Sunnudagsblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 14
190
sem stóö þarna teinréttur og tfgu-
legur, og horfði með alvarlegum,
næstum ógnandi svip á piltahóp-
ana, sem ruddust inn um opnar
dyrnar, barst vitneskjan um það,
að doktorinn væri inni, til hinna
sem úti voru, og þá fóru drengir
að hafa hægara um sig, því þó
þeir, ef til vill, hefðu ekki sérlega
miklar mætur á doktornum, báru
þeir þó að minnsta kosti mikla
virðingu fyrir honum. Hann var
einn af þeim mönnum, sem með
andlitssvip sínum vekja fremur
virðingu en kærleika. Drættirnir
kringum munninn voru hörkuleg-
ir, dökkgi'á augun hvöss, og hann
gat sett upp ægilegan reiðisvip, ef
honum þótti þess þurfa, og þenn-
an morgun þóttist hann víst hafa
tilefni til þess, því piltarnir höfðu
ekki í langan tínia séð slíkan
strangleik og hörku skína út úr
hinu göfuglega andliti hans.
„Ungu menn!“ byrjaði hann
með hárri og hljómskærri röddu.
Hann ætlaði sér auðsjáanlega að
vekja athygli hvers eins, sem inni
var í kennslustofunni. Það hefði
mátt heyra títuprjón detta, svo
mikil var kyrrðin. „Ég hef kallað
ykkur svona snemma, af því ég
vil tafarlaust fá vissu um, hver sé
upphafsmaður að mjög auðvirði-
legu og andstyggilegu . hrekkja-
bragði, sem beitt hefur verið við
prófessor Bentley. Ég veit ekki
enn hverjir þeir eru, sem leikið
hafa skrípaleik þennan, en jafn-
skjótt og þeir eru uppvísir orðnir,
skulu þeir reknir úr skólanum.
Mörgum ykkar er án efa ókunn-
ugt um kringumstæður þær, sem
ég hér á við. Svo er mál með vexti
að til eru menn — og þar á meðal
sumir af hinum beztu og hugrökk-
ustu — sem þjást af óbeit og
hræðslu við eitthvað sérstakt, og
þið vitið allir af reynslunni, að
prófessor Bentley þjáist af þess
konar hræðslu. Þetta móðgandi
háðkvæði, sem ég held á, hefur
IUNNUDAðSB&ABIB "
verið skrifað af einum félaga ykk-
ar, og var í dag límt á hurð pró-
fessorsins, og ennfremur var kött-
ur bundinn með snæri við hand-
fangið. Til allrar hamingju komst
hrekkjabragð þetta upp áður en
Mr. Bentley gekk til herbergis
síns. Ef þeir, sem framið hafa
þessa svívirðingu, vilja játa sekt
sína, spara þeir sér mikla fyrir-
höfn, því ég hef fastráðið, að þeir
skuli ekki sleppa, og ég skal kom-
ast fyrir þetta til hlýtar, þó að ég
þyrfti til þess fleiri mánuði.“
Að þessari ræðu doktorsins lok-
inni varð dauðaþögn. Piltarnir
litu hyer til annars með undrandi
og spyrjandi augnaráði, en ekki
heyrðist minnsta hvísl eða hreyf-
ing. Dr. Drayton starði á þá ýgld-
ur á brún, og gætti nákvæmlega
að, hvort ekki sæjust á einhverj-
um merki þess, að hann væri sek-
ur, en hann varð einskis var, sem
gaf honum tilefni til að gruna
nokkurn þeirra. Eftir að hann
hafði í nokkur augnablik rannsak-
að þessi unglinga-andlit, sem
skiptu hundruðum, tók hann aftur
til máls: „Vill ekki höfundur þess-
ara lína gera svo vel að koma hing
að og losa mig við þær.“
Framhald.
UlllllllllllllItlIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUlllllllHÍlllllIIIIIIIIKIIIIIMIIIH
SIVAGO
LÆKNIR
Greinin byrjar á bls. 17í).
innar utan Rússlands. Og það mis-
tókst þeim einungis fyrir þá sök
að Feltrinelli var maður sem ekki
lét segja sér fyrir verkum.
Leiðtogar Kommúnistaflokks
Ítalíu fengu skipun um það frá
Moskvu, að fyrirbjóða honum að
gefa skáldsöguna út. Rússneska
sendiráðið mótmælti því einnig.
En Feltrinelli gaf öllum sama
svarið: „Það eina sem máli skipt-
ir i minum augum er, að Zivagú
læknir er meistaxaverk!“
Feltrinelli var af efnafólki kom
inn, en hafði gefið út ýmsar bæk-
ur í kommúnistískum anda. En
harmleikurinn í Ungverjalandi
hafði veikt trú hans á kommún-
ismanum til mikilla muna. Og
þegar skorin var upp allsherjar
herör til þess að bæla niður frá-
bært bókmenntaafrek, hvarf hún
með öllu. Skömmu eftir að hann
hafði sent Zivagó frá sér í ítalskri
þýðingu, gekk hann úr flokknum
og lét þýðingarréttinn eftir útgef-
endum utan Ítalíu, Hvarvetna þar
sem bókin kom út, var henni á
lofti haldið fyrir bókmenntagildi
sitt og pólitíska þýðingu.
Á Italíu lýsti Alberto Moravia
henni sem. „mikilsverðri bók er
fáa líka á í bókmenntum nútím-
ans“. Á Englandi lofaði. Sir Isaiah
Beríin hana sem snilldarverk. í
greinargerð í Times var minnst
á „hið volduga vænghaf, hina
djúpu innlifun og fegurð £ skáld-
sögu Bóris Pasternaks“. Og allt
birtist þetta áður en kunnugt var
orðið um ákvörðun sænsku aka-
demíunnar.
Þegar Moskvuvaldið lagðist
gegn Pasternak, kvað við einróma
fordæming gegn því, frá rithöf-
undasamböndum um allan heim,
allt frá Ástralíu til íslands. í
Noregi, ítalíu og víða annars stað-
ar kom upp krafa um að stöðva
öll bókmenntaleg samskipti við
Sovétríkin, á þeim forsendum að
Rússar hefðu rangan skilning á
ménningu.
Margir rithöfundar er unnið
höfðu bókmenntaverðlaun Nóbels,
lýstu mikilli ánægju yfir ákvörð-
un sænsku akademíunnar. Meðal
þeirra voru Pearl S. Buek, Ber-
trand Russel, Francois Mauriac,
Albert Camus og T. S. Eliot. Ca-
mus sagði: „Það hefði ekki verið
unnt að velja betur“. Mauriac
tuldi Zivagó „kannske mcrkilegT
ustu akáldsþguua A vorum dög-
um“; og fullyrtr að nefndin hefði