Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 23 UMRÆÐAN FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir árið 2005 er nánast tilbúið og verður lagt fyrir alþingi þegar það kemur saman í byrjun október. Ekki er þar að finna viðbótarframlag til öryrkja til þess að standa við sam- komulagið við þá. Er því ljóst að rík- isstjórnin ætlar að svíkja öryrkja eina ferðina enn. Heil- brigðisráðherra sagði í fyrra, þegar hann sveik öryrkja um 500 millj. kr., að hann mundi efna sam- komulagið að ári, þ.e. núna. En hann hefur verið beygður af íhaldinu. Fráfar- andi forsætisráðherra sagði í við- tali við fjölmiðla, að öryrkjar fengju ekki meiri peninga. Það er því alveg ljóst, að það á að svíkja öryrkja um þessar 500 milljónir enda þótt Jón Kristjánsson hafi viljað standa við samkomulagið og hafi viljað láta öryrkja fá þessa peninga eins og um hafði verið samið. En Jón fær þessu ekki ráð- ið. Hann ætti því að segja af sér í mótmælaskyni. Öryrkjar munu ætla í mál við ríkisvaldið enn á ný, ef ekki verður staðið við samkomulagið við þá. Þeir munu bíða fram undir áramót til þess að sjá hvort ríkisstjórn eða alþingi breytir fjárlagafrumvarp- inu til þess að unnt verði að standa við samkomulagið við öryrkja. En ef fjárlagafrumvarpið verður ekki leiðrétt að þessu leyti fara ör- yrkjar í mál og eru öruggir með að vinna það. Er það ekki gott fyrir ríkisstjórnina, ef það spyrst einu sinni enn til útlanda, að rík- isstjórnin sé að níðast á öryrkjum og brjóta á þeim samkomulag. Hvað var samið um? Í umræðum um sam- komulag öryrkja við ríkisstjórnina, hafa stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar gefið í skyn, að það hafi verið eitthvað óljóst hvað samið hafi verið um, þar eð sam- komulagið hafi verið munnlegt. Á þessum forsendum hafa stjórn- arliðar reynt að halda því fram, að þeir væru að efna samkomulagið með því að láta 1 milljarð í það, þegar kostnaðurinn er 1½ millj- arður. Meira að segja Jón Krist- jánsson hefur fallið í þennan pytt í röksemdafærslu. En það lá fyrir löngu fyrir kosn- ingar 2003 hver kostnaðurinn yrði við það að efna samkomulagið að fullu. Heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið ritaði Trygg- ingastofnun ríkisins bréf 9. apríl 2003 og óskaði eftir að reiknað yrði út hvað framkvæmd sam- komulagsins kostaði. Tekið var fram, að grunnlífeyrir þeirra, sem yrðu öryrkjar 18 ára ætti að tvö- faldast. En síðan ætti hækkun grunnlífeyris að skerðast um 421 kr. fyrir hvert ár, sem aldur ör- yrkja hækkaði um þar til náð væri 67 ára aldri en þá yrði engin hækkun. (Ávallt miðað við það hve- nær menn yrðu öryrkjar). Þessi atriði samkomulagsins eru alveg skýr og hafa alltaf legið fyrir. Það tók Tryggingastofnun 2 daga að reikna út kostnaðinn. Hann lá fyrir 11. apríl 2003 og var alls 1.528.800 kr. Kostnaður upp á hálfan annan milljarð lá því fyrir mánuði fyrir kosningar. Það þýðir því ekki fyrir stjórnarliða að koma nú og segja, að samkomulagið hafi verið eitt- hvað óljóst. Það var alveg skýrt og kostnaður við framkvæmd þess lá nákvæmlega fyrir 11. apríl 2003. Á að svíkja öryrkja eina ferðina enn? Björgvin Guðmundsson fjallar um öryrkjamálið ’Öryrkjar munu ætla ímál við ríkisvaldið enn á ný, ef ekki verður staðið við samkomulagið við þá. ‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞAÐ Á að hækka fjármagns- tekjuskatt. Hann er nú 10%, en til samanburðar er skattur á launa- tekjur yfir skattleysismörkum tæplega 40%. Þetta er mikill mun- ur, reyndar allt of mikill munur. Norski hægri maðurinn Kare Will- och, fyrrverandi for- sætisráðherra, lét í sér heyra með eft- irminnilegum hætti fyrir rúmu ári ein- mitt um þetta atriði. En norska skatt- kerfið er ekki ósvipað því íslenska að þessu leyti. Willoch telur að skattkerfinu sé með þessu beitt til þess að grafa undan mik- ilvægum gildum í samfélaginu, áður var sagt „vinnan göfgar manninn“ en nú gild- ir: „fjármagnið göfg- ar manninn“. Hann er þeirrar skoðunar að vinnulaun séu of hátt skattlögð meðan laun fjármagnsins njóti skattfríðinda. Ég er sammála norska hægri mann- inum, þessi skatta- stefna verðlaunar þá sérstaklega sem afla sér tekna af fjármagni og ýtir undir það við- horf að slík tekjuöflun njóti sér- stakrar velvildar þjóðfélagsins og að tilgangurinn helgi meðalið við þá iðju. Litið er á óprúttnar að- ferðir manna í fjármálaheiminum með umburðarlyndi og jafnvel vel- þóknun af því að af þeim fæst mikill gróði og hagsmunir annarra verða að víkja fyrir svo mikilvægu markmiði. Í þessu felst að at- hafnamennirnir á þessu sviði eru leystir undan því að bera nokkra ábyrgð og verðlaunaðir með lágum sköttum af risagróða. Willoch hitti naglann á höfuðið, það er verið að grafa undan mikilvægum gildum í samfélaginu. Vissulega mega menn græða vel, en það leysir þá ekki undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að fjármagna samfélags- legan kostnað, þvert á móti, þeir eiga að greiða skatta eins og aðr- ir, að minnsta kosti ekki lægri, og vera stoltir af. Hvernig getur það verið sanngjörn útdeiling byrð- anna að öryrkinn greiði tæplega 40% skatt af bótum sínum yfir skattleysismörkum en athafna- maðurinn greiði 10% skatt af sín- um fjármagnstekjum þótt þær nemi tugum milljóna króna ? Svarið er einfalt, það er ekki sanngjarnt. Á síðasta ári voru framtaldar fjármagns- tekjur tæplega 64 milljarðar króna. Dreifing þeirra var þannig að 5% tekju- hæstu framteljend- urnir töldu fram 46,5 milljarða króna eða 73% allra fjármagns- teknanna. Það gerir 4,2 milljónir króna pr. einstakling í þessum tekjuhópi. Af þessum tekjum greiddu menn aðeins 10% skatt. Þetta er ekki rétt skipting að mínu mati, menn eiga að greiða meira af fjármagns- tekjum og hið eðlilega markmið er að skatt- greiðslur af fjár- magnstekjum verði sambærilegar við vinnulaun. Það á því ekki bara að huga að því að lækka skatta af vinnulaunum heldur á líka að hækka skattinn á fjár- magnstekjurnar. Það er í fullu samræmi við eðlileg siðferðileg gildi í þjóðfélaginu. Það væri var- legt skref að hækka fjármagns- tekjuskattinn úr 10% í 15% að þessu sinni og ekki telst það hátt miðað við skattlagningu fjár- magnstekna í þeim 30 ríkjum sem eru innan OECD. Aðeins Íslend- ingar og Grikkir eru með lægri skatt en 15%, þrjár þjóðir eru með 15% skatt og í Bandaríkjunum er skatthlutfallið 19,7%. Þeir eru margir sem hafa tekjur af fjár- magni og fer fjölgandi. Það er vel, en af þeim tekjum eiga menn að greiða skatta eins og hinir sem selja vinnuafl sitt. Auðvitað. Hækkum skattinn Kristinn H. Gunnarsson fjallar um fjármagnstekjuskatt Kristinn H. Gunnarsson ’Það er vel, enaf þeim tekjum eiga menn að greiða skatta eins og hinir sem selja vinnu- afl sitt. ‘ Höfundur er alþingismaður. DILBERT mbl.is Þegar konungur hjólbarðanna tekur sig til er vandað til hlutanna IVALO i2 LÉTTNAGLADEKK ALPIN VETRARDEKK ÁN NAGLA STÆRÐ VERÐ KR. M/NÖGLUM 175 / 70 R 13 8.100.- 175 / 65 R 14 8.990.- 185 / 65 R 14 9.900.- 195 / 65 R 15 11.250.- STÆRÐ VERÐ KR. 175 / 70 R 13 8.100.- 175 / 65 R 14 9.150.- 185 / 65 R 14 10.275.- 195 / 65 R 15 11.625.- VERÐDÆMI: HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI STAÐUR SÍMI Helstu útsölustaðir: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Garðabær. Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 587 5589 Gúmmívinnustofan Skipholti 31 553 1055 Höfðadekk Tangarhöfða 15 587 5810 Hjólbarðav. Sigurjóns Hátúni 2 551 5508 Hjól-Vest Ægissíðu 102 552 3470 Barðinn Skútuvogi 2 568 3080 Hjólkó Smiðjuvegi 26 557 7200 Nýbarði Garðabæ 568 8600 Dekkið Reykjavíkurvegi 56 555 1538 Bæjardekk Mosfellsbæ 566 8188 Hjólbarðastöðin Bíldshöfða 8 587 3888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.