Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 11
störðu hörkulega á frú Salm- on. Hún hristi höfuðið. Þar með var málið útkljáð. Enginn vitnanna þorði að sverja fyrir, að það hefði ver- ið ákaerði, sem þau sáu. Og bróðirinn? Hann hafði einn- ig fjarvistarsönnun. Hann hafði verið heima hjá kon- unni s'nni umrædda nótt. Afleiðingin varð sú, að á- kærði var sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum. — Hvort það vár hann sem framdi morðið eða bróðir hans og hvort það var morðinginn, sem hlaut refsingu, — veit ég ekki. Hitt -veit ég, að þessi undarlegi dagur fékk enn þá undarlegri endalok. Ég var samferða frú Salmon úr rétt- arsalnum, en við vorum kró- uð inni af mannfjöldanum, — sem beið fvrir utan, — að Sjálfsögðu til þess að sjá tví- burana. Lögreglan reyndi að dreifa mannfjöldanum, en þeim tókst aðeins að koma í veg fyrir að umferðin stöðv- aðist.. Síðar frétti ég, að tví- burunum hefði verið ráðlagt að fara út bakdyramegin, en þeir hafi ekki viljað það. Ann ar þeirra — enginn vissi hvor — sagði: — Ég er þó aftur frjáls maður! Þeir gengu út um aðaldyrn- ar. Þá gerðist það. Ég veit' ekki nákvæmlega, hvernig það bar til, enda þótt ég stæði aðeins nokkra metra frá .Fólksfjöldinn hreyfðist og á einn eða annan hátt var ann- ar tvíburanna hrakinn út á götuna, rétt fyrir framan strætisvagn. Hann skrækti eins og stung- inn grís. Höfuð hans var möl- brotið nákvæmlega eins og höfuð frú Parkers. Guðdóm- legt réttlæti? Enginn veit. — Bróðir hans stóð yfir honum og starði yfir til frú Salmon. Hann grét, en hvort hann var morðinginn eða hinn sak- láusi, mun enginn nokkru sinni geta sagt með vissu. En ef þér væruð í sporum frú Salmon, haldið þér þá, að þér gætuð sofið á nóttinni? Fariö upp á Skaga Framhald af bls. 6. Það leið ekki löng stu.nd áðuren hann hrökklaðist út aftur og gnísti tönnum af vonzku. Að vísu höfðu vakn- að grunsemdir með honum þegar dólgurinn vildi enga greiðslu fyrir ómakið. En hann hafði ekki búist við að snöggklæddur ofursti mundi koma til dyra og reka hann öfugan út. Hann hljóp v:ð fót að skúrnum í þeirri veiku von að dólgurinn leyndist þar enn og hugsaði honum þegjandi þörfina. Og vissulega var Ágúst kauprnaður þar ennþá. En það varð minna úr hefnd- orhug dátans þegar hann sá Ágúst kaupmann liggja endi- FíUFFY! RUFFy! , [scoarER.! Ludoe. T UA , MAMSEN , VAP TfR. \,t<' t'i/ Y'HijlDjmÁ u, j 1*2» • --s_ Hefðarmærin — Fluffy, Huffy, Scooter, Hvutti! Hvutti — Já, mamma, hvað er það. 0AS M SNtíi MATTE V/ILL ATT IMI SkTA StTPA VACtré»?T -- SÁ HOKI EN Hefðarmærin — Nú verðið þið Öll að sitja fallega, svo að hún fái góða mynd af ykkur. Sitjið nú fallega! Sitjið fallega, sagði ég VAR PFT S& HÆR. DU MFNADB, MAMMA ? Konan — Það hlýtur að vera hefðarmærin, sem Hvutti & Co. skilur ekki. Var það svoma, sem þú meintir, mamma?l iiiMiaaMB|npiniiiii|BiiiBBiti|iiipinwpwf™»«MM langan í blóði sínu og gömul kindabyssa við hlið hans. Sjúkrabíllinn kom fljótlega og vælandi sírenur komu hverfinu í uppnám, nágrann- arnir þustu að og það leið yfir Guðrúnu tvíburamömmu þegar hún tróð sér fremst í mannhringinn til að sjá hvað var um að vera. Þarna hefur gæsin haft það af ,tautaði Mæa í kjallaran- um og grannkonurnar litu uppí svefnherbergisgluggann. Þar brá fyrir dökkum skugga andartak sem hvarf jafnskjótt og konurnar litu upp. Á Slysavarðstofunni var saumaður saman skurðurinn á höfði kaupmannsins og gamla hjúkrunarkonan var á- hyggjufull á svipinn. En lækn irinn sagði að þetta væri ekki annað en skinnspretta guði sé lof, örið mundi að vísu ekki hverfa en að öðru leyti væri allt í lagi. Þegar þau höfðu lokið við að reifa höfuðið á kaupmanninum, skrúfaði læknirinn frá krananum og fór að þvo sér um hendurnar. Þú mátt labba heim, þetta var sem betur fer ekki neitt, sagði hann og leit um öxl til Ágústs, passaðu bara að fara varlega með skotvopn næst. Og í því Ágúst kaupmaður smokraði sér útum dyrnar og tautaði eitthvað í kveðju- skyni, stakk hjúkrunarkonan höfðinu útum gættina og kall- aði: Næsti! Gerið svo vel! $unnudagsblaðið 11

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.