Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.11.2004, Blaðsíða 43
VINCE VAUGHN BEN STILLER www.laugarasbio.is COLLATERAL Fór beint á toppinn í USA!  Mbl. Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára. Kvikmyndir.is  DV Kvikmyndir.is JAMIE FOXXTOM CRUSE Sýnd kl. 5, 8 og 10.30 B.i. 16 ára. Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP www.regnboginn.is Nýr og betri Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.50. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bardaginn um framtíðina er hafinn og enginn er óhultur Hörkuspennandi ævintýramynd ólík öllu öðru sem þið hafið séð áður. Frá leikstjóra Silence of the Lambs Þorirðu að velja á milli? Fór beint á toppinn USA! Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Gwyneth Paltrow l Jude Law Angelina Jolie á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans á allar erlendar myndir í dag, ef greitt er með Námukorti Landsbankans MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 2004 43 Elton John segist ekki taka bræð-isköst viljandi – þau séu hluti af því að vera skapandi manneskja. Elton sagði í samtali við Sunday Times að hegðun hans hefði breyst frá því hann hætti vímuefnaneyslu fyrir 14 árum. „Reiðin og skapofsi eru enn til staðar … en það er hluti af því að vera skapandi,“ segir söngvarinn. Hann er frægur fyrir bræðisköst sín. Í síðasta mánuði gerði hann hróp að taívönskum ljósmyndurum sem tóku myndir af honum þegar hann lenti á flug- vellinum í Taipei. Sagði Elton þá „dónaleg og ill- gjörn svín“. Viku síðar sagði hann að Madonna léti aðdáendur sína greiða himinhátt verð fyrir að fá að hlusta á varasöng hennar. Elton segist vera að vinna í því að ná betri stjórn á skapi sínu.    Leikkonan Lindsay Lohan, semsló í gegn í Freaky Friday, þurfti að leggj- ast inn á spít- ala fyrir helgi vegna þess að hún var með háan hita og slæman höf- uðverk. Fresta varð tökum á myndinni Herbie: Fully Loaded – end- urgerð á gömlu Disney-myndinni – vegna veikinda Lohans, sem er 18 ára. Síðustu fréttir af stúlkunni eru þær að hún er nú komin heim af spít- alanum en þarf að hafa hægt um sig á næstu vikum. Fólk folk@mbl.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra námsmanna Tilboðið gildir á allar erlendar myndir í Smárabíói, Laugarásbíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri þegar þú greiðir með Námukortinu. Góða skemmtun! FRÆGA fólkið í Bandaríkjunum hef- ur haft sig óvenjumikið í frammi nú á síðustu dögum fyrir kosningar og er almennt talið að langt sé síðan stjörn- urnar hafi látið sig forsetakosningar svo miklu varða. Það er líka gamalt kosningabragð að láta frambjóðendur slá sér upp með eins mörgum og skærum stjörn- um og mögulegt er, í þeirri von að það hafi áhrif á einmitt þá sem síst eru líklegir til að nenna á kjörstað, unga fólkið. Margar stjörnur telja þó enn að ekki sé ráðlegt fyrir frama þeirra að ljóstra upp stjórnmálaskoðunum, að þær bendli sig við einn frambjóðanda fremur en annan. Betra sé að hafa allar dyr (á Hvíta húsinu) opnar. Áberandi fleiri stjörnur hafa fylkt sér á bak við frambjóðanda demó- krata, John Kerry. Fræga fólkið slóst t.a.m. um að komast að á fjáröfl- unarsamkomu fyrir framboð Kerrys fyrir helgi og mátti þar sjá söngv- arann Neil Diamond og leikarana Ben Stiller, Robert De Niro og Leon- ardo DiCaprio. Færri hafa stutt Bush forseta op- inberlega, utan líklegra kandídata eins og ríkisstjórans og repúblík- anans Arnold Schwarzenegger, en þó nokkrir hafa hafa lýst yfir stuðningi við stríðsyfirlýsingar forsetans gegn hryðjuverkamönnum. Breski söngvarinn Morrissey – sem nú býr í Los Angeles – hefur lát- ið hafa eftir sér að „eina vitið“ sé að kjósa Kerry því forsetinn hafi gert bandarísku þjóðina að þeirri tauga- veikluðustu í heimi því fólk sé heltek- ið af hryðjuverkavánni. Kjósið breytingar Það hefur loðað við listamenn og skemmtikrafta að vera hallari undir vinstri-hugsjónir í pólitík og því ber mjög á hatrammri andstöðu gegn Bush forseta í þessum röðum. Hópur heimsfrægra tónlistar- manna fór þannig í 11 daga tónleika- ferð til ríkja þar sem tvísýnt þykir hvernig akvæði munu falla, í því skyni að leika tónlist og hvetja menn til að kjósa Kerry. Einn ötulasti stuðningsmaðurinn úr röðum stjarn- anna var þar í fararbroddi, Bruce Springsteen, en með honum léku m.a. Pearl Jam, REM og The Dixie Chicks. Yfirskrift tónleikaferð- arinnar var „Kjósið breytingar“. Springsteen kom síðan fram með Kerry á kosningasamkomu í Wisc- onsin og Ohio, þar sem hann lék lagið „No Surrender“ fyrir framan 80 þús- und stuðningsmenn Kerrys. Þá kom söngkonan Sheryl Crow fram á kosn- ingasamkomu Kerrys í Las Vegas og söng mótmælasöngva sem ákölluðu breytingar. En Bush forseti á sína stuðnings- menn úr röðum stjarnanna. Þannig lýsti grínistinn Dennis Miller því yfir hjá Jay Leno að hann væri „aðdáandi Bush“, einkum vegna framgöngu hans í Íraksstríðinu. Fred Thompson, leikari í sjónvarpsþáttunum Law and Order og fyrrum öldungadeild- arþingmaður fyrir repúblíkana kom fram í stuðningsauglýsingu fyrir Bush. Frasier er stuðningsmaður forset- ans, eða réttara sagt Kelsey Gram- mer leikari, og þá hefur Reba McEntire kántrísöngkona og leik- kona látið fé af hendi rakna í kosn- ingasjóð Bush. Á meðan stuðningsmenn Bush for- seta kjósa að láta fara minna fyrir sér halda stuðningsmenn áfram allt fram á kosningadag að ákalla þjóðina til að „kjósa breytingar“. Springsteen kom þannig fram á stuðningssamkomu fyrir Kerry í Cleveland í gækvöldi, nokkrum stundum áður en kjörklef- arnir voru opnaðir. Stjórnmál | Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum Stjörnurnar safna fylgi Reuters Bush forseti hefur reitt sig mjög á stuðning ríkisstjóra Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger. Reuters Springsteen og Kerry sneru bökum saman á kosningasamkomu í Ohio fyrir helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.