Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Side 6

Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Side 6
102 . SUNNUDAGSBLA8IS Farið vel með magann Eftir Richard Carter. FJÖLDA manna finnst maginn í sér erfiður og ofnæmur óróa- seggur, fullur af sýrum, og skella gjarna skuldinni á hann svo að segja hvert einasta skipti sem eitthvað gengur að þeim innvort- ís. Flestir læknar eru hins vegar þeirrar skoðunar að maginn eða réttara sagt magapokinn, sé ákaf- lega traust, áreiðanlegt og iðju- samt líffæri, að það komi sjald- an fyrir að hann orsaki alvarleg- an lasleika, og þá einungis því að- eins að hann verði fyrir mikilli misnotkun. Annars hafa læknar uppgötvað marga furðulega hluti um maga- pokann: □ Starfsemi hans og tilgangur, sem margir ólæknislærðir menn telja sig geta gefið á nákvæmar skýringar, er þó í ravrn réttri lítt ráðinn leyndardómur. Magapok- inn annast aðeins einn þátt í þeirri gagngeru meltingarstarfsemi, er mylur fæðuna og blandar þangað til líkaminn getur sogað hana í sig. Þannig sýnist hann til dæmis inna af höndum áberandi minna meltistarf en þarmarnir. □ í magapokanum myndast sýra, svo sterk að hún getur leyst upp húðina í lófum manna. í honum er líka efni að finna, er verndar magaveggina svo vel, að ekkert getur komizt inn í þá, — jafnvel ekkí magasýran. □ Fólk er þjáist af magasári, má bersýnilega borða svo til allan mat sér að áhættulausu, ef það aðeins borðar nógu oft. □ Þó er einkenniiegasta uppgötv- unin ef til vill sú, að sé maga- pokinn heill og hraustur, lætur hann sér nokkuð svo á sama standa um hvaða fæða er í hann láíin, að vissu marki. Hann ræður hiklaust við allt sem a) telja má ætilegt, b) ekki er allt of heitt, kalt eða kriddað, c) ekki er borð- að við andlega þvingun eða van- an, sem truflar taugar magans eða vöðva. Andleg spenna getur haft enda- skipti á öllu í jafnvel hraustustu magapokum. Viðbrögð magans fara eftir því hvers konar áhrif- um hann verður fyrir. Tökum eitt dæmi: Tveir verkamenn verða fyrir hörðum ákúrum frá yfirboð- ara sínum. Öðrum þeirra finnst sem eldfjall sé að gjósa í magan- um á honum, en hinum eins og magi hans hafi farið fimm sinnum gegnum þvottavindu. Sá fyrr- nefndi er reiður. Magi hans sýður af baráttuhug, hann verður eld- rauður og sýrurnar þeytast innan um hann. Hinn maðurinn er frem- ur hræddur en reiður, magapoki hans liggur kyrr, þróttlaus af ó- gleði, — í auðmjúkri undirgefni. Magapokinn er oft að ástæðu- lausu sakaður um einkenni, er stafa frá öðrum sjúkdómum í öðr- um líffærum. Sé um hjartasjúk- dóm að ræða, geta mistökin vald- ið hættulegum afleiðingum. Menn hafa beðið bana fyrir þá sök að verkur í hjarta hefur verið álit- inn meltingarþrautir, eða blóð- tappi í hjarta tekinn fyrir meiri háttar magakvilla. Sjúk lifur, gall blaðra, kirtill í holi eða nýra geta gefið frá sér hættumerki, sem ekki er á annara færi en lækna að IMaganum eru niargar vammir kenndar, enda þótt hann sé okk ur í rauninni hin mesta hjálp- arhella. En oft valda tilfinn- ngar okkar honum örðugleik- un. UWHMMHUMMMMHMMHMW greina frá einkennum magasjúk- dóms. Sjálfur getur sjúklingurinn hæglega fundið til verkja í mag- anum, þótt sjúkdómurinn sé ann- ars staðar f líkama hans, vegna þess að þrautirnar hafa verið sím- aðar til magans eftir taugunum. Svipuðum erfiðleikum er stund- um að mæta við krabbamein, botn langabólgu, lungnabólgu, mænu- bólgu, beinberkla og ýmsa aðra sjúkdóma. Þegar svo ber til getur verið bi’áðhættulegt að ákveða sjálfur sjúkdómsgreiniliguna og reyna að hafa sér samkvæmt henni. í stað þess að drekka mjólk til þess að „koma ró á magann“ er sjálfsagt að vitja læknis síns. Hversu mikla trú sem maður kann að hafa á þýðingu sálarlífs- ins og áhrifum á meltinguna, er vitanlega fráleitt að staðhæfa að allar magatruflanir stafi af and- legum truflunum. Maður getur til dæmis orðið hreint ijandalega á sig kominn af því að borða yfir sig. Meltingartruflanir geta líka komið fram við tilraunir líkam- ans til að losna við eiturefni, veir- ur eða gerla. Alkunnasta dæmið er líklega inflúensan. Uppköst þau og niðurgangur er gjarna fylgir þeirri veiki, koma af ósjálfráðum vöðvahreyfngum. En þær hreyf- ingar upphefjast ef veggir þarm- anna verða fyrir áhrifum veir- anna. Líkaminn reynir þá ósjálf- rátt að losna við þetta smitandl innihald maga og garna. Hið sama kemur í ljós ef matareitrun á sér stað. Líkaminn snýst þá öndverð- ur til andspyrnu, oft á kvalafullan hátt, í því skyni að losa sig við hin hættulegu efni, svo fljótt sera

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.