Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Side 9

Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Side 9
Hann sá sjálfan sig spegfasft búðarglugga og jbó rann jbcrð upp fyrir honum, að hann var eins og ræfill til fara, og gat mætt einhverjum... HANN VISSI ekki fyrr en hann lá vakandi við hlið henn ar og virti fyrir sér hvítt and- lit hennar, fíngerða en á- kveðna drætti. Honum fannst hann vera í stemningu til þess að horfa á hana sofa og njóta friðsældar, en skyndi- lega fann hann, að megnan þef lagði út úr henni og heyrði, að hún hraut örlítið. Hann reis upp við dogg og hristi höfuðið. Þá mundi hann allt saman. Hann var eins og vekjara- klukkan þarna á náttbo'ðinu. Þegar búið var að draga hana of mikið upp, stanzaði hún og gekk ekki aftur. fyrr en hún hafði verið hrist eilítið. Hann mundi það allt. Setn- ingarnar fóru um hug hans í hendingskasti — eins og á færibandi: — Undirstaða hamingjunn- ar. .. Ég vissi, að það væri maður í þér... Kemur í dag .. . Hann er ekki af þeim skól- anum, þessi. .. Þetta eru fá- ráðlingar. Svona lagað hlýt- ur að komast upp ... Ojbara! Ég mundi skilja við svoleiðis mann ... Hann skreiddist fram úr rúminu, stóð berfættur á köldu gólíinu, í krumpuðum og röndóttum náttfötum — og hríðskalf. Þá fannst honum allt í einu hún móðir hans sáluga standa fyrir framan hann, mikil á velli og vera að vekja hann og koma honum á lappir og reka hann áfram í skólann. Hann fór í fataskápinn til þess að leita að gömlu brúnu skólafötunum sínum, sem hún hafði pressað með gamla strau járninu, sem varð að hita á eldavélinni Henni hafði ver- ið gefið nýtt með grænu og hvítu ljósi, sem gaf til kynna, hversu hitinn væri mikill. En hún vildi aldrei nota það, sú gamla. Kvaðst ekki kunna við lagið á því. Henni hafði lxka verið gefin fótstigin sauma- vél, en þá var hxxn orðin svo sjóndöpur, að hún var næst- um hætt,að sauma. Hún tók hana aldrei úr kassanum. Þá sjaldan hún rippaði eitthvað saman, gerði hún bað í gamla handsnúna rokknum. Hann fann fötin. Þau voru ópressuð og krumpuð, höfðu legið neðst í hrúgu af fata- görmum. Hann skeytti því engu. fór í fötin. Þetta voru merkileg föt. hreinasti helgi- dómur, og hann ætlaði að klæðast þeim í dag. Hann hafði ekki við að setia á sig slipsi. heldur fór þannig á sig kominn niður st.igann og út. Það var sólskin. Honum fannst endilogq vera sunnu- dagur op fuT-ðaði sig á því, að ekki skvldí f kirkju- klukkum. Hann fór að velta því fvrir sér. hvort allir væru löngu hætt.ir að fara í kirkiu á sunnudögum; hvort allir væru hættir að trúa á guð, eða hvott þeir væru farnir að trúa á annan guð. En það var ekki sunnudagur. Það var bara grár hversdagur, þótt hann væri að glenna sig þetta. Það var víst áreiðanlega ekki annað en dagmálaglenna. Hann var kominn áleiðis að strætisvagnastöðinni, þeg- ar hann mundi eftir því, að Eiki gamli tók sama strætis- vagn og hann og kannski var klukkan einmitt kortér í níu. Hann ætlaði ekki í .vinnuna. — Svona lagað hlýtur að komast upp. Hann ranglaði niður í bæ- inn, varð þyrstur og brá sér á sjoppu og var búinn að biðja um gosdrykk, þegar hann upp götvaði, að hann var ekki með peninga fyrir honum. Hann hélt áfram að rangla og var kominn niður á höfn fyrr en hann vissi af og það var farið að rigna. Hann stóð hjá togara. Hvað það hlaut að vera dýrlegt að vera sjómað- ur á togara. 'Vera skítugur og brúka kjaft og kveða klám- vísur og láta skipstjórann sparka í rassinn á sér og henda í sig þorskhausum. Hann vék sér að herða- breiðum manni í duggara- peysu með seglpoka á bakinu og spurði hvort það vantaði ekki mann. Maðurinn ýtti honum frá sér, fitjaði upp á nefið og stökk um borð í togarann. Nei, hann gat víst ekki orð- ið að liði við sjómennsku. Hann sá sjálfan sig spegl- ast í búðarglugga og þá rann það upp fyrir honum, að hann var eins og ræfill til fara og orðinn holdvotur og skjálf- andi og gat mætt einhverj- um. Hann fór að rölta í áttina heim og fór Skúlagötuna til þess að enginn sæi hann. Hann hríðskalf og verkjaði í fæturna o.g hvað eftir annað varð hann að setjast á bakk- ann eða styðja sig við hús- vegg. Hann þráði að komast í heitt rúm og sofa, sofa, sofa. Hún tók á móti honum og það var heldur betur gusu- gangur í henni. — Þarna kemurðu þá loks- ins, elskan mín. Er ekki ennþá runnið af þér, maður? og . .. Guð minn almáttugur! Hvað er að sjá þig, elskan, hvers vegna ertu í þessum fötum? Ég á nú ekki orð og holdvot- ur, elskan. Ó, guð! Ég hef svo ægilegar fréttir að segja þét’, maður. Var hún að tala við hann? Var hún ekki að tala í sim- ann? Hann settist í hæginda- stól. — Ég er svo lukkuleg, að ég næ ekki xipp í nefið á mér. Hvað heldurðu, maður, hann hringdi, forstjórinn. Og hann var svo sætur og dásamlegur, að ég hef aldrei vitað annað eins. Fyrst spurði hann, hvers vegna þú hefðir ekki mætt, en ég var nú fljót að fatta sitúasjónina og sagði að þú værir lasinn. Og hann var svo dásamlegur. Hann fór að tala um, hvað ég hefði fallega rödd, og að við þyrftum að koma heim til þeirra og hvað þú stæðir þig vel á skrifstof- unni, værir alltaf svo prúður og góður í umgengni og á- byggilegur og heiðarlegur og allt það og svo kom rúsínan. Þeir eru búnir að gera þig að aðalgjaldkera og gjaldkerinn er orðinn að fulltrúa ... En hann var löngu sofnað- ur í stólnum og vaknaði ekki, þótt hún hristi hann til. ENDIR. RICHARD SORGE Franiliald af bls. 3. hlaut að hafa sent til Moskvu. Það eru margir, sem álíta, að Riehard Sorge hafi verið keyptur laus og það hafi alls ekki verið hann, sem var tek- inn af lífi. Hans Meissner, sem var áður ritari í þýzka sendi- ráðinu í Tokio, trúir því ekki, að hann hafi verið líflátinn. í bók sinni „Maðui'inn með and litin þrjú“, heldur hann því fram, að Rússar hafi keypt hann lausan. Hvað sem því líður, þá er eitt víst: Þegar hin fagra dans mær Kiyomi, sem kom upp um Sorge, var að skemmta í Shanghaiklúbbnum kvöld eitt 1947, þá flýði hún skyndilega, er hún sá mann, sem sat við innganginn. Hún hætti í miðj um dansi og lagði á flótta. Maðurinn, sem var Evrópu- búi, fór stuttu síðar og seinna fannst Kiyomi myrt. Var bað Sorge, sem þarna var að hefna sín? Kiyomi þekkti Sorge og gat verið hættuleg. Sumir geta sér til um, að hann hafi þarna verið að vinna fyrir Mao Tse Tung og hafi viljað fjarlægja hættulegt vitni. Ef til vill rekur Sorge enn lxina hættulegu njósnastarfsemi sína, en hvort sem hann er dauður eða lifandi, þá er hann orðinn að ævintýrapersónu í hugum fólks. Einmitt um þess ar mundir er verið að gé.ra kvikmynd um hann. Sunnudagsblaðið 9 Síðasti hluti hinnar íslenzku framhaidssögu úr Reykjavík- urlífinu eftir Grím

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.