Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. REYNSLAN AF BUSH Bandaríkjamenn ganga í dag aðkjörborðinu. Valið stendur á milliGeorge W. Bush og Johns F. Kerrys. Bush komst til valda fyrir fjór- um árum eftir að Hæstiréttur í Banda- ríkjunum úrskurðaði að endurtalningu atkvæða í Flórída skyldi hætt. Hann hafði boðað að hann myndi stjórna í anda sátta og samlyndis, en sú varð ekki raun- in þegar á hólminn var komið þrátt fyrir það nauma umboð, sem hann hafði. Stjórn Bush hefur frá upphafi verið viss í sinni sök, hvergi hefur verið gefið eftir og sjálfsgagnrýni er ekki til. En það, sem í upphafi var sjálfsöryggi, virðist nú vera lítið annað en sjálfbirgingsháttur. Bush hefur gefið sig út fyrir að vera almúgamaður. Í kosningabaráttunni er hann maður fólksins. Aðgerðir hans í fjármálum hafa hins vegar einkum mið- ast við að hygla þeim, sem mest hafa milli handanna. Skattalækkanir eru virð- ingarvert markmið. Bush hefur hins veg- ar lækkað skatta og aukið eyðslu. Fjár- lagaafgangurinn, sem spáð var þegar hann tók við, fór fyrir lítið, og nú eru fjárlög með nokkur hundruð milljarða dollara halla. Þegar hryðjuverkin voru framin í Bandaríkjunum 11. september 2001 nutu Bandaríkjamenn samúðar um allan heim. Segja má að Bandaríkjastjórn hafi sólundað þessum velvilja. Þeir nutu stuðnings í aðgerðum sínum í Afganist- an, en hafa fengið mikinn mótbyr vegna og í kjölfar innrásarinnar í Írak. Morg- unblaðið studdi þá ákvörðun að steypa stjórn Saddams Husseins af stóli. Hann framdi svívirðileg grimmdarverk á langri stjórnartíð sinni og hefði átt að vera búið að grípa til aðgerða gegn hon- um fyrir löngu. Hins vegar hefur komið í ljós að allur málatilbúnaður í kringum innrásina var byggður á röngum upplýs- ingum. Bush og hans nánustu samstarfs- menn fullyrtu að Saddam Hussein hefði efna- og sýklavopn undir höndum og hefði reynt að hrinda af stað kjarnorku- vopnaáætlun, tengsl væru milli stjórnar hans og hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda og jafnvel var látið að því liggja að hún hefði með einhverjum hætti tengst hryðjuverkunum 11. september. Nú er komið í ljós að innan stjórnkerf- isins voru þessi gögn umdeild og gáfu ekki tilefni til þeirra kokhraustu yfirlýs- inga, sem stjórnin gaf. Bush hefur í stjórnartíð sinni fylgt stefnu, sem kennd hefur verið við fyrirbyggjandi stríð. Grundvöllur hennar er að láta til skarar skríða gegn ríkjum, sem ógna heimsfriði með því að koma sér upp gereyðingar- vopnum af einhverju tagi. Ætlast stjórn Bush til að tekið verði mark á því næst þegar hún heldur því fram að beita þurfi hervaldi vegna þess að útlagaríki stefni heimsfriðnum í voða með vopnum sín- um? Þá eru Bandaríkjamenn komnir í mik- il vandræði í Írak. Þar hefur án efa verið unnið mikið verk, þótt lítið sé fjallað um það í fréttum, en stöðug hryðjuverk og mannrán sýna hversu illa undirbúið her- nám Íraks var og það mun verða mjög erfitt að rétta kúrsinn hvernig sem kosn- ingarnar í dag fara. Einn svartasti bletturinn á stjórn Bush er virðingarleysi hennar fyrir mannréttindum. Varnarmálaráðuneytið undir forustu Donalds Rumsfelds fól lög- spekingum sínum sérstaklega það verk- efni að finna glufur til þess að geta snið- gengið Genfarsáttmálann í meðferð fanga. Þegar upp komst um pyntingar í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad var gerð tilraun til að láta líta út fyrir að um einangrað fyrirbæri væri að ræða. Nú er komið á daginn að pyntingarnar voru svo víðtækar og markvissar að skuldinni af þeim verður ekki skellt á undirmenn. Í Guantanamo á Kúbu hafa nokkur hundr- uð manns setið í fangelsi svo misserum skiptir án dóms og laga. Yfirlýsingar um útbreiðslu lýðræðis verða harla ótrú- verðugar í ljósi þessara aðgerða Banda- ríkjastjórnar. John Kerry, öldungadeildarþingmað- ur frá Massachusetts, hefur ekki verið atkvæðamikill stjórnmálamaður. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig forseti hann mun verða út frá stjórn- málaferli hans og kosningabaráttu. Í þeim efnum er hann óskrifað blað. Það er George Bush ekki. ÓÞÖRF ÁHÆTTA? Lýsingar íslenzku friðargæzluliðannaþriggja, sem særðust í sjálfsmorðs- sprengjuárás í Kabúl í Afganistan fyrir rúmri viku, á aðdraganda árásarinnar í viðtali í Morgunblaðinu í gær vekja ýmsar spurningar. Þær snúa að því hver tilgang- ur „verzlunarferðarinnar“, sem þeir tóku þátt í, hafi verið, hvort með henni hafi ver- ið tekin óþörf áhætta og hvort hún hafi jafnvel stofnað lífi annarra í hættu. Fram kemur í viðtalinu við friðargæzlu- liðana að tilgangur fararinnar hafi verið teppakaup og að yfirmaður þeirra hafi verið inni í verzlun ásamt fleirum úr frið- argæzluliði NATO í Afganistan. Jafn- framt má draga þá ályktun af lýsingum mannanna að ferðin hafi fyrirfram verið álitin hættuför. Fólk hlýtur að spyrja, hvort þessi ferð hafi verið nauðsynlegur þáttur í því verk- efni, sem íslenzku friðargæzluliðarnir eru í Afganistan til að sinna. Friðargæzlulið- arnir segjast hafa farið í þessa för sjálf- viljugir, en ummæli eins þeirra benda þó til þess að ætlazt hafi verið til þess að þeir færu: „Ég var búinn að lýsa því yfir við fé- laga mína að ég hefði engan áhuga á þess- ari ferð því ég væri enginn áhugamaður um teppakaup. Á því er engin launung en ef ég hefði ekki farið í þessa ferð hefði því verið varpað yfir á einhvern annan. Það lá fyrir að einhvern Íslending vantaði í þetta og ég skoraðist ekkert undan þegar til mín var leitað.“ Þegar Íslendingar eru sendir til frið- argæzlustarfa á átakasvæðum hlýtur það að sjálfsögðu að vera algert forgangsat- riði að tryggja öryggi þeirra eins og kost- ur er. Sú skylda hvílir ekki sízt á stjórn- endum friðargæzluliðsins. Sömuleiðis hljóta Íslendingar, sem sendir eru til að rétta bágstöddum þjóðum hjálparhönd, að gæta þess í hvívetna að gera ekkert, sem getur stefnt íbúum landsins, þar sem þeir starfa, í hættu. Það er ekki hægt að færa ábyrgðina á voða- verkinu í Kabúl, þar sem tveir saklausir borgarar létu lífið, yfir á neinn annan en tilræðismanninn. Hins vegar hljóta menn að velta því fyrir sér, þegar þeir telja sig augljóslega geta átt von á árásum ef þeir fara út á meðal almennra borgara, hvort ástæða sé til að búa til kyrrstætt skot- mark fyrir hryðjuverkamenn í miðri fjöl- farinni verzlunargötu. Lýsingar friðargæzluliðanna hljóta að verða utanríkisráðuneytinu, sem fer með málefni friðargæzlunnar, tilefni til að rannsaka málið mjög rækilega og upplýsa m.a. hver tilgangur ferðarinnar var og hvernig stjórnendur friðargæzluliðsins mátu þá hættu, sem að friðargæzluliðum eða almennum borgurum gæti stafað vegna hennar. Sömuleiðis þarf að leitast við að draga nauðsynlega lærdóma af þessum atburði til að fyrirbyggja að sam- bærilegur harmleikur endurtaki sig. Á þessu máli á ekki að taka af neinni léttúð og rétt er að niðurstöður athugunar ráðu- neytisins verði gerðar opinberar. G rímsvötn, í miðjum Vatnajökli vest- anverðum, eru virkasta eldstöð á Ís- landi og talin meðal öflugustu jarð- hitasvæða heims. Er talið að í Grímsvötnum hafi orðið yfir 50 eldgos frá því að land byggðist á Íslandi. Gosið sem hófst í gærkvöldi er hið þrettánda sem verður í Vatnajökli frá árinu 1902, þar af hafa tíu eldgos átt upptök sín í sjálfum Grímsvötnum, síðast árið 1998. Tveimur ár- um áður varð eldgos í Gjálp, sem telst til Gríms- vatnasvæðisins. Skeiðarárhlaup hófst sem kunnugt er um helgina og hafa slíkar hamfarir margsinnis orðið í tengslum við eldgos í Grímsvötnum. Það er samspil hraunkvik- unnar undir jarðhitasvæðinu við jökulbráð sem við- heldur vatni í Grímsvatnaöskjunni og veldur Skeið- arárhlaupum. Algengara var áður fyrr að slík hlaup voru undanfari eldgosa í Grímsvötnum. Er talið að það hafi síðast gerst árið 1934, þannig að svo virðist sem svipuð atburðarás hafi gerst nú í fyrsta sinn í 70 ár, þ.e. að hlaup sé undanfari eldgoss. Fyrsta Skeiðarárhlaupið sem heimildir eru til um varð árið 1629. Frá þeim tíma og til ársins 1934 komu hlaup á um tíu ára fresti að meðaltali. Voru þau allt að 67 rúmkílómetrum að magni og gat rennslið náð allt að 40 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Frá 1934 urðu hlaupin tíðari í Skeiðará, tvö eða þrjú á hverjum áratug. Gosið í Grímsvötnum 1934 var stórt, sem og norðan við vötnin fjórum árum síðar, en á tveimur næstu áratugum töldust gosin minniháttar. Í Morg- unblaðinu 1. apríl árið 1934 var fyrirsögnin: Stórkost- legt eldgos í Vatnajökli veldur hlaupi í Skeiðará. Í undirfyrirsögn stóð: Gosmökkurinn sjest héðan úr Reykjavík og reiknast 16–17 kílómetra hár. Í sama blaði var haft eftir næturvörðum í Reykjavík sem gengu upp að Leifsstyttu á Skólavörðuholti, og horfðu til austurs, að svo þéttir hefðu „blossarnir“ verið að þeir hefðu talið eina 60 slíka á tveimur mín- útum. Eldgosinu spáð fyrir ári Samkvæmt því sem fram kemur í bók Ara Trausta Guðmundssonar jarðeðlisfræðings, Íslandseldar, eru heimildir um að nokkrum sinnum hafi orðið Skeið- arárhlaup án þess að eldgos brytist út í Gríms- vötnum. Á 20. öld voru skráð sjö slík hlaup, fyrst árið 1913 og síðan árin 1960, 1972, 1976, 1982, 1986 og 1991. Fyrsta Skeiðarárhlaup á þessari öld, án þess að eldgos varð, var fyrir tveimur árum. Frá árinu 1998 hefur land verið að rísa í Grímsvötnum og var orði álíka hátt nú síðustu mánuði og fyrir sex árum. Ha vísindamenn verið að spá líkindum á því að eldgoss væri að hefjast í Grímsvötnum. Þannig lét Freysteinn Sigmundsson, for- stöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, þau u mæli falla á haustfundi Jöklarannsóknafélagsins í október fyrir rúmu ári að búast mætti við eldgosi í Grímsvötnum innan tveggja ára. Studdist Frey- steinn þá við landhæðarmælingar með GPS-tækju sem höfðu verið framkvæmdar í Grímsvötnum og Kötlu. „Menn ættu að hafa varann á sér gagnvart Grímsvötnum með sama hætti og vegna Kötlu,“ sagði Freysteinn í Morgunblaðinu 22. október 200 Hann var þá spurður hvort búast mætti við svipuð eldgosi í Grímsvötnum og varð árið 1998. Freystei sagði erfitt að segja til um það af nákvæmni en það mætti teljast líklegt. Gosið í Gjálp 1996 Segja má að nokkur undanfari hafi verið fyrir el gosið í Gjálp, um tíu kílómetrum norðan Grímsvatn í september árið 1996, fjórða mesta eldgosi 20. alda á Íslandi. Í febrúar það ár varð hrina jarðskjálfta í Hamrinum, rétt við Grímsvötn og í apríl hljóp Skeiðará. Skaftárhlaup varð svo í ágúst en að morg 29. september 1996 hófst óvenjuleg jarðskjálftahri í Bárðarbungu. Jarðskjálftafræðingar stigu þá fra og spáðu því að gos gæti verið í aðsigi. Stóð hrinan fram á kvöld hinn 30. september en þá dró skyndi- lega úr skjálftum en stöðugur órói hófst. Markaði óróinn upphaf eldgoss og í kvöldfréttum Rík- isútvarpsins 30. september var gefin út viðvörun u að eldgos væri yfirvofandi í sprungu undir jöklinum milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Hinn 2. október hófst svo öskugos þegar gosið náði upp í gegnum jö ulhelluna. Fyrstu fjóra dagana var kraftur eldgossins mes og talið að það hafi brætt um hálfan kílómetra af ís dag. Í grein sinni í Morgunblaðinu í nóvember 199 benda vísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson Magnús Tumi Guðmundsson og Helgi Björnsson á Grímsvötn ein virkasta eldstöð á Íslandi og meðal öf Þrettánda eldg Vatnajökli frá Yfir 50 eldgos hafa orðið í Grímsvötnum frá landnámi Mökkurinn frá eldgosinu í Grímsvötnum í desember 1998 var gríðarlegur og flugvélin á myndinni virk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.