Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 3
Ótímabært
jólahald
DJÚP og innileg var hún,
tilhlökkunin fyrir jólin í gamla
daga. Á hana gat fátt skyggt
nema ef skorturinn og jóla-
kötturinn biðu gráðug við
dyrnar. Strax með jólaföstu-
byrjun fóru börnin að telja
dagana til hinnar miklu hátíð-
ar, sem reis einS' og skær viti
úr sorta skammdegismyrkurs-
ins. Því að jólin voru kölluð
hátíð ljósanna; þá mátti helzt
hvergi bera skugga á í híbýlum
manna eða álfa, og ekki eru
margir áratugir síðan, að íbúð-
ir manna voru
dimmar og
skuggsælar og
jafnvel draug
ur eða ann
að ódresi í
hverju skugga
skoti- Ekkert
hreysi var
svo aumt, að
ekki væri þar ljós tendrað á
helgri nótt, og „það var venja
að láta Ijósin loga á jólanótt.“
Nú skuluð þið ekki fara að
halda, að ég ætli að fara að
boða með gamalmennisraust
þann vísdóm, að allt hafi verið
betra hér áður og að veröldin
fari versnandi. Það ætla ég
ekki að gera. Augljóst mál er
það, að nú eru ljósin þúsund
sinnum fleiri; nú má með sanni
segja, að hvergi beri skugga á.
Enda hafa draugaskammirnar
hrökklast úr skotum sínum fyr-
ir fullt og allt, og álfarnir
sneiða hjá hfbýlum mannanna,
og þykir þeim þó gaman að
ljósunuin greyjunum. Raf-
magnsljósin eru meira að segja
komin inn í Ijóð skáldanna. —
Svo segir Jakobina Johnson:
„Og þó rafljósin
rjúfi myrkur
heillar heimsálfu
á helgri nóttu,
eru mér kærust
kertaljósin
góðra minninga.”
Jakobína er orðin roslfin
kona, og man hin gömlu jól, hin
fátæklegu jól, sem voru þá svo
auðug, þótt kertin væru færri,
og þótt ekki ,,stirndi á flos
og fægða eik, á fáséða hluti
og valda,” eins og Guðmund-
ur Böðvarsson segir í snilldar-
kvæði sínu „Hin gömlu jól.”
Svo fagurlega minnizt hann
þeirra:
„Við munum og geymum með
miklum yl
þær menjar, án nokkurs
skugga,
um lítinn torfbæ með lágreist
Þil
og ljós úti í hverjum glugga,
um baðstofuhlýjunnar blíðu-
seið,
sem bræddi af rúðunni klak-
ann,
um dýrðlega kvöldið, sem kom
— óg leið,
um kerti, sem brann on’í
stjakann.”
Hið dýrmætasta og fegursta
við allar góðar liátíðir er til-
hlökkunin. Sá maður, sem
glatað hefur hæfileikanum til
að hlakka til, á sér fárra gæða
að vænta í tilverunni. Það er
illt verk og ógeðfellt að spilla
tilhlökkun nokkurs barns, ___
manns eða konu.
En erum vér, nútímamenn,
ekki einmitt að spilla jólatil-
hlökkuninni, og það í stórum
stíl, og skipulagðri markvísi?
Jólin geta nú tæpast lengur
kallast „hátíð ljósanna,” öðrum
hátíðum fremur. Við erum orð-
in svo rik _ svo rík, að öll
viljum við verða miklu, miklu
Frh. á bls. ÍS8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAÐ 219