Sunnudagsblaðið - 29.05.1960, Qupperneq 12
. PÁSKAGÁTAN
TÆPLEGA fjögur huntlruð lausnir bárust við mynda-
getraunina, sem birtist í páskablaðinu. Rétt iausn gát-
unnar var þessi: ME — STAF (UR) — RÍM — ANNA
(R) — Á — ÁR — INU — ERU — P — ÁS — KAR —<
NIR : Mesta frf manna á árinu eru páskarnir. — Dregið
var úr lausnunum. sem langflestar voru réttar og upp
kom lausn Kristins Sigurðssonar, Hlíðarhvammi 11,
Kópavogi. Ilann getur vitjað verðlaunanna, sem cru 500
Hrónur, á ritstjórnarskifstofu SUNNUDAGSBLAÐSINS.
MAÐUR NOKKUR skrifaði
bréf til gistihúss erlendis,.
pantaði herbei'gi og spurði
’hvort hann mætti' hafa hund-
inn sinn með sér. Hann fékk
svohljóðandi bréf frá veitinga
manninum:
„Ég hef fengizt við rekstur
gistihúsa í meii'a en þrjátíu
ár. Aldrei hefur það borið við,
að snemma morguns hafi ég
orðið að hringja á lögregluna
til þess að fjarlægja hund,
sem hefur komið drukkinn í
gistihúsið og viljað brjóta allt
og bramla. Enginn hundur
hefur heldur nokkru sinni far
ið án þess að greiða reikning-
inn eða borgað með falskri á-
vísun. Og aldrei hefur það
komið fyrir að hundur hafi
brennt sængurföt gistihúss
míns með því að reykja í
rúminu. Sem sagt: Iíundur-
inn yðar er veikominn.
P.S. Ef hundurinn er á yðar
vegum, þá eruð þér að sjálf-
sögðu líka velkominn! . ..“
'k
UNGA FÓLKIÐ er hreinskilið
og raunsætt nú á dögum, —
og verður það snemma.
Foreldrar Michaels litla
fóru kvöld nokkurt út að
skemmta sér og amma hans
.yar fengin til þess að sitja hjá
Uonum á meðan. Hún háttaði
Michael litla og settisL- yið
rúmstokkinn hjá honum.
— Og nú ætla ég að segja
þér sögu, sagði hún vingjarn-
lega. - Á ég ekki að gera það?“
Kú, einu sinni var björn, sem
lxét Putte-Nutte. Putte-Nutte
var með sítt og fallegt hár.
Og Putte-Nutte var feitur ...
Michael sagði ekki orð.
— Ertu ekki sammála því,
að Putte-Nutte haíi verið feit
ur? sagði amrnan og þótti'
strákur taka sögunni helzt til
þurrlega.
Þá leit Michael alvarlegur
á hana og sagði:
— Amma! Hefurðu drukk-
ið?
★
GAMALL maður var í kvöld-
boði að ræða um konur. Féllu
honum orð á þá leið, að hann
hefði aldrei á ævi sinni séð
konu, sem hefði í raun og'
veru verið falleg.
— Það er þó ómögulegt,
sagði stúlkan, sem var í kvöld
verðarboðinu. Hún var með
kartöflunef.
— Finnst yður ég vera ljót?
spurði hún og reigði sig.
— Ég held nú síður, svaraði
gamli maðurinn. — Þér eruð
engill, sem hefur fallið af
himnum ofan. Þér hafið bara
verið svo óheppin að detta á
nefið!
FYRIR NOKKRU sögöum vi'ð
frá frægu aprílgabbi í Eng-
landi árið 1889. Hér eru tvær
gamlar sögur til viðbótar af
aprílgabbi:
1. apríl 1931 birti New
Yorkblaðið „Sun“ fregn um
kíki' einn, sem væri nýlega
fundinn upp. Blaðið fullyrti,
að íueð þessum kíki mætti sjá
allra minnstu hluti á tungl-
inu og sagði, að við fyrstu til-
raunir hefði komið í ljós, að á
mánanum byggju litlar verur,
sem líktust öpum. Lesendurn-
ir gleyptu við þessari frétt og
hún kom í öllum heimsblöð-
unum.
Pétur mikli hafði gaman af
að láta þegna sína hlaupa apr-
íl. Eina nóttina var kirkju-
klukkunum í Pétursborg
hringt. Menn hrukku upp með
andfælum og litu út um
gluggana. Sáu þeir þá loga
bera við himin í útjaðri borg-
arinnar. Menn klæddu sig í
dauðans oíboði og þutu á
brunasvæðið. En þegar að var
komið, hafði þar verið hlað-
inn gríðarstór bálköstur og
síðan kveikt' í. Zari'nn sjálfur
var viðstaddur og tilkynnti
þeim sem komu, að það væri
1. apríl í dag.
★
SKRIFSTOFUMAÐUR nokk-
ur kom til forstjóra síns og
bað hann um frí frá vinnu í
nokkra daga. Hvers vegna?
Jú, konan hans þurfti að gera
hreint og hann vildi gjarnan
hjálpg. henni dálítið.
— Ungi maður, sagði for-
stjórinn. — Konan yðar var
einmitt að hri’ngja til mín og
sagði mér í fullri hreinskilni,
að þér væruð til lítils gagns
hei’ma fyrir og þvældust bara
fyrir. Þess vegna bað hún mig
um að neita yður um fríið.
Skrifstofumaðurinn hneigði
sig og ætlaði að fara. Við dyrxx
ar stanzaði hann og sagði:
—Herra forstjóri! Það eru
hér á skrifstofunni tveis
menn, sem meðhöndla sann-
leikann af fyllstu varfærni.
Ég er annar þei’rra.
Eftir stutta þögn bætti hann
við:
— Ég er ógiftur!
★
HINN IiEIM’SFRÆGI amer-
íkanski rithöfundur Mark
Twain var ei’nu sinni ritstjóri
smáblaðs lengst úti í hinu
villta vestri. Honum bárust
möre< handi'it og hánn sat kóf
sveittur við að lagfæra þau
og leiðrétta.
Dag nokkurn kom kunningi
hans inn til hans td þess að
rabba við hann stundarkorn.
— Eru það fremur léleg
handrit, sem berast til þín?
spurði kunninginn.
— Já, það verð ée að segja,
svaraðl Mark Twain. — Núna
upp á síðkastið hef ég orðið
að margumskrifa þau, áður en
ég hef getað fleygt þeim í
ruslakörfuna.
3 ORÐA MYNDAGÁTA
MYNDAKROSSGÁTAN er að þessu sinni aðcins þrjú
orð, eitt mydatákn fyrir hvert þeirra. En þar með er
vandinn ekki leystur. Lesenúur verða sjálfir að finna út,
hvar hvert þeirra á að vera í reitunum hér að neðan.
Verðlaunin eru eins og áður 100 krónur og frestur til
að skila lausnum þrjár vikur.
12 Sunnudagsblaðið