Sunnudagsblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Qupperneq 5

Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Qupperneq 5
BPNNUDAGSBXAÐIÐ 181 nákvæmni og eigin yfirsýn. Gragn- rýni hans er ekki pólitísk, — á- hugi hans er allur á sviði hins sið- ferðilega, hins fagurfræðilega og heimspekilega. En hvort Sem það nú hefur verið ætlun hans eða ekki, þá verkar bókin sem þrum- andi ákæra gegn kommúnisman- um. Hér fara á eftir nokkur sýnis- horn af sjónarmiðum þeim, er ganga eins og rauður þráður gegn- um bókina alla: „Sagan, eins og við þekkjum hana nú, byrjar með Kristi, og fagnaðarboðskapur Krists er grundvöllur hennar. Hvað er sagan? Hún er alda- löng kerfisbundin rannsókn á gátu dauðans með það fyrir augum að yfii-vinna dauðann. Það er í því augnamiði sem menn finna upp hinn stærðfræðilega óendanleika og rafsegulöldurnar, það er í þeim tilgangi sem þeir semja hljóm- kviður. En þetta og því um líkt er ekki hægt að finna upp, nema fyr- ir liggi viss andleg hæfni. í fagn- aðarerindi kristindómsins er að finna undirstöðuna til þeirrar hæfni. í hverju er sá grundvöllur fólginn? Fyrst og fremst í kærleik anum til náungans, sem er göfug- asti. votturinn um lífsorkuna er fyllir manninn og krefst útrás- ar Hugtök sem þessi verða Zivag'o lækni lokaprófsteinninn á hvern atburð, þar á meðal byltinguna. „Ég var einu sinni mjög byltinga- sinnaður,“ segir hann á einum stað, „en það er ekki skoðun mín framar, að neitt sé hægt að öðlast meö ofbcldi. Það verður að beita góðvild til þess að leiða mannkýn- ið til hins góða.“ Bókin ber vott um mikla virðingu fyrir hinum einfalda manni, og jafn mikið van traust til hins rembiláta ríkis- valds. „Þegar ég þugaa uin þjóöíélags- umbætur, eins og litið hefur verið á það viðfangsefni eftir október- byltinguna, fyllist ég ekki hrifn- ingu. Þær eru svo langt frá því að vera komnar í framkvæmd, og tim ræðurnar um þær einar, hafa kost að þvílíkan hafsjó af blóði, að ég er allt annað en sannfærður um að þar muni árangurinn helga með alið. Einu vil ég bæta við og það er í mínurn augum hið allra vesrta: þegar ég heyri fólk tala um að fella sjálft lífið í annað form, missi ég stjórn á mér og fyllist algerri örvænting'u . . . Fella lífið í annað form! Þeir sem þannig tala, hafa aldrei skilið minnstu ögn í lífinu, — þeir hafa aldrei fundið anda þess og hjart- slátt, gildir einu hversu mikið þeir hafa séð og heyrt. Þeir líta á það sem bút af hráefni, er þeir verða fyrst að móta og fága í hendi sér. En lífið er ekki efniviður, ekki hráefni sem hægt er að móta. Ég segi yður að eðli lífsins er hæfi- leiki þess til að endurnýja sjálft sig. Það yngir sig stöðugt upp, end urskapast og umskiptist, það um- breytir sjálfu sér. Það er óendan- lega hátt hafið yfir yður 0g mín- ar barnalegu hugmyndir um það Byltingamenn þeir, sem taka lög'in í sínar eigin hendur, fylla mig skelfingu, — ekki fyrir þá sök, að þeir séu glæpamenn, heldur vegna þess að þeir eru eins og vél- ar, sem menn hafa misst vald yfir, eða járnbrautarlest, sem lætur ekki að stjórn.“ Þannig er bókin, sem farið hef- ur í taugarnar á kempunum í Kreml. Pasternak var svo einfaldur að treysta því, að skáldsagan myndi fást gefin út. Þegar hann hafði lokið bókinni, sendi hann hana út- gefanda bókmenntatímaritsins Novy Mir. Lét ritstjórinn 7.500 o.rða útskýringu fylgja afsögninni. „Það sem gerði okkur órólega út af skáldsögu yðar,“ skrifaði hann, „er nokkuð sem hvorki ritstjórn- in né höfundurinn getur breytt með því að stytta hana eða endur- skoða. Það er blærinn og tónninn í allri sögunni, — lífsskoðun höf- undarins.“ Þótt þetta væri meint sem leið- beining, er það í raun réttri lofs- yrði. Það sýnir nefnilega að bein- ar árásir bókarinnar hafa komið minna við yfirvöld Sovétríkjanna, að því er virðist, heldur en hinn siðferðilegi og trúarlegi kjarni hennar, — áherzla sú, sem l.ögð er á hamingju einstaklingsins, á sál- arlíf hans. Jafnvel þótt allar „and kommúnískar11 greinir væru strik aðar burtu, myndi það engu breyta um hinn mannúðleg'a (húmanist- iska) anda, sem bókin er rituð í. Hún myndi stöðugt bera vitni því geysilega djúpi, sem staðfest er millum manna eins og Zivago læknis annars vegar og hinna ó- hefluðu leiðtgoa Rússlands hins vegar. Stjórnendurnir í Kreml þorðu blátt áfram ekki að eiga það á hættu að leyfa þegnum sínum að- gang að þessari bók, svo gegnsýrð af kærleika til mannanna sem hún er. Því eignaðist bókin um Zivago lækni ekkert föðurland. Pasternak smyglaði bókinni ekki úr landi. ítali nokkur að nafni Sergio d’Angelo, sem er bók menntanjósnari fyrir bókaútgef- andann Giangiacomo Feltrinelli, en hann var hlynntur kommún- istum, — var staddur í Moskvu og heyrði getið um Zivago lækni af tilviljun. Náði hann sambandi við höfundinn, sem tók því fegins hendi að fá honum handritið í hendur og undirritaöi samning um útgáfu þess erlendis. Hafi Paster- nak farið kringum lögin með þessU, gerði hann það að minnsta kosti ekki af fúsum vilja. Sovétstjórnin gerði sitt ítrasta til þess að hindra útgáfu bókar- Gjörið svo vel að fletta á bls. 190,

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.