Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Page 12

Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Page 12
188 SUNNUDAGSBLAÐIÐ m Fframhaldssaga. v llillllllllllllll Nr. 3. Barátfa Allans EFTIR ALICE CRAY. 1 „Og svo var annar, Churchill, sem „eigi illmælti aftui’ er honum var illmælt“, sem var jafn blíður og ástríkur og hann var hugprúð- ur, — hann, sem lýsti því djarf- lega yfir, að hann væri konungur, hann, sem lýsti sérstakri blessun yfir hinum hógværu". „Nú, jæja“, sagði Churchill seinlega. „Ég ber víst lægri hlut, ef við ræðum lengur þetta mál, því þú berð ævinlega sig'ur úr být- um í orðaskiptum okkar. Heyrðu, nú er hringt; við verður að fara. Halló, þarna fara blöðin þín!“ Um leið og hann mælti þetta, beygði hann sig niður til að taka upp blöðin, sem dottið höfðu úr bók Allans, en áður en hann gat náð í þau, varð Allan fyrri til, greip þau upp í snatri, og leit um leið framan í Churchill með á- hyggjufullu, spyrjandi augnaráði. „Hvað gengur að þér?“ spurði Churchill undrándi. „O, ekki neitt“, stamaði Allan. „Komdu, við verðum of seinir“, bælti hann við, og næstum dró vin sinn út úr herberginu, en um leíð og þeir fóru út, tók Churc- hill eftir því, að Allan sneri sér við, og gætti nákvæmlega í kring'- um sig, eins og til að fullvissa sig um, að ekkert hefði orðið eftir. :„Hvað vantar þig, Allan?“ spurði haiin; „þú heíur víst þýð- ingu þína; er ekki svo?“ „Þýðingu mína? Já, það held ég“, svaraði Allan hálf hikandi. „Ertu ekki viss um það? Opn- aðu bókina og gættu að því“, sagði Churchill, og lagði höndina á gríska lesbók, sem Allan hélt á. En Allan kippti henn að sér í snatri og mælti: „Þess þarf ekki, hún er þar — já, ég er viss um hún er þar“. Síðan hraðaði hann sér til kennslu stofunnar, og kom þangað inn lít- ið eitt á undan félaga sínum, „Hvað ætli gangi að honum?“ hugsaði Chureliill. Én hann gleymdi brátt þessu litla atviki fyrir námsgreinum sínum. Undir eins og Allan kom inn til íélaga sinna, sá hann að aðvörun Churchills hafði ekki verið óþörf. Þegar hann gekk fram hjá púlti Seatons, heyrði hann hvíslað orð- unum: „hógvær sem Móse“ og áð- ur en hann var setztur f sæti sitt, var hvxslið orðið að suðu í hálfum hljóðum, sem skyndilega þagnaði við hátt og snöggt högg, sem kenn arinn barði í borðið fyrir framan sig. Auðvitað voru orð þessi ekki endurtekin af hinum eldri og sið- .prúðari bekkjarnautum lians,, cn jafnvel þeir sýndu honmn ekki sömu alúð og þeir vpm vanir. Enginn þeirra talaði prð um Þa'ð sem á milli bar, en á svip þeirra og látbragði varð hann var yið breytinguna, sem orðin var á hug- arþeli þeirra til hans, þó hann hefði varla getað gejrt grein fyrir. í hverju þessi skortur á vinsemd kom fram. Hann var viðkvæmur sem kvenmaður, og þessi kali varð honum enn tilfinnanlegri fyrir það, að sá sem hann elskaði og treysti maima bezt, hafði sárlega hryggt hann einmitt þennan sama morgun. En engimx, sem leit á stillilega andlitið á honum, hafði hugmynd um þann sársauka, sem lá hulinn bak við þessa rósemd- arblæju. Morguninn leið seint, en loks kom sú stund, sem hann þráði. Klukkan sló tólf. Nú gat hann að minnsta kosti hálfa klukkustund komist undan þvx’ að sjá hæðnissvipinn á andlitum fé- laga sinna, hvert sem hann leit. Ennþá einu sinni tók hann upp grísku lesbókina sína, því þýðing hans var ekki fullger, og gekk í gegnum piltahópinn, sem ruddist út úr skólanum til að nota hinn venjulega hálfrar stundar frítíma, og stefndi að litlum laufskála fyr- ir neðan grasflötinn, þar sem hann vonaði að geta fullgert þýðingu sína í næði. En er hann gekk inn, sá harm að einhver var þar fyrir. Hann hafði sig þá út aftur hið bráðasta, án þess að gæta að, hver kominn var á imdan honurn, og ætlaði að ganga burt. Þá kallaði Laurence Bronson á hann, svo hann staðnæmdist. „Komdu inn, Allan, ég er bara að lesa“. Þetta voru fyrstu vingjarxxlegu orðin, sem hann heyrði til sín töl- uð eftir það, sem þeim Bentley hafði á milli farið. „Þakka þér fyrir“, sagði hann innilega.„,Það gleður mig mjög að yera loksins boðinn velkomixxn. Enginn piltanna liefur viljað hafa mök við mig í morgun“. „Ég sé það, og það er þeim til skamroar", sagði Bi'onson með hluttekningu. „En segðu mér eitt, Allaix, Hvers-vegna eru þeir bræð- urnir Bentley þér svona óvin- veittir?"

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.