Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Page 2
178
SUNNUDAGSBLAÐIB
Þau sátu á bekk við alfaraveg
í sumarhita.
Hann: — Kæra fröken, gefið
þér mér einn koss.
Hún: — Eruð þér galinn, hvað
haldið þér að sagt væri, ef einhver
kæmi að og sæi það?
Hann: — Hér er enginn maður
nálægt.
Hún: — Guð sér það þó.
Hann: — Þá skulum við spenna
regnhlífina yfir okkur.
Hann fék ósk sína uppfyllta.
Læknirinn: „Þér fáið aldi'ei
heilsuna nema^ þér steinhættið að
drekka“.
Sjúklingurinn andvarpaði
mæðulega: „Ég er þá með öðrum
orðum ólæknandi“.
Gesturinn: „Ég þarf að koma
á framfæri umkvörtun. Hver
haldið þér að hafi bankað á dyrn-
ar hjá mér í gærkvöldi, þegar ég
var háttaður?“
Hótelstjórinn: „Það veit ég
ekki — hver var það?“
Gesturinn: „Enginn, helvískur
hótelvörðurinn stöðvaði hana í
fordyrinu“.
Prófessorinn: „Þér fáið ekki að
ganga til prófs“.
Stúdentinn: „Hvers vegna
ekki?“
Prófessorinn: „Líferni yðar hef-
ur verið þannig, að þáð hæfir ekki
að þér vígist hinu háleita prests--
embætti.“
Stúdentinn: „Þá verðið þér að
taka afleiðingunum af þessu, því
að þetta getur kostað marga menn
lífið“.
Prófessorinn: „Hvað eigið þér
við?“
Stúdentinn: „Ég er að hugsa ura
að snúa mér þá að læknisfræð-
inni“.
Hann: „Svo að þú elskar mig þá
ekki eftir allt saman; og þó hef-
urðu látið mig bera í þig konfekt
og blóm í fjóra mánuði“.
Hún: „Já, en ég elska líka kon-
fekt og-blóm“.
Hún: „Ég er háttvís stúlka,. og
læt ekki aðra en' bræður mína
kyssa mig“. , . •v '
Hann: „Já, einmitt; í hvaða
stúku-ertu?“
Vorið er komíð —
og í-suðrænum löndiun er fólkið farið að njóta sólar og útíveru.