Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ELDGOS HAFIÐ Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli í gærkvöldi í kjölfar mik- illar skjálftahrinu. Almannavarna- nefnd var þegar kölluð saman til að skipuleggja viðbrögð. Hringveg- inum var lokað og flugumferð beint suður fyrir land. Hóta viðræðuslitum Ef ekki fást svör frá fulltrúum rík- isins um leiðréttingar á tekjustofnun ríkisins á næsta fundi tekjustofna- nefndar munu sveitarfélögin slíta viðræðum við ríkið. Þetta kom fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélag- anna í gær. Varð konu sinni að bana Tæplega þrítugur karlmaður ját- aði við yfirheyrslur í gær að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í fyrri- nótt í íbúð þeirra í Hamraborg í Kópavogi. Virðist maðurinn hafa þrengt að öndunarvegi konunnar þar til hún lést. Kosið vestra í dag Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Stjórn- málaskýrendur þora ekki að spá um sigur í kosningunum en skoð- anakannanir sýna að þeir George W. Bush og John Kerry hafa nánast sama fylgi. Metþátttöku er spáð í kosningunum og fylgjast menn sér- staklega með því hvað gerist í nokkrum ríkjum, þar sem mjög mjótt er á mununum. Nefna menn ríki eins og Ohio, Pennsylvaniu og Flórída sérstaklega í því sambandi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 26 Viðskipti 12/14 Bréf 28 Erlent 15 Umræðan 26/28 Höfuðborgin 17 Minningar 29 Akureyri 17 Dagbók 36/38 Suðurnes 18 Kvikmyndir 40 Landið 18 Fólk 42/45 Daglegt líf 20/21 Bíó 42/45 Listir 39/41 Ljósvakar 46 Forystugrein 24 Veður 47 * * * Morgunblaðinu fylgir auglýsingablað- ið Í hjartastað. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #              $         %&' ( )***                                   TÖLVUPÓSTUR fór eins og eldur um sinu í gær milli fólks þar sem neytendur voru hvattir til að snið- ganga stóru olíufélögin; Esso, Skeljung og Olís, með önnur vöru- kaup en bensín. Af póstinum má ráða að tilefnið sé skýrsla Sam- keppnisstofnunar um meint ólög- mætt samráð félaganna. Markaðsstjórar og talsmenn ol- íufélaganna, sem samband náðist við í gærkvöldi, sögðust ekki hafa orðið varir við áhrif af dreifipóst- inum á viðskipti á bensínstöðvun- um, „ekki enn sem komið er,“ eins og einn þeirra orðaði það. Í tölvupóstinum stóð meðal ann- ars: „Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Sam- keppnisstofnunar. Þeir viðurkenna það en segja að málið sé fyrnt. Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur, vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okk- ur. Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensín- lausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morg- un. Við refsum þeim með budd- unni og kaupum BARA BENS- ÍN!“ Fólk hvatt til að kaupa ein- ungis bensín Olíufélögin hafa ekki orðið vör við áhrif af dreifipóstinum á Netinu FERMINGARBÖRN úr 54 sóknum um allt land gengu í hús í gær og söfnuðu fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku, og var þetta í sjötta sinn sem ferm- ingarbörn hjálpa til við söfnunina. Í fyrra söfnuðu fermingarbörnin 5,4 milljónum króna og nam söfnunin um 13% af heildarsöfnunarfé stofnunarinnar. Á mynd- inni eru fermingabörnin í Grensássókn að taka við söfnunarbaukum sem þau gengu um með. Fermingarbörn safna fé Morgunblaðið/Golli LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir fimmtán ára gamalli stúlku, Elfu Maritu Ágústsdóttur, fæddri 30. desem- ber 1988. Síðast spurðist til henn- ar 26. október. Elfa er 168 cm á hæð og um 52 kg að þyngd. Ekki er vitað um klæðnað. Þeir sem kynnu að vita um dvalar- stað Elfu, eða ferðir hennar síðast- liðna daga, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1100. Lýst eftir 15 ára stúlku SÁ óvenjulegi atburður átti sér stað í Grafarvogskirkju sl. sunnudag að tugir gesta á tónleikum Óperukórs- ins og Karlakórsins Þrasta streymdu burt í hléi. Ekki er álitið að skýringin sé sú að fólkinu hafi mislíkað flutningurinn á hinni miklu óratóríu Mendelssohns, Elía, enda var klappað mikið og lengi, heldur hitt, að því hafi ekki verið ljóst að hann var aðeins hálfnaður. Ríkarður Ö. Pálsson, tónlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins, ljær máls á þessu í umsögn í blaðinu í dag. Hann getur sér þess til að við tón- leikaskrána geti verið að sakast en í henni var í engu getið 42 þáttanúm- era verksins „og kann það sam- bandsleysi að hafa ruglað ókunnug- ustu áheyrendur svo í ríminu að nokkrir tugir hurfu á brott í hléi, sennilega í þeirri góðu trú að verk- inu væri lokið, enda var þá klappað mikið og lengi“, segir Ríkarður. Var Elía ekki öllum lokið?  Með spámann/19 Ljósmynd/Hrafn Óskarsson DÓMPÁPAR (pyrrhula pyrrhula) heimsóttu Tumastaði í Fljótshlíð um hádegisbil í gær og dvöldu þar fram í myrkur, að sögn Hrafns Ósk- arssonar garðyrkjufræðings og fuglaáhugamanns. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómpápar heim- sækja Tumastaði, en síðast sást þessi tegund þar veturinn 1995–96. „Þeir eru frekar sjaldgæfir,“ sagði Hrafn. „Nú sáust tvær kerl- ingar og einn karl. Hann er meira áberandi enda eldrauður.“ Fuglaáhugamenn í Vestur- Evrópu hafa fylgst með miklu dómpápafari austan úr Síberíu und- anfarið. Sagt er að auðveldast sé að greina þá frá vestrænum ættingjum á hljóðunum, sem þykja helst minna á bílflaut. Hrafn treysti sér ekki til að fullyrða hvaðan dómpáparnir á Tumastöðum væru komnir. „Hinir flauta nú líka, en ég þori ekki að greina þarna á milli. Ég heyrði heldur ekki svo mikið í þeim.“ Skógurinn á Tumastöðum laðar að marga flækingsfugla. Hrafn sagði að þetta haust hefði reynst fremur gjöfult. Hann er búinn að sjá silkitoppur, hettusöngvara, rósafinku, hauksöngvara og garð- söngvara. Sá sjaldgæfasti er líklega næturgali sem kom um daginn. Söngurinn minnir á bílflaut FORRÁÐAMENN Viðskiptahá- skólans á Bifröst hafa sýnt því áhuga að þar verði reist kirkja. Á Bifröst er risið þorp þar sem búa meira en 600 manns. Sam- kvæmt skipulagi Steves Christers, arkitekts og hönnuðar bygg- inga á Bifröst, er gert ráð fyrir kirkju á fallegum stað ofan við nú- verandi skólahús og við hlið vænt- anlegs grunnskóla. Nýlega heimsótti Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands, staðinn ásamt sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni prófasti, sr. Brynjólfi Gíslasyni, sóknarpresti í Stafholti, og Steve Christer. Skoðuðu þeir aðstæður og ræddu við forsvarsmenn Við- skiptaháskólans. Að sögn biskups hefur komið til tals á liðnum árum að flytja niðurlagða kirkju að Bifröst. „Í samtali okkar og Runólfs Ágústsson- ar rektors og Magnúsar Árna Magn- ússonar aðstoðarrektors fannst mér áhugavert að kanna að reisa þarna kirkju sem væri í samræmi við það nútímalega og tæknivædda samfélag sem þarna er að rísa,“ sagði Karl. Að sögn biskups er málið enn á frumstigi. Bifröst er í útjaðri Hvammssóknar í Norðurárdal og hefur málið ekki verið rætt innan sóknarinnar. Eins er eftir að kanna umfang verksins og fjármögnun. Hugmynd að reisa kirkju á Bifröst Karl Sigurbjörnsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.