Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 21.09.2004, Síða 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 37 ÞEIR sem heyrðu Kammersveit Reykjavíkur frumflytja Grímu Jóns Nordal í maí 2002 í upphaflegri gerð hljóta margir að hafa staldrað við ýmsa staði í verkinu líkt og undirrit- aður og velt fyrir sér hvernig þeir kæmu út í fullskipaðri strengjasveit, í stað strengjakvintettsins sem þá var, á móti ýmist sólóísku eða sam- leikandi stöku horni, klarínetti og óbói með einu slagverki og píanói. Eða hvort elegískur undirtónn verksins hefði ekki þurft á stærri strengjamassa að halda til að njóta sín sem bezt. Því þó að litríkur rit- hátturinn væri þá sem nú oft á nót- um fíngerðs einleiks- og kammer- samleiks náði hann „allt upp í eitthvað er nánast hljómaði sem voldug kvikmyndasinfóník á breið- asta tjaldi“, eins og þá var komizt að orði. Í draumseiðandi túlkun SÍ á fimmtudagskvöld náði verkið fulln- aðarrétti sínum með fjölskipaðri strengjasveit. Rumon Gamba stjórnaði af sinni fágðustu natni, og borið uppi af hlýrri innlifun hljóm- sveitarinnar náði þetta andríka næt- urtónaljóð músíkölskum hæðum sem hvað tilhöfðun og eftirminni- leika varðar stóðu í mínum huga upp úr öðrum atriðum kvöldsins að meistara Schumann meðtöldum. Hin óvenjubráðþroska kanadíska Leila Josefowicz debúteraði á diski fyrir kringum átta árum, þá aðeins sautján ára gömul, með flutningi á fiðlukonsertum Sibeliusar og Tsjæ- kovskíjs sem setti hana strax í fremsta heimsflokk ungra einleikara á borð við annan Gingold-nemanda eins og Joshua Bell. Því miður fengu hlustendur ekki að heyra hana þetta fyrsta skipti hennar á Íslandi í verki sem veitti sólistanum sambærilegt svigrúm til að láta skáldljós sitt skína. Því þó að þríþættur fiðlukons- ert Johns Adams (upphaflega sam- inn við ballett) ætti sína spretti, einkum í lokaþættinum, var ein- leikshlutverkið víðast hvar of sam- tvinnað síöslandi hljómsveitar- vefnum til að blóðheitur tónn hennar, sem ég líkti eitt sinn við Heifetz í plötugagnrýni, fengi al- mennilega að syngja út. Sem betur fór komst sá hæfileiki, og þó einkum eldfrussandi lýtalaus bogatæknin, ótruflaður til skila í ókynntu auka- númeri, er eftir mínímalísku yfir- bragði sínu að dæma gæti einnig hafa verið eftir Adams (ef ekki Steve Reich), og uppskar dynjandi og fylli- lega verðskuldaðar undirtektir. Vorsinfónía Roberts Schumanns, þ.e.a.s. nr. 1 í B-dúr frá hinu „sinfón- íska“ sköpunarári hans, 1841, hefur oft verið tilnefnd meðal frægra tón- smíðahraðameta eins og t.d. Messí- asar Händels (samið á tæpum þrem- ur vikum), enda kom hún undir á aðeins fjórum sólarhringum. Samt hefur hún aldrei höfðað til mín; sum- part kannski fyrir hjakkkennda of- ítrekun stefja og almennt fyrir eitt- hvert vandskilgreinanlegt „tóma- hljóð“ sem kann m.a. að stafa af þunnri orkestrun og skorti á bita- stæðum kontrapunktum. Sjálfsagt eru margir því ósammála. En hvað sem því líður þá batnaði verkið ekki í mínum eyrum að þessu sinni. Hraðavöl stjórnandans voru að vísu í efri kanti, en öllu verri fannst mér þó áherzla hans á kraft og eldglær- ingasýningar er skyggðu á þá ljóð- rænu þætti sem þrátt fyrir allt má finna innan um með varfærnari nálgun. Að ekki sé minnzt á styrk- jafnvægið, þar sem pákur og pjátur- deildin tóku sinn glymjandi ofurtoll í grjóthörðu hljómburðarleysi Há- skólabíós. Ríkarður Ö. Pálsson Eldfrussandi bogatækni TÓNLIST Háskólabíó Jón Nordal: Gríma. Adams: Fiðlukonsert. Schumann: Sinfónía nr. 1 í B Op. 38. Leila Josefowicz fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Rumon Gamba. Fimmtudaginn 16. september kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR AF miklum myndarskap hóf Eyja- fjarðarsveit vetrarraust sína í tón- listarhúsinu Laugarborg sl. sunnu- dag. Myndarskap- urinn var ekki einungis tengdur tónleikum dags- ins, heldur og ekki síður kynn- ingu á glæsilegri röð níu tónleika, sem tónlistar- húsið Laugar- borg býður upp á í hverjum mánuði fram á næsta vor. Ég hef áður rómað hve bless- unarlega vel hefur tekist til að breyta þessu mæta samkomuhúsi í tónleikasal með einstaklega góðum hljómburði og sýndi sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mikinn metnað og framsýni að láta vinna það verk. Næsta verkefni var svo að koma fólki við Eyjafjörð á bragðið að koma og njóta árangursins á góðum tónleikum. Þar reyndist sveitastjórnin for- sjál og valdi sér þrjá menn í starfs- nefnd, er semja skyldu tillögur um markaðssetningu tónlistarhússins og fékk Þórarinn Stefánsson píanó- leikara, fyrrum formann Tónlistar- félags Akureyrar og áður fram- kvæmdarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, til að stjórna verkinu. Það er líka lán fyrir Eyjafjarðar- sveit að stóri bróðir, Akureyri, átti ekkert hús til að hýsa sinn magnaða konsert-Steinwayflygil og nýtur nú tónlistarhúsið Laugarborg og gestir þess góðs af húsnæðisleysi þessa kjörgrips. Steinwayflygill þessi var á sínum tíma keyptur af minningarsjóði um Ingimar Eydal, þ.e. greitt með ágóða af stórtónleikum í Íþrótta- höllinni á Akureyri og með mynd- arlegu fjárframlagi stjórnar Akur- eyrarbæjar. Ég tók í byrjun líkingu af því að hefja raust sína og það gerði Ólafur Kjartan svo sannarlega. Mér þótti framan af söngurinn of stórkarla- legur og röddin þyngri og grófari en ég hafði heyrt hana áður, og ekki laust við að mér fyndist þreytu gæta í söngnum. Mýktin og næm- leikinn jókst þegar leið á tónleikana. Tónleikarnir náðu hátindi með söngdjásnum Brittens, bresku þjóð- lögunum sem Britten færði meist- aralega í búning fyrir einsöng og píanó, að hvatningu stórsöngvara og góðs vinar, Peter Pears, árin 1941 og 1945. Þarna fór saman hár- fínn samflutningur Ólafs Kjartans og Þórarins með þeirri túlkunar- breidd sem best gerist í ljóða- og óperusöng. Alla tónleikana naut maður hinn- ar sterku nærveru sviðsmannsins Ólafs Kjartans og framúrskarandi leiks hans og allrar þeirra stílbrigða sem hann hefur á valdi sínu, bæði í margvíslegri persónusköpun og framsögn (declamation). Ég furða mig samt á því hve oft söngvarar okkar velja aftur og aftur sömu íslensku söngvana úr þeim mikla fjölda góðra einsöngslaga, sem við eigum, það á einnig við þessa tónleika. Samleikur Þórarins og Ólafs Kjartans var yfirleitt góður. Þór- arin skorti stundum meiri snerpu, en ljúfari línur lék hann á píanóið músíkalskt með þéttum og góðum áslætti. Mikil gleði ríkti á þessum vel sóttu og skemmtilegu tónleikum og að loknum tveimur bráðskemmti- legum aukalögum dengdu menn sér í kaffi og meðlæti. Það er ástæða til að fagna þeim gamla hætti í stað þess að tónleika- gestir sætu í stólaröðum gegnt listamönnum var breytt og í staðinn sátu gestir frjálslegar við kaffiborð. Að lokum vil ég vona og óska að gott brautargengi þessara tónleika fylgi tónlistarhúsinu Laugarborg áfram og verði einnig hvatning fyrir höfuðstað Norðurlands að greiða leiðir tónleikahalds sem best þar á bæ. Jón Hlöðver Áskelsson Hefja raust af myndarskap Ólafur Kjartan Sigurðsson TÓNLIST Laugarborg Ólafur Kjartan Sigurðsson, baritónsöngv- ari og Þórarinn Stefánsson, píanóleikari. Flutt voru íslensk sönglög eftir: Árna Thorsteinsson, Jón Þórarinsson, Markús Kristjánsson, Sigfús Halldórsson, Sig- valda Kaldalóns og Sveinbjörn Svein- björnsson. Sunnudaginn 12. sept. kl. 15.00 LJÓÐATÓNLEIKAR www.thjodmenning.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.