Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 11
hyggin, sagði hún, — enda
þótt ég baki betri tortillur en
þú.
Carmencita andvarpaði.
— Nú hefur Juan pening-
ana okkar og í þorpinu Santa
Monica þénum við ekki mik-
ið. Þú veizt sjáif, hvernig
þorparinn, sem borgaði mér
einu sinni, hvarf daginn eftir.
Þegar ég hugsa mig um, held
ég, að ég hafi fengið borgað
alls fimm sinnum.
Hún tók hænuna Cheritu í
fang sér og tvö stór tár runnu
niður feitar kinnar Carmen-
eitu. Síðan andvarpaði hún
aftur.
Francesca sat þögul og
horfði framfyrir sig.
— Þú, sagði hún. — 'Við
skulum ekki berjast framar,
heldur standa saman, svo að
við getum haldið rétti okkar.
Carmencita slenpti hæn-
unni og færði sig fast upp að
Francescu.
— Þú. sagði hún. — Ef við
erum bara samtaka, þá er ég
viss um, að við getum haft
eitthvað unn úr bessu. Það er
ekki got.t fvrir okkur að fara
aftur t.U borgarinnar. Það er
svo friðsamt ov dásamlegt í
Santa Monica. Fngir sjómenn
og engar byssur!
Það hýrnaði vfir henni.
— Þegar ég hugsa mig um,
hélt hún áfram, — þá held ég,
að heir komi og sæki okkur.
Francesca leit vondauf á
hana.
— Það er dvrt að fara alla
leið hingað til þess að syndga,
saffði hún. —- ov hver skvldi
hafa ráð á því í Santa Monica?
Juan opnaði augun og stóð
á fætur og sá reiðileg andlit
allt í kringum sig. Fernando
hinn mikli reigði sig og benti
ásakandi á hann:
— Er þér Ijóst, hvað þú
hefur gert? Þú ert annars
skvnsamur maður. Juan.
Juan vöðiaði sólhlífina sína
milli handanna.
— Njaah. sagði hann vand-
ræiV-sga og varð þurr í kverk
unum.
— Grátt hefur þú leikið
okkur, sagði don Pedro. —
Það tekur tvo daga að n’ða til
borgarinnar og kostar alla þá
peseta, sem við eigum til sam-
ans.
Juan leit í kringum sig. Hón
urinn umhverfis hann varð
þéttari og þéttari og raddir að
utan gáfu til kynna, að þar
væri troðningur.
— Fláið hann, helv. ..
hundinn, sagði einhver.
Fernando hinn mikli sneri
sér að hinum.
— Við sækjum þær, sagði
hann. — En hvað peningana
snertir .. . Hann þagnaði. —
Jaah, hélt hann áfram. — Mér
finnst að við ættum að skipta
þeim á milli okkar, því að
það er mikið verk að fara tíu
mílur fótgangandi.
— Já, en, sagði Juan. —
Þið gerið út af við mig. Veiið
miskunnsamir! Ég á þó konu
og ellefu börn!
Hvutti: Ein .... tvær .... þrjár .. fjórar, þetta var sniðugt Strákurinn: Þakka þér fyrir, vinur.
Fernando hinn mikli leit á
hann með fyrirlitningu.
— Þú verður fremstur í
ferðinni, hvæsti hann.
Mörgum klukkutímum síð-
ar stóð Juan skjálfandi á bein
unum frammi fyrir fórnar-
lömbum sínum.
— 'Við erum stórlátar, sagði
Carmencita, — og við ætlum
að þyrma þér. En við viljum
fá peseturnar okkar aftur.
Það varð kurr meðal karl-
mannanna. Þeir litu vand-
ræðalega hver á annan. Donna
Carmencita vissi hvað klukk-
an sló. Hún var fljót að hugsa
sig um:
— Gott, sagði hún hnakka-
kert. — Við Francesca viljum
ekki sjá lengur svín eða kind-
ur sem gjafir. Hér eftir verð-
ur hver einasti gestur að
hafa pesetur með sér, ef hann
vill gista hús okkar og bragða
á tortillunum okkar.
Sléttuvagninn mjakaðist
hægt áfram, því að hann mátti
ekki fara á undan hinum
fótgangandi. Það var drukkið
tequila og sungið tvíraddað.
Það glamraði í gíturunum og
Carmencita og Francesca voru
orðnar rjóðar í kinnum af
sælu. Alltaf öðru hvoru var
stanzað. Karlmennirnir týndu
nokkrar liljur og smjöðruðu
fyrir stúlkunum. Það var eins
gott að koma sér í mjúkinn
hjá þeim, svo að þær heimt-
uðu ekki of margar pesetur,
því að það var indælt að hafa
gleði af þeim.
Þegar hópurinn náði loks
þreyttur og hás til Santa
Monica, gerði ákafa regn-
skúr. Fjöldinn tvístraðist á
augabragði. Brátt svaf allt
þorpið svefni hinna réttlátu.
Juan vaknaði morguninn
eftir að sá að það voru kom-
in stór göt í húsið hans. Það
liðu margir dagar, þar til
honum fannst unnt að klastra
upp í þau...
Sunnudagsblaðið II