Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Page 5

Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Page 5
SÚ SAGA, sem eg ætla að segja. er frá þeim tíma, þegar ég var enn giftur og neyddist til þess að lifa tvöföldu lífi. Eins og allir aðrir eiginmenn var ég stöðugt neyddur til að fót- umtroða þau heit, sem ég eitt sinn hafði gefið. Ég leit eig- inlega á það sem sjálfsagðan hlut, þar til félagar mínir, sem gjarnan koma fram sem hugsjónamenn, fóru að að- vara mig og taenda mér á all- ar þær hættur, sem lægju í leyni fyrir mér, ef ég herti ekki upp hugann snarlega og brytisr úr fangelsinu. Félag- ar mínir voru allir fráskildir og sóru og sárt við lögðu, að skilnaðurinn hefði gert hrein- ustu kraftaverk. — Líf þitt verður bæði sann ara og mannlegra, sögðu þeir nú, er þeir höfðu öðlast hina langþráðu tilveru, þar sem þeir voru svo dásamlega laus- ir við samvizkukvalir hvers konar og þjáðust aldrei af þeim grun, að þeir væru ekki það, sem konur þeirra héldu. hjuggum við í gamalli ítaúð, sem hafði verið færð í nítízku legan búning. Þetta var fyr- irtaks íbúð, — hið eina, sem vantaði var baðherbergi. Þess vegna fór ég alltaf öðru hvoru til einhverra af kunningjum mínum, sem voru betur sett- ir í þessum efnum. Og konan mín, sem alltaf hélt því fram, að tortryggni milli hjóna væri merki um skort á trausti — aldeilis hræðilegur skapgerð- arbrestur í hennar augum — hafði aldrei neitt út á þessar tíðu ferðir mínar að setja. Þvert á móti. Það var langt frá því sjaldgæft, að hún bein- línis örvaði mig til þeirra, og auðvitað taldi ég það mikinn kost. Föstudaginn 17. febrúar 1949 sagði ég við konuna mína, að ég ætlaði til tilbreyt- ingar að heimsækja baðhús bæjarins og fá nú einu sinni ærlegt bað, áður en ég færi til vinnuherbergis míns til þess að leggja síðustu hönd á samtalskafla í einni af mín- um svokölluðu „merkilegu skáldsögum“. Hið= síðastnefnda lét ég ekki á mig fá, þar sem ég hafði talið konu minni trú um, að það yrðu að vera sérréttindi skálds að vera tilitslausari en aðrir menn og það væri nauð- synlegt fyrir mig að vera hvar sem mér þóknaðist, ef ég ætti að geta lifað yfirleitt. Auk þess hafði ég vinnu- herbergi eingöngu fyrir sjálf- an mig rétt fyrir uían bæinn, — stað, þar sem konan mín hafði aldrei stigið íæti. Félagar mínir höfðu samt sem áður rétt fyrir sér. Hjóna bandið var fengelsi. Ég byrj- aði nú smátt og smátt að sjá það með augum hins frelsaða fanga, og var fullkomlega sannfærður um, að konan mín liti á sjálfa sig sem spegil- mynd hinnar fyrstu konu, sem guð skapaði, og leitaði að sín- run Adam eingöngu til að full- nægja sinni eigin girnd. En ég verð að segja, að ég varð mjög undrandi, þegar hún, sem hafði samþykkt mitt skáldlega einkaleyfi til þess að vera tillitslaus í hjónaband inu, kærði mig umsvifalaust fyrir hjúskaparbrot, þar sem ég vildi ekki lengur vera auð- sveipur! Þess vegna voga ég mér líka að halda því fram, að hjónabandið geri alla sann leikselskandi menn að afbrota mönnum og til þess að sanna að ég meina það í alvöru lýsi ég hér með yfir, að ég skiidi við konu mína vegna hug- sjónaágreinings, og það var ' álitin dauðasynd, þar til hún fyrir nokkru síðan giíti sig aftur, — að þessu sinni menntaskólakennara. Þegar þessi saga gerist, Það fannst henni prýðilegt (eins og alltaf) og skipaði mér að fara- í furunálabað, — fyr- irtaks r.áð, sem ég var strax ákveðinn í að fylgja. Daginn áður hafði bakhlutinn á mér orðið fyrir herfilegu áfalli. Ég hafði sezt heldur harka- lega á stól, sem ég hélt að væri töluvert mýkri, en raun varð á, svo að það mundi sann arlega ekki veita af að lina þjáningarnar. Ég fann hræði- lega til, bara ef ég hreyfði mig hið minnsta. Daman við afgreiðsluna vísaði mér á klcfa. Þetta var klefi númer fjögur, sem ég hafði fengið og milli hans og klefa númer þrjú var steypi- baðsherbergi, sem var sam- eiginlegt fyrir báða klefana. Ég raulaði vísu, meðan ég klæddi mig úr, og stóð kvik- nakinn, þegar baðkonan leit inn og skipaði mér að leggj- ast í baðkarið. í fjöldamörg ár hafði hún verið hér einn allsherjar hreinsunarengill, — engill yfir öllum englum og í hennar augum var hver einasti karlmaður eins og opin bók og þess vegna lét hún ekki ginnast af neinum þeirra. Og nú átti hún sem- sagt að skrúbba mig, hinn ó- líklegasta af öllum! Ég var mjög lukkulegur yfir þess- ari hugsun minni og það reyndi ég að gera henni skilj- anlegt með því að halda fast um hægri handlegg hennar með báðum fótunum, þegar hún stakk hendinni niður í baðkarið til þess að hleypa það miklu vatni úr karinu, að hvíti sloppurinn hennar vrði ekki holdvotur, þegar hún færi fyrir alvöru af stað með skrúbbinn. — 'Verð ég nú reglulega fínn og hreinn, sagði ég í spaugi. — Já, það skulum við vona, svaraði hún og gerði hnykk með höfðinu, sem átti að vera merki þess, að nú ætti ég að snúa mér við. — Ó, ó! Varlega, varlega! jarmaði ég minnugur harða stólsins frá deginum áðu;. En mér fannst það dásamlegt, að hún skyldi standa þarna og fást við kroppinn á mér án nokkurs annars tilgangs en ásaga eftir Setter lind einfaldlega gera mig hreinan! Mér datt í hug, hvort mörg hjónabönd gætu ekki byggst á því, að hjónin létu þetta form fyrir gagnkvæmt traust verða að vana. Ég vil leyfa mér, að halda því fram, að í þau fáu skipti, sem maður fyr- ir alvöru finnur, að maður er í félagsskap við aðra veru, er það einmitt þegar svona baðgyðja af fúsum vilja og ósköp eðlilega og án nokkurra bakþanka fikar sig hægt og hægt yfir hvern einasta smá- bleft á hinu meðfædda lands- lagi manns. Þegar ég hugsa mig reglu- lega vel um, var ástæðan til þess, að mitt eigið hjónaband fór út um þúfur, einmitt sú, að ég hafði aldrei látið konu mína gegna hlutverki baðkon unnar. Já, og það er heldur ekki ósennilegt, að ég hafi komið til með að elska líkama konu minnar á allt annan hátt, ef ég hefði fengið tæki- færi til þess að þjóna henni sem baðmeistari og fara 1 dýr- legar skemmtiferðir um henn ar fallega og bylgjandi lands- lag. Ég sá fyrir mér svart og liðandi hár hennar, jafnvel fegurra en sjálft vatnið og limir hennar mundu hreyfast mjúklega og frjálslega, — rétfc eins og í neðansjávarkvik- mynd. — Afsakið andartak, herra Setterlind, sagði baðkonan og vakti mig harkalega af mín.» um dýrlega draumi. — Ég þarf að bregða mér yfir í hinm klefann til þess að skrúbba viðskiptavin, sem var svo vin- gjarnlegur að bíða, þegar herra Setterlind hringdi á mig. Ég skyldi ekki baun í þessu. í fyrsta lagi hafði ég alls ekM. hringt á hana og í öðru lagi hæfði það alls ekki að skilja mig einan eftir. Nú hún kom reyndar aftur, næstum áður en ég hafði hugsað málið til enda. — Ég gleymdi skrúbbnum, sagði hún brosandi og drap tittlinga framan í mig. — Er það dama, spurði ég forvitinn. Það var barið að dyrum nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér að hin ókunna stúlka mundi gera, Ég lauk upp og fyrir utan stóð... SunnudagsfelaðÉð 5.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.