Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Side 4

Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Side 4
Á LANDAMÆRUM hinnar stóru og eySilegu hásléttu stóð litla og syfjulega þorpið Santa Monica. Það var aðeins ein löng gata. Á hvorri hlið stóðu tvær langar raðir af sambyggðum fágum húsum, sem rúmuðu alla þorpsbúa, rúmlega hundr- að fullorðna, ótölulegan grúa 'barna, fjár, hænsna — og þr jú svín. Engir gluggar voru á húsunum. Þau voru byggð úr óbrenndum leir og lítill garð- ur umhverfis hvert þeirra, Eftir sérlega kröftuga regn- vskúr kom fyrir að hluti af múrsteinunum losnaði, en jmenn voru mjög lagnir við að lagfæra sh'ka smámuni. Ef ekki var fiesta, helgidagur, fasta, sérlega heitt eða sériega kalt, eða eitthvað óþægilegt á annan hátt, — þá byrjaði húsbóndinn strax að klastra upp í holurnar. Stundum var ®fnið sem þeir klöstruðu með appelsínurautt eða blátt eða hvítt eða grænt, allt eftir því hvað til féll og hvernig skapi Menn voru í. Húsaraðirnar meðfram götunni voru þess •vegna einna líkastar lita- spjaldi, sem einhver hafði setzt á. Tvö hús skáru sig úr fjöld- anum, sumpart af því að þau voru alltaf hrein og hvítkölk- öð og sumpart af því að það voru gluggar á þeim báðum og ioks voru veggirnir skreytt ir blómum, sem voru sett í gamlar blikkdósir og fötur og :fest við veggina. Annað þéss- ara húsa var eign donnu Car- mencitu, en hitt donnu Fran- cescu. Báðar höfðu þær hafið feril sinn í stórborginni niður við ströndina og voru þess vegna forframaðar og höfðu annan lifimáta en hitt kven- fólkið í þorpinu. Þær höfðu lífsframfæri sitt — ja — beint og óbeint af viðskiptum við karlmenn og voru eina ánægja þorpsins. Báðar voru þær hæfi lega feitar og fallegar, löguðu góðan mat og dönsuðu og sungu. Allir hljóta að skilja, að þær voru einmitt einni of rnargar. Þær heilsuðust aldrei og hötuðu hvor aðra heitt og innilega. Þennan morgun vaknaði þorpið, af bví að Pepita litla. sem var fimm ára, var með tannpínu og byrjaði að öskra. Óhljóðin bárust í gegnum múr veggina og brátt var gatan iðandi af húsdýrum og krökk- um. Fjölskyldufeðurn> tóku sér stöðu í dyragættun;: '•' með sólhlífarnar niður á ^cfí og hendurnar undir hinnni lit- skrúðugu vestum. Könurnar söfnuðust saman ,í h«na og rifust um það, hvort gefa ætti fímm tómata fyrir eina v=-ths- rpelómi eða hvernig skipta skyldi einni leirkrukku mót hæfilegu magni af maís. Francesca gægðist syfjulega út um gluggann og kom auga á Carmencitu hinum megin við götuna. Þá gat hún ekki stillt sig, enda þótt hún væri síður en svo hrædd við keppi- naut sinn. Hún gretti sig fram an í hana og spýtti fyrirlitlega út um gluggann. Donna Car- mencita dró sig í hlé, en augu hennar loguðu af heift. Hún féll á kné fyrir framan mad- onnumynd og bað um hjálp. Litlu síðar reis hún á fætur og bros lék um varir henni. Snarlega svipti hún sjali yfir hár sitt og gekk út á götuna. Hún fann Juan í dyragætt- inni á húsj hans, vakti hann blíðlega og bað hann að fylgja sér. Hún leiddi Juan, sem var bæði syfjaður og undrandi, inn í hús sitt, bað hann vin- samlega fá sér sæti og bauð honum glas af tequila. Því- næst fleygði hún handfylli af korni til hænunnar Cheritu og lét sig falla niður í hinn stólinn í herberginu. — Juan, sagði hún. — í dag hefur þessi donna Francesca svívirt mig gróflega, svo gróf- lega, að ég, sem annars er blíðlynd að eðlisfari, get ekki fyrirgefið henni það. í neyð minni bað ég hina heilögu jómfrú um hjálp og hún sagði mér, hvað ég skyldi gera. Nú skalt þú hjálpa mér að koma þessari Francescu úr þorpinu. Þar með uppfyllir þú ósk hinn ar heilögu jómfrúar og vinn- ur auk þess þarft verk. Þú skalt þess vegna ekki krefjast sllt of mikillar borgunar. Þá geispaði Juan og leit í áttina að dyrunum. Carmen- cita leit hvasst á hann. Að því búnu tók hún fram heila hrúgu af pesetum og lagði þá á borðið fyrir fram- an sig. Juan horfði löngunar- fullum augum á þá. — Mín áætlun er þessi, hélt Carmencita áfram og tók fram flösku með glærum vökva úr felustað bak við eldstóna. •—- í kvöld átt þú að fara til donnu Francescu og hella nokkrum dropum af hessu í heimabruggaða ölið hennar. Eftir það mun ekkert geta vak ið hana í nótt. Síðan spennir þú múldýrin þín tvö fvrir gamla sléttuvagninn þinn, leggur hana inn í hann og ek- ur út úr þorpinu. 10 mílur ættu að nægja. Þar sem ég er góðhjörtuð manneskja, vil ég, að þú leggir hana á dýnu. Þú spennir múldýrin frá og ferð aftur heim. Þegar hún vaknar á morgun, þá skilur hún strax, að það verður skopazt að henni hérna í þorpinu. Þess vegna vill hún ekki koma aftur, en fer heldur til Santa Barbara eða Chihuahua. Carmencita brosti sigri hrós andi. — Fyrir tapið á sléttuvagn- inum skaltu hafa þetta, sagði hún og staflaði enn nokkrum peningum á borðið. Ljónsnart sópaði Juan þeim ofan í sól- hlífina sína, af því það voru göt á vösunum hans. Brúnu augun hans urðu fjarræn og dreymandi. Aldrei fyrr á ævi sinni hafði hann séð svo marga peseta í einu. Hann lét hringla eilítið í þeim. Kann- ski, hugsaði hann, kannski gat maður keypt sér gamlan stræt isvagn. Þetta var dálagleg summa og meira gat varla einn slíkur vagn kostað. Það sk.vldi vera stórt ferlíki. Og rauður skyldi hann vera. Hann stóð á fætur og hneigði sig fyrir donnu Car- mencitu. Hann sór þess dýran eið, að allt skyldi vera gert eins og hún óskaði — og fór, — Komdu aftur, þegar þú hefur verið hjá þessari Fran- cescu, kallaðl hún á eftir hon- um. Juan gekk heim í þungum þönkum. Hann trúði konunni sinni fyrir ráðagerð sinni og hvernig þau mundu brátt verða rík. Síðan rak hann kon una sína, krakkana og alifugl- ana út, af því að hann sagðist þurfa að hugsa. Juan gat hugs að, þegar hann svaf, og hann hugsaði mikið. Um kvöldið fór hann til donnu Francescu. Hún bauð honum sæti, setti tvö glös áf heimabrugguðu öli á borðið og settist við hlið honum. — Ég kem til þess að hjálpa þér, sagði Juan, — því að ég er góður maður. Francesea leit tortryggin á hann. — Viltu ekki gjarnan losna við þessa Carmencitu, hélt hann áfram. Francesca sló í borðið: — Það geturðu hengt big upp á, sagði hún. — Ég mundi ekki vera nízk við þann, sem / jbessof/ smásögu eftir Kate Berg segir frá jbví, er syndinni var útrýmf úr litia og friðsæia t>orpinu Santa Monica - en aðeins eina nóft CJ 4 Sunnisdags! íaðið

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.