Sunnudagsblaðið - 03.04.1960, Page 12
NOEL COWARD lýsti því
eitt sinn yfir, að í veizlum
fína fólksins hlustaði enginn
á það, sem maður segði, —
jafnvel þótt maður véki að ein
stökum mönnum. Til þess að
sanna réttmæti skoðunar sinn-
ar gerði hann tilraun í einni
meiriháttar veizlu ihjá ríku
fólki. Hann kom dálítið of
seint og afsakaði sig með þess
um orðum:
— Mér þykir þetta mjög
leitt, en ég var því miður
neyddur til þess að berja
hana gömlu frænku mína og
það tók lengri tíma en ég
reiknaði með_
— Það gerir ekkert ti'l,
kæri vinur, sagði frúin. — Að-
alatriðið er, að þér gátuð kom
ið, bætti hún við og þrýsti
hönd hans hjartanlega.
EF’TIRFARANDI gerðist í tíð
Abrahams Lincolns. Charles
Sumner öldungadeildarþign-
maður frá Massachusetts kom
snemma morguns í Hvíta hús-
ið. Hann hitti Lincoln og for-
setinn var að bursta skóna
sína. Öldungadeildarþingmað-
urinn varð furðu lostinn og
gat ekki varizt að segéja:
— Segið mér, herra forseti.
Eruð þér að bursta stígvélin
yðar?
Lincoln Ihélt áfram að
bursta skóna sína og sagði' án
þess að líta upp:
— Hvers stígvél hélduð þér
eiginlega aö ég burstaði?
DRENGUR einn sex ára fór í
kirkju með foreldrum sínum
og heyrði þar frásögnina um,
hvernig Eva var búin til úr
rifi Adams.
Þennan sama dag var gildi
heima hjá honum og át hann
mjög mikið af sætindum, sem
þar voru étin ti'l ábætis.
Nokkru síðar sér mamma hans
hann, hvar hann situr úti í
horni með angistarsvip, og
heldur höndunum í síðurnar.
— Hvað gengur að þér,
elskan mín? segir mamma
hans.
— Æi, segir hann, — mér
er svo voðalega i'llt. Ég held
ég ætli að fara að eignast
konu!
í viUu sinni í Florida hafði
Edison komi ð fyrir öllum sín-
um snjöllu uppfinningum, sem
yfirleitt er hægt að halfa gagn
af í húsum og görðum. Þegar
vinir komu í heimsókn, áttu
þeir engin orð til þess að lýsa
aðdáun sinni á öllum þessum
þægiiegheium og snilldarlegu
uppfinningum.
Úti í garðinum var 'hverfi-
'hlið, sem allir urðu að ganga
í gegnum, en það var óvenju-
lega þungt að snúa hliðinu.
Enginn gestur komst hjá því
að hugsa með sjálfum sér, að
þetta væri hið eina, sem væri
óþægilegt við húsið og garð-
inn.
Dag nokkurn kom ung
stúlka í heimsókn. Einnig hún
furðaði sig á þessu þunga
hverfihliði, en andstætt öllum
öðrum vogaði hún sér að minn
ast á það.
— Herra Edison, sagði hún.
— Allt er svo dásamlegt og
fullkomið hér hjá yður, —•
nema þetta hverfihlið. Hvers
vegna er svona þungt að snúa
því, og hvers vegna hafið þér
það hér yfirleitt?
—Kæra barn, sagði Edison
og hló. — Það má alls ekki
fjarlægja þetta hlið. Það er
ein alf mínum snjöllustu upp-
finningum. Það er nefniiega
þannig útbúið, að í hvert
skipti sem einhver gengur í
gegnum það, þá pumpar við-
komandi 10 lítrum af vatni
upp í vatnsþróna hér í garð-
inum!
★
EDISON hafði á skrifstofu
sinni vindlakassa til þess að
bjóða gestum úr. Hann varð
var við, að aðstoðarmenn hans
gerðu sér tíðar ferðir inn til
hans og fengu sér úr vindla-
kassanum.. Dag nokkurn upp
götvaði Edison, að kassinn var
orðinn tómur.
Hann boðaði þess vegna tó-
baksframleiðanda, sem hann
þekkti, til leynilegrar ráð-
stefnu, og nokkrum dögum
seinna stóð nýr vindlakassi á
borðinu í skrifstofu Edisons.
En hinar tíðu ferðir aðstoðar-
mannanna ti’l hans lögðust al-
veg niður. Edison hafði gert
samstarfsmönnum sínum dá-
lítinn grikk og hann hafði
heppnazt.
Tíminn leið og allt gekk
sinn vanagang. Dag nokkurn
gerir Edison þó þá uppgötvun,
að aðeins nokkrir vindlar eru
eftir í kassanum. Hann boð-
ar tóbaksframleiðandann á
sinn fund.
— Jú, upplýsti hann. —•
Vindlarnir voru búni'r til ná-
kæmlega eins og þér sögðuð
fyrir um, herra Edison: úr tei,
hárum, þangi, brennisteini og
seglgarni!
— Ó, nei. Það er ómögulegt,
hrópaði Edison upp yfir sig.
— Þá er það sem sagt ég sjálf-
ur, sem hef reykt þá alla!
Krossgáta
númer 13
FJÖLMARGAR ráðningar
bárust Við krossgátu númer
tíu. — Verðlaunin hlýtur að
þessu sinni:
Gestína Magnúsdóttir,
Vesturgötu 143,
Akranesi.
Hér birtist verðlaunakross-
gáta númer 13. Eins og áður
eru veitt ein verðlaun, hundr-
að krónur. Frestur til að skila
lausnum er tvær vikur. Lausn
ir sendist í lokuðu umslagi og
utanáskriftin er:
Sunnudagsblaðið,
Hverfisgötu 8—10,
Réykjavík.
Lausn á krossgátu númer 10:
HA F NA H
U E
E L F U R N
S 0 L A F G
S J'AL r s «
GftOfi A N (M
V, A R G NJU P\S 1 Or
A M O g HflÆFA
LMno Sö M A(?
0 AU F 0 F ( Nl’O
anti r A -0 A L
SUNNUDAGSBLAÐIÐ.
Fylgirit Alþýðublaðsins.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal.
Prcntun: Prentsmiðja
Alþýðublaðsins.
12 Sunnudagsblaðið