Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Page 1

Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Page 1
V. ÁRGANGUR — SUNNUDAGUR 29. MAÍ — 18. TRL. D turheimsókn Smásaga effir Jökul Jakobsson, myndskreytt af Ragnhildi Óskarsdóttur ÞEIR KOMU seint um kvöld-' ið, voru hávaðasamir og heimt uðu benzín Þeir voru tveir sem börðu að dyrum og annar þeirra blóðugur í framan og hafði týnt jakkanum. Bóndinn hafði verið háttaður en brá sér í fötin og snaraðist fram. Hann hafði með sér vasaljós, og bað þá hafa hægt um sig, hér væri fólk í svefni. Sveitavargurinn, sagði sá blóðugi, alltaf þarf hann að sofa, sveitavargurinn þarf ekki annað að gera en sofa. Bara fá sér bjútíslíp. Hvar er kvenmaðurinn? Bóndinn ansaði ekki rausi hans en sneri sér að hinum manninum. Hann viitist vera allsgáður og hlaut að vera bíl- stjórinn. Hváðan ber ykkur að? Að sunnan, sagði bílstjór- inn og fleygði sígarettu frá sér. Vindurinn feykti henni út í myrkrið og hann horfði á eftir eldglæringunum.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.