Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 44
HROLLVEKJAN Óbeitin (The Grudge) með Söruh Michelle Gellar hélt topp- sæti bandaríska bíóaðsókn- arlistans aðra helgina í röð. Það kemur ekki á óvart í því ljósi að um helgina var hrekkjavakan haldin hátíð- leg í Bandaríkjunum og þá flykkjast unglingarnir gjarnan á hrollvekjur í bíó. Önnur hrollvekja var enda frumsýnd með látum fyrir helgi, og það kolsvört hroll- vekja sem heitir Saw, með Cary Elwes og Danny Glo- ver. Hún náði í þriðja sæti listans með rúma 17 millj- ónir dala, en gagnrýn- endur, einkum hinir bresku, hafa lýst yfir mik- illi ánægju með þessa mynd, sem verður að öllum líkindum frumsýnd hér á landi í upphafi næsta árs. The Grudge tók rúmlega 22 milljónir dala um helgina og er þessi mynd sem kostað rétt um 10 milljónir dala búin að hala inn yfir 70 milljónir og því að skila inn væn- um hagnaði. Hún verður frumsýnd hér á landi aðra helgi. Þá reri sannsöguleg mynd Ray um ævi sálarsöngvarans Rays Charles á móti straumnum um hrekkjavökuhelgina og gekk vel. Þessi mynd Taylors Hackfords fékk yfir höfuð góða dóma, einkum þó vegna frammistöðu Jamie Foxx í hlutverki Charles en gengu sumir gagnrýnendur svo langt að veita honum Óskarinn þá og þegar. Bíóaðsókn | Óbeitin enn vinsælust vestra Jamie Foxx þykir sláandi líkur Ray heitnum Charl- es í Ray, eins og sjá má. Hrollur um hrekkjavökuhelgi 44 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 30.10. 2004 Fimmfaldur 1. vinningur í næstu viku 1 8 4 2 2 7 3 4 1 1 2 10 16 26 38 8 27.10. 2004 1 3 9 12 23 26 33 40 27 FÖSTUD. OG LAUGARD 5.-6.11.’04 SÁLIN ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FORSALA MIÐA HEFST MIÐVIKUDAG 3/11 KL.13.00 MIÐAVERÐ 1900 KR. ...FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ!!! NÁNARI UPPLÝSINGAR HANSJÓNSMÍNS K Ö -H Ö N N U N / P M C Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. j i ll i l i . i í í . Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Taktu sporið út úr hverdagsleikanum! Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Shall we Dance? EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 og 10.15. ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal./ kl. 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.45, 8 OG 10.15.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Tom Hanks NÆSLAND LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Sýnd kl. 8. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Ó.Ö.H. DV  „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu." M.M.J. kvikmyndir.com Catherine Zeta Jones Sýnd kl. 6, 8 og 10.05. Sýnd kl. 6 og 10.15. Sýnd kl. 6. Ísl tal. kl. 6 og 8. enskt tal. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Taktu sporið út úr hverdagsleikanum! Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10. Mynd eftir Börk Gunnarsson H.L. Mbl.   Ó.H.T. DV Kvikmyndir.is V G . D V     LITLA KVIKMYNDAHÁTÍÐIN AKUREYRI kl. 6. Ísl tal./Sýnd kl. 6. Enskt tal. The Corporation sýnd kl. 10. MIÐALDRA lögfræðingur í gráum jakkafötum ferðast úr gráum stór- borgarkjarnanum í grárri lest heim á leið. Ævistarf hans er gerð erfðaskráa. Á einni stoppistöðinni verður honum litið út um gluggann. Í gulrauðum bjarma blasir dansstúdíó fröken Mitzi við honum, og við gluggann stendur íðilfögur kona og starir melankólískt í tómið. Dag einn stígur lögfræðing- urinn út úr lestinni og leitar á vit ástríðunnar í dansinum … Það er eitthvað einum of gegnsætt við upphafsaðstæðurnar í myndinni Má bjóða þér upp?, kvikmynd sem er skýrt dæmi um þá iðju Hollywood að kaupa réttinn að vel heppnaðri og frumlegri sögu úr alþjóðlegri kvik- mynd og endurgera hana á „holly- woodísku“. Má bjóða þér upp? er byggð á samnefndri japanskri kvik- mynd frá árinu 1996 er fjallar um mann sem finnur sér undankomuleið úr tilbreytingarlausum veruleika jap- ansks fyrirtækjaheims með því að fara að læra dans í laumi. Eins og lýs- ingin á sköpun söguaðstæðna í amer- ísku endurgerðinni hér að ofan gefur til kynna sækir hún ákveðna grunn- hugmynd til japönsku myndarinnar, en vinnur klaufalega úr henni. Rich- ard Gere leikur „grámanninn“ John sem sækir í gulrauða ástríðu dans- stúdíósins, og framan af er látið að því liggja að það sé helst hin fagra Paulina (leikin af Jennifer Lopez) sem laðar að. En allt fer þetta á besta veg og reynist blásaklaust, því á end- anum hjálpar Paulina John að vinna úr hjónabandsörðugleikum og mið- lífskreppu, með því að snúa honum í nokkra vel valda rúmbu-hringi. Handritið veldur sem sagt illa þeim hugmyndum um ástríðu og lífsleiða sem reynt er að binda inn í dans- ævintýrið, og fyrir vikið lenda per- sónur á borð við Paulinu, og reyndar líka Beverly eiginkona Johns (Susan Sarandon), í ósannfærandi klemmu og leikararnir með. Það er helst í gegnum aukapersónurnar sem kvik- myndin öðlast þann hressleika og það líf, sem dansævintýrinu er ætlað að búa yfir. Á heildina litið er Má bjóða þér upp? fremur glötuð þýðing á sögu sem á uppruna í japönskum menning- arheimi yfir í „hollywoodískan“ hug- myndaheim. Glötuð þýðing KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sambíóin Álfabakka og Akureyri Leikstjórn: Peter Chelsom. Aðalhlutverk: Richard Gere, Jennifer Lopez, Susan Sar- andon og Stanley Tucci. Má bjóða þér upp? (Shall We Dance?)  Heiða Jóhannsdóttir EIN sýning er fyrirhuguð á þeim fimm stuttmyndum, sem útnefndar hafa verið til Edduverðlauna í ár. Sýn- ingin verður í Háskólabíói næstkomandi fimmtudag. Myndirnar sem sýndar verða og umsagnir val- nefndar um þær, eru eft- irfarandi: Bjargvættur (Erla B. Skúladóttir) – Myndin vefur lipurlega saman svör ungrar stúlku, sem reynir á sjálfri sér andvara- leysi, áreitni og einmanakennd og finnur þeim sinn farveg. Móðan (Jón Karl Helgason) – Teflt er saman andstæðum á snjallan hátt í kringum lítið, en afdrifaríkt atvik. Síðustu orð Hreggviðs (Grímur Hákonarson) – Frumlegur útúrsnúningur á íslenskri draugasagnahefð. Síðasti bærinn (Rúnar Rún- arsson) – Mynd sem ítrekar að engin sátt hefur myndast um það hvern- ig ellinni skuli varið í samfélagi okkar. Vín hússins (Þorkell Harðarson og Örn Marínó) – Glaðhlakkaleg og sakleysisleg mynd um aðstæður, sem að mörgu leyti eru nöturlegar og graf- alvarlegar. Þessi sýning er gerð til að gefa almenningi og meðlimum Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar (ÍKSA) tækifæri til að sjá myndirnar áður en kosið er til Eddunnar. Sýningin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Kvikmyndir | Edduverðlaunin 2004 Tilnefndar stutt- myndir sýndar Hreggviður í Síðustu orð Hreggviðs. Sýningin á stuttmyndunum fimm er kl. 18 á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.