Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 4
180 8trNNUDA«8BLA»I» gætrar menningar. Var faðir hans, Leóníd Pasternak, listmálari og móðirin, Rósa Kaufman, píanó- leikari. Á unga aldrei dreymdi Bóris um að verða tónskáld. Stefndi hann að því takmarki af miklum dugnaði, en fékk þá löng- un til að yrkja Ijóð. Fyrsta Ijóða- safn sitt. gaf hann út í lítilli þók árið 1914. Þegar byltingin var gerð 1917. var hann þegar orðinn þekkt og viðurkennt ljóðskáld. Pasternak gerði ekki uppsteyt gegn kenningum kommúnista, en gekk hinq vegar ekki í lið með þeim pf Kfi ocf sál. Hinir sovézku menm'ngprfrömuðir urðu gramir vfl'r skorti liarc á nólitl'skri hrifn- ingu og ávpnðn hann fvrir að fást við svo „úrelt“ verðmæti sem feg- urðina og sannleikann, samvizk- una og sálina. Fram undir miðjan fjórða tug aldarinnar fékk hann þó eigi að síður fjölda ’margar bækur út- gefnar. Ljóð hans bera vott um baráttu einstaklingsins fyrir til- veru sinni í maurabúfu hins sam- eiginlega, og þörfina fyrir að dæma menn og málofn? út frá sið- ferðilegu siónarmiði. í grein nokk urri ri+ar liann á þessa leið: „Það stendur aðeins í okkar valdi að gera eitt, — og það er að afbaka ekki hina lifandi rödd lífsins“. Að lokum þagnaði hann, — annað hvort sökum þess að hann vildi ekki eða gat ekki skrifað eins og stjórnarfyrirkomulagið krafðist. Til að vinna fvrir sér, tók hann að gefa sig að þýðingum og snaraði verkum Shakespeares, Goethes, S'chillers. Shelleys og Varlaines á rússneska tungu. Eftir lá+ Stalíns árið 1953 varð skanandi listamönnum andrúms- loftið nokkru mildara í Sovét- Rússlandi. Útgefendur dirfðust aftur að gefa út bækur eftir Past- ernak, og hann tók enn til þess, af áhuga. og einbeitni, að fullgera bók þá, er hann hafði unnið að um árabil. Hann sagði þýzku blaða- konunni Gerd Ruge, sem vár í heimsókn í Moskvu, að hann fyndi það skyldu sína „að bera sínum tíma vitni“, — „ekki vitn- isburð stjórnmálamannsins held- ur listamannsins“. Við annan sagði hann í samræðu: „Mig hef- ur alltaf dreymt um að skrifa bók, þar sem ég gæti eins og í eldingu látið í Ijós allar þær dá- semdir, sem ég hefi séð og kynnst í lífinu“. Sú skáldsaga var Zivagó læknir. Og hún kom í sannleika eins og elding, ,— svo enn nötra undirstöður Kremlar fyrir áhrif hennar. Zivagó læknir fjallar um sann- leiksleitandi lækni rússneskan, sem líka er skáld og heimspeking- ur. I upphafi lýsir bókin honum sem ungum manni árið 1943 og henni lýkur með láti hans á veld- isárum Stalíns 1929. í eftirmála heldur sögunni áfram til loka síð- ari heimsstyrjaldar. Sagan nær þannig yfir 40 óróleg ár, sem fela í sér tvær byltingar, eitt borgara- stríð og tvær heimsstyrjaldir. Mörg margvísleg og hrífandi mannlífsörlög eru fléttuð inn í frásögnina. Fyrst og fremst er hún þó málpípa höfundarins fyrir skoðun hans á sköpum mannanna og djúpa andlega innsýn hans. Til að byrja með heilsa þeir Zivago læknir og vinir hans falli keisaradæmisins og innreið bolsé- vismans með gleði, en flestir þeirra fá skjótlega ógeð á blóðs- úthellingunum og hatrinu. Mitt í ógnum borgarastyrjaldarinnar og hrottaskap sovétlögreglunnar reyna þeir að missa ekki sjónar á hinum einföldu og sígildu verð- mætum. „Leiðtogar þínir viðhafa mörg orð“, segir Zivagó læknir við bolsévískan ofstækismann, „en þeir gleyma því mikilvægasta: það er ekki hægt að þvinga' 'neinn til að elska“. í bók Pasternaks er byltingunni lýst á raunsæan hátt, án allrar rómantíkur. Hungursneyðin, pynd ingarnar, blóðbaðið, öll þau grimmdarverk, sem rauðliðar og hvítliðar kepptust um að fremja, umbreyting hugsjónamannanna í valdasjúka embættismenn, þræla- búðirnar, — allt er þetta dregið fram í dagsljósið af blákaldri raunsasi. En þótt bókin skýri frá þján- ingum eins manns, með þjóðlegan harmleik að baksýn, er hún allt um það jákvæð, meira að segja bjartsýn. Því hún staðfestir und- ur lífsins og duld. Hún staðfestir það,- að maðurinn verður ekki kúgaður til að hætta eilífri leit sinni að frelsi, gæzku og kærleika. Það er engin tilviljun að nafnið Zivagó er komið af rússneska orð- inu zivoj, er þýðir „lifandi“. Athuganir Pasternaks hitta næma taug í Sovétskipulaginu. Hann setur manninn ofar ríkinu, lífið ofar hinum pólitísku kenni- setningum, samvizkuna ofar ein- stefnunni. Þótt hann búi við stjórn er byggir á lygum og ógn- unum, staðfestir hann „ómót- stæðilega orku hins vopnlausa sannleika". Iiann teflir kristin- dóminum gegn liinni opinberu efnishyggju. Ritdómarinn Ed- mund Wilson skýrir þetta svo með fáum orðum í blaðinu New Yorker: „Ég hygg að Zivago læknir verði í framtíðinni einn af leiðarstein- unum í bókmenntalegri og sið- ferðilegri sögu mannkynsins. Eng- inn getur ritað slíka bók í einræð- isríki og sent hana síðan út um heiminn, án þess að eiga kjark mikilmennisins. Verk hans ber votfc um bjargfasta trú á listinni og mannsandanum.“ Bók Pasternaks ber ekki að skqða sem deilurit; eða „uppljóstr uri“ uffl 'ástandfðii Sóvétríkjásám- bandinu. Hann hefur einfaldlega lýst veruleika fjögurra áratuga af

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.