Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 7
StJNNDD AGSBLAÐIÐ
183
Unnið að skurðaðgcrð við meinsemd í maga.
auðig er. En það eru þarmarnir
°S ekki magapokinn, sem öflug-
ast viðnám veita, og orsaka því
^Uestar kvalir, við matareitranir
°S veirusjúkdóma.
Magapokinn liggur ekki eins og
Uiargir halda, að baki hins mjúka
Ve8gjar kviðarholsins, heldur inn-
au undir neðsta rifinu, ofurlítið
Vlnstra megin við miðju líkamans.
Ekki er hægt að mæla hann af
heiuni nákvæmni, því hann breyt
lr stöðugt um lögun. Þegar hann
er tómur, hangir hann niður af
yélindinu líkt og blaðra, sem loft-
ið er farið úr, og er þá um það
bil 40 cm. langur enda milli, frá
vélinda fil skeifugarnar. Þegar
magapokinn er hraustur og hefur
fæðu til að fást við, dregst hann
saman og er þá einna líkastur af-
arstórri baun. Þá er hann ekki
nema 20 cm. langur, en er aftur
á móti orðinn tíu cm. að þvermáli.
Fyrsta munnfylli máltíðarinnar
er ekki einu sinni komin niður í
magapokann, þegar hann fer að
kippast til eins og af eftirvænt-
ingu og gefa frá sér magasafa.
Þessar hreyfingar koma frá tauga-
kerfinu eftir að heilinn hefur
orðið fyrir sjón, lykt eða jafnvel
einungis hugsun um mat. Enda
þótt engin fæða sé á leið niður í
magapokann, dregst hann þó sam-
an þriðju eða f jórðu hverja klukku
stund. Þessar hreyfingar eru hluti
af sultarkenndinni. .
Hið athyglisverðasta við maga-
pokann er magasafinn, en kunn-
asta efni hans er saltsýra. Jafnvel
seigasta kjöt tekur miklum breyt-
ingum við að baðast í þessari sýru.
Jafnframt mala meltfhreyfingar
magans það í mauk er nefnist
kymus. Loks örvast meltingin af
kemiskum efnum í magasafan-
um.
HVernig getur magapokinn kom,
izt hjá því að eyðast upp af sinni
eigin sýru? Það er bersýnilega að
þakka öílugri slímhúð, er þekur
veggi magans að innanverðu. Þetta
slím afsannar allar hugmyndir um
að vissar fæðutegundir erti maga-
pokann. Ekkert af því sem við
kyngjum við máltíð er nándar
nærri eins sterkt og sýra sú, er
alltaf fyrirfinnst í magapokanum,
— ekki einu sinni svo beizk efni
sem spænskur pipar, karrý, edik
eða reykt síld. Og það hafa rann-
sóknir leitt í ljós að slímið veiti
jafn mikla vörn gegn „ertandi
fæðutegundum“ sem gegn maga-
saftinni sjálfri.
Jafnvel þótt magapokinn hafi
miklu og margþættu hlutverki að
Gjörið svo vel að fletta á bls. 187.