Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 4
TJNG finnsk stúlka, Lecna Sal-
mela, frá Sahnela í Mið’-Finnlandi
hefir dvalið hér í Iandi undanfarin
tvö ár og kunnað Ijómandi vel við
sigr að því er hún sjálf segir. Hún
liefur teiknað nokkrar afbragðs-
góðar myndir í Sunnudagsblað Al-
þýðublaösins eins og flcstúMes-
endur þess vita áreiðanlega, og
þess vegna datt okkur ! hug, hvort
hún myndi ekki ennfremur fús til
að spjalla við okkur um dvöl sína
hér og þó einkum jólahátíðina í
Finnlandi. Varð Leena strax við
þeirri bón.
— Hvaðan úr Finnlandi ert þú,
Leena?
— Sýslan mín heitir Veteli. Það
búa þar hálft sjötta þúsund manns.
— Hvernig datt þér í hug,
finnskri sveitastúlku, að leita
hingað upp?
— Jó, frænka mín ein dvaldist
hérna um skeið og kom lieim full
af sögum um það, hve dásamlegt
allt væri á íslandi. Hún var alltaf
að vegsama ísland og íslendinga
og það ,,kveikti” í mér.
— Og þú hefur ekki orðið fyrir
vonbrigðum?
-—- Nei, síður en svo.
— Af liverju ertu hrifnust?
— Ég er lirifnust af, hve fólkið
hér er kátt og skemmtilegt. Finn-
ar eru miklu þunglamalegri. Svo
er ég ákaflega hrifin af sólarlag-
inu.
— Sólarlaginu .... ?
— Já.
— Þar kemur listamaðurinn upp
í þér?
— Kannski.
— Þú ert við nám í Handíða-
og myndlistarskólanum?
— Já.
— Og átt langt eftir?
— Tvo vetur.
— Ætlar þú þá heim?
. — Eg veit það ekki. Það getur
margt breytzt á tveimur árum.
— Hvað hefurðu haft fyrir
stafni síðan þú komst til íslands?
—; Ég hef lengst unnið á ýms-
mn sveitabæjum í Árnessýslu, en
er nýkomin til bæjarins og vinn
ræðir við finnska stúlku, Leenu
Salmela, sem dvalizt hefur um
hríS hérlendis við nám og starf.
Texti: Guðjón Albertsson.
Myndir: Leena Salmela.
nú við framrciðslustörf í Hafnar-
búðum.
— Er mikill munur á landbún-
aðinum á íslandi og í Finnlandi?
— Já, hann er betur á vegi stadd
ur hér, fleiri skepnur á bæjunúrn
og meiri vélakostur. Húsnæðið á
íslenzku sveitabæjunum, — ég á
við liér sunanlands, því að til
Norðurlands hef ég aldrei komið,
— er líka miklu betra en gerist í
Finnlandi.
—■ Vita Finnar mikið um íslend-
inga?
— Nei, ég býst við, að íslend-
ingar viti meira um Finna en Finn
ar um þá. íslands er að litlu getið
í kennslubókum um landafræði og
sá fróðleikur um ísland, sem þær
hafa að geyma er auk þess svo
rækilega úreltur, að halda mætti,
að íslendingar byggju enn í gömlu
torfbæjunum. Ég man líka eftir
því, að eina myndin frá íslandi,
sem var í landafræðinni, sem ég
lærði í menntaskóla, var af konum
að þvö þvott við þvottálaugarnar
í Reykjavík. Konurnar voru auð-
vitað ákaflega gamaldags í klæða
burði, enda myndin eldgömul og
á alls ekki lengur við, sem kynn-
ing á íslenzkum þjóðháttum. Ann-
að dæmið um það, hve margir
Finnar vita lítið um ísland, er það,
þegar móðir mín byrjaði að senda
mér bréf hingað tií íslands. Þá
var stúlkan í pósthúsinu í sveit-
inni ekki betur að sér en svo, að
hún taldi ísland ekki vera á Norð-
urlöndum og lét mömmu lengi
vel borga burðargjald í samræmi
við þá skoðun sína.
— Hvað kom þér mest á óvart,
þegar þú leizt ísland?
— Hvað flest er hér tízkulegt.
Einnig varð ég stcinhissa á Reykja
vík. Hún er alveg furðuleg borg.
Hér ægir öllu saman, gömlum hús-
um, nýjum, iitlum húsum og stór-
um liúsum. Þetta er ólíkt því, sem
gerist í Heísinki.
— Nokkrar ráölcggingar, scm
þú vilt gefa ísleudingum?
— Ja, í fyrsta lagi ættu þeir að
kynna landið betur, því að þeir
gætu haft óhemju tekjur af feröa
mönnum, sem mundi langa að
%