Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.09.2004, Qupperneq 38
Amerískir dagar í Hagkaupum kort www.ekort.is 10%AFSLÁTTUR AF MATVÖRU! F í t o n / S Í A F I 0 1 0 6 0 2 38 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁTTURINN Englar í Ameríku, sem kapalstöðin HBO framleiðir og sýnir, sló nýtt met er honum féllu í skaut ellefu Emmy-verðlaun, en þessi virtasta verðlaunahátíð sem haldin er fyrir sjónvarpsefni í Bandaríkjunum fór fram að kvöldi sunnudags í Shrine Auditorium in Los Angeles. Sjónvarpsþættirnir um Soprano- fjölskylduna, sem einnig eru fram- leiddir hjá HBO, hlutu verðlaun sem besta dramaþáttaröðin í sjón- varpi, og er þetta í fyrsta sinn sem þættir sýndir á kapalstöð hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Þátturinn Englar í Ameríku (Angels in America), sem byggður er á verð- launaleikriti Tonys Kushners um alnæmisfaraldurinn á níunda ára- tugnum, fékk sjö verðlaun, þ.á m. sem besta stutta þáttaröðin, en fyrir viku fékk hann fern verðlaun fyrir tæknivinnu. Er þetta mesti fjöldi Emmy-verðlauna sem nokkur þáttaröð hefur fengið en eldra met- ið átti hinn minnisstæði þáttur Rætur (Roots) er hann fekk níu ár- ið 1977. Al Pacino, Meryl Streep, Mary- Louise Parker og Jeffrey Wright fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í Englunum, Kushner fyrir besta handritið og Mike Nichols fyrir leikstjórn. Stöð 2 sýndi Engla í dramaþáttaröðinni The Practice. Sharon Stone og William Shatner fengu verðlaun sem bestu gesta- leikarar í The Practice, sem sýnd- ur er á Skjá einum. Athygli vekur að Spader var nýgenginn til liðs við The Practice, en sýningum á þeim þætti hefur nú verið hætt og við af honum tekið þátturinn Bost- on Legal, þar sem Spader og Shatner fara með aðalhlutverkin. Stöð 2 hefur tryggt sér sýning- arréttinn á þeim þætti og hefjast sýningar fljótlega á nýju ári. Besta gamanþáttaröðin var valin Arrested Development, en sýn- ingar á henni hófust í fyrravetur þar vestra og þótt gagnrýnendur væru hrifnir hefur áhorfið ekki verið mikið. Þættirnir hafa enn ekki verið teknir til sýningar hér- lendis. Grínistinn Jon Stewart, sem sér- hæfir sig í að gera at í stjórn- málamönnum, hlaut verðlaun fyrir þáttinn The Daily Show með Jon Stewart, sem sýndur er á stöðinni Comedy Central. Þess má þó geta að fréttastöðin CNN sýnir vikulega samantekt af The Daily Show á sunnudögum. Kærkomin kveðjuverðlaun Verðlaun fyrir gamanleik féllu í skaut Kelsey Grammer, fyrir Fras- ier, í fjórða sinn, og Söru Jessicu Parker fyrir Beðmál í borginni. David Hyde Pierce úr Frasier fékk líkt og Grammer sín fjórðu Emmy- verðlaun fyrir besta gamanleik í aukahlutverki en Cynthia Nixon úr Beðmálum í borginni fékk sömu verðlaun í fyrsta sinn. Eins og kunnugt er hefur fram- leiðslu á báðum þessum at- kvæðamiklu gamanþáttum verið hætt og var þetta því síðasta tæki- færi sem gafst til að fá verðlaun. Parker hafði fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir hlutverk Sam- önthu í Beðmálunum en aldrei áð- ur unnið, þótt hún hafi fjórum sinnum hlotið Golden Globe- verðlaunin fyrir sama hlutverk. Aðrir þættir sem kvöddu á árinu, eins og t.d. Vinir, fengu hins vegar engin kveðjuverðlaun. The Amazing Race var valinn besti raunveruleikasjónvarpsþátt- urinn annað árið í röð, en sýningar á þessari vinsælu þáttaröð hefjast að nýju á Stöð 2 á þriðjudaginn eftir viku. Sjónvarp | Emmy-verðlaunin voru afhent í Bandaríkjunum á sunnudag Englar í Ameríku slógu met James Spader fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun, fyrir frammi- stöðuna í The Practice. Leikarinn Al Pacino með sín fyrstu Emmy-verðlaun. Reuters Jennifer Garner í Oscar de la Renta. Ameríku nú í sumar og segir Björn Sigurðsson dagskrárstjóri góðar líkur á því að þættirnir verði endursýndir í vetur, jafnvel í kringum jólin. Spader sigraði í fyrstu tilraun Þáttaröðin The Sopranos var loks verðlaunuð sem besta dramaþáttaröðin. Mich- ael Imperioli og Drea de Matteo fengu verðlaun fyrir bestan leik í auka- hlutverkum. De Matteo leikur ekki lengur í þátt- unum en er nú í gam- anþáttunum Joey. Sýningar á Soprano-fjölskyldunni eru hafnar á ný hjá Ríkissjónvarpinu. Allison Janney hlaut verðlaun fyrir bestan leik í kvenhlutverki í dramaþáttaröðinni Vesturálmunni sem sýnd er í Ríkissjónvarpinu og James Spader fyrir karlhlutverk í Leikkonan Drea de Matteo fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í Soprano-fjölskyldunni. Hún leikur nú í þátt- unum Joey. Fréttaskýringar Jon Stewart í The Daily Show þykja oftar en ekki óborganlega fyndnar. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 8 og 10.40. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Yfir 28.000 gestir! HJ MBL Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10. NOTEBOOK Hann gerði allt til að verja hana Nú gerir hann allt til að bjarga henni Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í i ll il j i ll il j i l i í  Ó.Ö.H. DV Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina j i í ll i í i  Ó.Ö.H. DV Frumsýnd 24. sept. . . Mjáumst í bíó! NOTEBOOK Frá leikstjóra Crimsome Tide, Enemy of the State og Spy Games Fór beint á toppinn í USA l i j i i , f i i í Hann gerði allt til að verja hana Nú gerir hann allt til að bjarga henni Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í fantaformi i ll il j i ll il j i l i í f f i Frá leikstjóra Crimsome Tide, Enemy of the State og Spy Games Fór beint á toppinn í USA l i j i i , f i i í Mjáumst í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Yfir 28.000 gestir! HJ MBL Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4 og 6. Enskt tal. Sýnd kl. 5.45. Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. kl. 5, 8, og 11. B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. óvenjulega venjuleg stelpa Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. DENZEL WASHINGTON NOTEBOOK Rólegt á rauða dreglinum Tíska | Tískan á Emmy-verðlaunahátíðinni Hvarf tískulöggunnar Rivers gerði marga rólegri á rauða dreglinum og lýsti Kim Cattrall því að þetta hefði ekki verið eins taugastrekkjandi og áður. Rivers og dóttir hennar starfa nú fyrir sjónvarpsstöðina TV Guide í Bandaríkjunum. Hvort sem það er hvarf þeirra sem veldur því eða eitthvað annað eru margir sammála því að stemningin hafi veðri afslöppuð og róleg á rauða dreglinum. Margir klæddust kjólum er minntu á undirföt líkt og Krisin Davis, sem var í perlu- skreyttum Prada-kjól. Nýbak- aða móðirin FRÆGA fólkið fór í fínu fötin á Emmy- verðlaunahátíðinni í ár eins og áður. Í þetta sinnið leituðu margar stjörnurnar í stíl fimmta áratugar síðustu aldar og jafn- vel greiddu hárið á sér í Ritu Hayworth- stíl, eins og Debra Messing og Portia de Rossi. Sarah Jessica Parker, sem hefur verið leiðandi í tískunni á Emmy- hátíðinni síðustu ár brást ekki frekar en fyrri daginn. Hún var í hlýralausum, svörtum fjaðrakjól frá Chanel Cout- ure. Önnur stórstjarna klæddist líka Chanel, Jennifer Aniston, sem var í hvítum kjól með gulli í. Hún sagði Star Jones, sem sá um tískuumfjöllun fyrir E! í stað Joan Rivers, að kjólinn væri svolítið bóhemlegur en samt skrautlegur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.