleysingi, 19 lifað, 20 grátsog, 21 tómt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 ómarkviss, 8 frökk, 9 selja, 10 uni, 11 sting, 13 nærri, 15 sálin, 18 kutar, 21 ála, 22 stóll, 23 fipar, 24 fangaráðs. Lóðrétt | 2 mjöli, 3 rykug, 4 visin, 5 súlur, 6 ofns, 7 bali, 12 nái, 14 æru, 15 sess, 16 ljóta, 17 náleg, 18 kafar, 19 tapið, 20 rýra. Tækni. Norður ♠K1042 ♥ÁG10 ♦KG7 ♣ÁK3 Suður ♠Á95 ♥KD542 ♦Á65 ♣62 Suður spilar sex hjörtu og fær út laufgosa. Hvernig er best að spila? Slemman er mjög sterk: ellefu topp- slagir og sá tólfti líklegur á spaða eða tígul. En til að byrja með er tekið á laufás og trompi spilað þrisvar. Þau liggja 3-2 og vestur hendir tígli í það þriðja. Þá er það spaðinn – hvernig á að spila honum? Tæknilega rétta leiðin er að spila fyrst litlu á níuna heima og taka svo tvo efstu. Þannig má tryggja aukaslag á litinn (a) ef austur á litlu hjónin, (b) ef austur á háspil annað, og (c) ef liturinn brotnar 3-3. Sem telur upp í 74% líkur. Ef spaðinn bregst, má svína tígulgosa eða ... Norður ♠K1042 ♥ÁG10 ♦KG7 ♣ÁK3 Vestur Austur ♠DG63 ♠87 ♥83 ♥976 ♦98432 ♦D10 ♣G10 ♣D98754 Suður ♠Á95 ♥KD542 ♦Á65 ♣62 Hér klikkar bókaríferðin í spaðann og austur á drottninguna í tígli. Óheppilegt, en spilið ætti þó að vinn- ast. Þegar sagnhafi hefur prófað spað- ann, trompar hann lauf heim og tekur síðasta trompið. Vestur þarf að halda í hæsta spaða og þar með að fara niður á tvo tígla. Tíglar varnarinnar eru því 2-2, svo drottningin kemur í ÁK, hvar sem hún felur sig. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 50 ÁRA afmæli.Í dag, 21. september, er fimm- tug Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og formað- ur Landverndar, Álakvísl 134, Reykjavík. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50ÁRA afmæli. Ídag, 21. sept- ember, er Hafdís Karlsdóttir, forseti Landssambands sor- optimista, 50 ára. Af því tilefni munu hún og eiginmaður hennar, Jóhann Árnason framkvæmdastjóri, taka á móti gestum í Rafveituhúsinu, Elliðaárdal, kl. 18–20 í dag. Gjafir eru afþakkaðar, en fyrir þá sem vilja leggja góðu málefni í þágu friðar lið, verður baukur á staðnum. 95 ÁRA afmæli. Ídag, 21. sept- ember, er 95 ára Klara Vemunds- dóttir, Kleppsvegi 62. Eiginmaður hennar var Ársæll Kjart- ansson sem lést 1991. Í tilefni af afmælinu tekur Klara á móti vinum og vanda- mönnum í veislusalnum á 2. hæð, Kleppsvegi 62, í dag kl. 17–21. Gengið inn baka til að sunnanverðu.Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert ekki jafn kraftmikil/l í dag og þú átt vanda til. Þú hefur unnið of mikið undanfarið og tími til kominn að slappa smávegis af. Jafnvel fá sér rauðvínsglas. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ástin blómstrar um þessar mundir. Ekki sinna börnum og barnabörnum of mikið, einbeittu þér frekar að ást- inni og njóttu hennar til hins ýtrasta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Í dag er fínn dagur til að eyða pen- ingum í mat, föt og skemmtanir. Skemmtu þér með vinum og láttu makann um húsverkin og fjölskyld- una. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ekki þessa viðkvæmni! Lífið er bar- átta og sættu þig við það! Ef þú reyn- ir að taka þig ekki svona hátíðlega mun þér líða mun betur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fólki finnst þú fullákveðin/n í dag. Reyndu að taka tillit til þess að það eru ekki allir jafn ófeimnir og þú, og hafa ýmislegt fram að færa þótt þeir eigi erfitt með að láta það í ljós. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér líður bara vel í dag. Þú hefur stjórn á umhverfinu og finnur hversu vel gefin/n þú ert. Njóttu þess að láta ljós þitt skína og komdu óvenjulegum hugmyndum þínum á framfæri. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hvernig væri að setja upp leikrit? Eða mála mynd? Syngja lag með krökkunum, eða bara fá útrás fyrir allar þær jákvæðu tilfinningar sem bærast innra með þér? Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú heldur að útlitið skipti öllu, en svo er ekki. Margir eru orðnir þreyttir á því hversu yfirborðskennd/ur þú oft ert. Talaðu út frá hjartanu og þú eign- ast vini í þeim sem þig síst grunar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Drífðu þig upp í sveit og andaðu að þér fersku lofti. Þú þarft nýjar hug- myndir og gefðu hausnum tækifæri til að vinna úr nýju umhverfi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert að ljúka við verkefni sem hefur átt hug þinn allan undanfarnar vikur. Hvernig væri að byrja á nýju? Þú þrífst á þessu hvort eð er. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hvernig væri að hvíla sig smá? Jafn- vel liggja uppi í rúmi í allan dag með elskunni og bara spjalla um heima og geima? Hlæið, pantið mat utan úr bæ, takið af ykkur myndir og látið eins og bjánar. Þið eigið það skilið! Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert að ganga í gegnum undarlegt tímabil breytinga, en þær verða til góðs. Bíttu á jaxlinn þar til yfir lýkur og jafnvel láttu þig hlakka til. Fram- tíðin er bjartari en þig grunar. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru einbeitt. Allt frá því þau voru börn hafa þau vitað hvert þau stefna í lífinu og halda þangað ótrauð. Þau eru elskuð og dáð af flestum á vinnustað vegna dugn- aðar og nákvæmni en á heimili þykja þessir kostir stundum þreytandi. Árið verður mjög gott með nýjum tækifærum á vinnumarkaðnum. 90 ÁRA afmæli. Ídag, 21. sept- ember, er níræð Ragna Kemp. Hún dvelur hjá dóttur sinni Rögnu Kemp, Kleifarseli 39, Reykjavík. Tónlist Borgarneskirkja | Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Borgarneskirkju þriðjudaginn 21. september. Á tónleikunum, sem hefj- ast kl. 20.30, munu þau flytja fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sönglaga. Selfosskirkja | Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari og Jóhann Stefánsson trompetleikari leika á september- tónleikum Selfosskirkju. Meðal verka á efnisskrá þeirra eru Tokkata og fúga í d moll fyrir orgel eftir Jóhann Sebastian Bach og umritanir sönglaga eftir Schubert, Sigfús Ein- arsson, Karl O. Runólfsson og fleiri. Að- gangur er ókeypis. Fundir Málfundarfélag Lögréttu | efnir til opins fundar um skipan Hæstaréttardómara, í þingsal Háskólans í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 22. september, kl. 12. Framsögumenn verða Ástráður Haralds- son hrl. og Birgir Ármannsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Fundarstjóri verður Haukur Logi Karlsson, stjórn- armaður Málfundarfélags Lögréttu. Félagsstarf Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Málun kl. 9.30, karlaleikfimi og bútasaumur kl. 13. Lokað í Garðabergi en opið hús í safnaðarheimilinu á vegum kirkjunnar. Furugerði 1 | Norðurbrún, Furugerði, Hæðargarður og Hvassaleiti. Farin verð- ur haustlitaferð í Skorradal 23. sept- ember ef veður leyfir. Lagt af stað frá Norðurbrún 1 kl. 12.30 og síðan teknir farþegar í Furugerði. Kaffiveitingar í Mótel Venus. Leiðsögumaður Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Skráning á stöðvunum. Hvassaleiti 56–58, | Boccia kl. 9 til 10, opin vinnustofa kl. 9 til 13, helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Fótaaðgerðir – hársnyrting. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun, mið- vikudag, félagsvist í Fjölnissal kl.13.30. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Opið hús í félagsheimilinu í kvöld kl. 19.30, spilað UNO. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Bænarorð og söngur kl. 9. Skráning fermingarbarna í Safn- aðarheimili kl. 15–16. Árbæjarkirkja | Foreldramorgnar alla þriðjudagsmorgna frá kl. 10.00–12.00. Kaffi, fræðsla, spjall. Áskirkja | Opið hús kl. 10–14. Kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður. Allir velkomnir. Fundur með for- eldrum fermingarbarna kl. 20. Digraneskirkja | Kirkjustarf aldraðra. Haustferð austur í Hreppa, heimsótt m.a. kirkjan á Stóra-Núpi. Lagt af stað kl. 11.00. KFUM&KFUK Fyrir 10–12 ára börn kl. 17.00–18.15, húsið opnað kl. 16.30. Kynningarfundur fyrir Alfa- námskeið kl. 20.00. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 28. september kl. 19.00. Grensáskirkja | Kyrrðarstund í hádegi hvern þriðjudag kl. 12.10, orgelleikur, alt- arisganga og fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimili að stund lok- inni. Kópavogskirkja | Þriðjudaginn 21. sept- ember verður bæna- og kyrrðarstund kl. 12.10. Samvera í Borgum kl. 14.30–16 með söng, kaffi og máli dagsins. Neskirkja | Barnakórinn kl. 15. Kór fyrir 7 og 8 ára börn. Stúlknakórinn kl. 16. Kór fyrir 9 og 10 ár stúlkur. Upplýsingar í síma 896 8192. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Nánari upplýsingar í síma 552 2032. Nedó, unglingaklúbbur, fyrir 8. bekk kl. 17 og fyrir 9. bekk og eldri kl. 19.30. Alfa kl. 19. Víðistaðakirkja | Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17.00–18.00. Skemmti- legar stundir fyrir hressa krakka á hverjum þriðjudegi. Æskulýðsfélagið Megas heldur vikulegan fund kl. 19.30– 21.00 í kvöld. Fjölbreytt viðfangsefni fyrir unglinga. Fyrirlestrar Norræna húsið | Helgi Þorláksson, pró- fessor í sagnfræði við HÍ, flytur hádeg- isfyrirlestur um spurninguna „Hvað er vald?“ Heiti fyrirlesturs Helga er „Vald og ofurvald. Um innlent vald, erlent kon- ungsvald og líkamlegt ofbeldi á 15. öld.“ Háskóli Íslands | Paul van den Noord, deildarstjóri í hagfræðideild OECD, flytur erindi „Um reynslu Evruþjóða af evr- unni“ í sal 132 í Öskju, í dag, kl. 12–13.15. Í erindinu fjallar Paul van den Noord um kosti og galla evrunnar og hvað aðild- arríkin þurfa að gera til að njóta ávinn- ings af henni. Snorrastofa | Ármann Jakobsson nor- rænufræðingur flytur fyrirlestur í bók- hlöðu Snorrastofu í Reykholti í dag, kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir hann, Munnur skáldsins: Um vanda þess að vera list- rænn og framagjarn Íslendingur í útlönd- um. Málþing Háskóli Íslands | Málþing um menningu og sögu Túnis verður í Öskju – nátt- úrufræðahúsi HÍ, sal 132, kl. 16–18, í dag. Sagnfræðingurinn Mounir Khélifa fjallar um sögu Túnis, fagurfræðingurinn Rach- ida Triki fjallar um túníska myndlist og heimspekingurinn Fathi Triki fjallar um samfélagsvitund Túnisbúa. Umræður og fyrirspurnir. Fyrirlestrar verða á ensku og einn á frönsku og túlk- aður á íslensku. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is KVIKMYNDASAFN Íslands sýn- ir í kvöld klukkan átta þýsku áróðurskvikmyndina „Triumph des Willens“ eða „Sigur viljans“ frá árinu 1934. Leikstjóri mynd- arinnar, Leni Riefenstahl, vann mjög náið með Adolf Hitler og fól hann henni að gera myndina. Ekkert var til sparað svo myndin mætti verða sem áhrifaríkust og boðskapur nasistanna næði hjörtum fólksins. Myndin varð bæði elskuð og hötuð fyrir hið gríðarlega áróðursgildi hennar, en Riefenstahl varð síðar mjög fræg fyrir ljósmyndir sínar og ferðalög. „Það er alltaf spurn- ingin sem menn eru búnir að vera að deila um áratugum sam- an, hvort og hvernig verkin og hugmyndafræðin á bak við þau fléttist saman,“ segir Benedikt Hjartarson bókmenntafræð- ingur, sem hefur ritað um störf Riefen- stahl. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta séu hlutir sem er erfitt að greina að hjá henni. Í raun og veru held ég að það sé á margan hátt ógerlegt að halda þessu aðgreindu. Það hefur verið tilhneigingin hjá gagnrýn- endum hennar að horfa á hugmyndafræð- ina og öðrum að horfa einungis á fag- urfræðina í verkunum. Það er kannski það sem er svo storkandi við hennar myndir, hvernig þetta fléttast saman. Þá vakna líka óþægilegar spurningar um tengsl mód- ernískrar fagurfræði og fasisma, sem eru mun flóknari en menn eru að ganga út frá þegar þeir eru að taka annan hvorn vink- ilinn á þetta viðfangsefni.“ Leni Riefenstahl lést 8. september á síð- asta ári, 101 árs að aldri. Sýningin á „Sigri viljans“ verður að vanda í sýningarsal Kvikmyndasafnsins í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði og verður myndin sýnd með enskum texta. Máttur og dýrð áróðursmyndanna Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist mynd frá afhendingu málverks af Sveini Einarssyni, fyrrverandi þjóðleikhús- stjóra, en málverkið var fært Þjóðleik- húsinu að gjöf á laugardag í tilefni af sjötugsafmæli Sveins. Því miður láðist að geta þess að listamaðurinn sem mál- aði portrettið af Sveini er Eiríkur Smith, og er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.