Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Síða 5
kynnast fegurð íandsins. Og í
öðru lagi téttu þeir að drekka
minna. Ég hef hvergi í Finnlandi
orðið vör við eins ógurlega al-
mehnan drykkjuskap eins og hér
á íslandi. Drykkjuskapurinn er
blcttur á þjóðinni.
— Ætlunin var nú sú, Leena,, að
spjalla við þig um jólahald í Finn
iandi, vegna þess að jólin eru á
næstu grösum?
— Já, það eru talsverð vand-
kvæði á því.
— Vegna hvers
— Vegna þess að Finniand er
stórt land og siðirnir margir í
sambandi við jólin og brcytilegir
cftir landshlutuúi.
— Þá skulum við bara ræða
finnska jólasiði í stórum drátt-
ufn.
— Við getum rcynt.
— Er ekki jólaundirbúningur
ykkar talsvert umfangsmikill, ekki
síður en hér á íslandi?
— Jú, það er reynt að undirbúa
þau sem bezt, viða að sér matar-
og drykkjarföngum og kaupa gjaf-
ir. Nú, húsin eru au'ðvitað ræst
hátt og lágt, svo að allt líti sóma-
samlega út, þegar hálíðin gengur
í garð.
— Og svo hefst hátíðin.
— Já, hún hefst með borðhaldi
klukkan sex á aðfangadag. Áður,
um fjögur- eða fimmleytið um dag-
inn, hafa allir farið í gufubað,
„sauna”, og eru því hressir og
cndurnærðir^ þegar sezt er að borð
um. Máltíðin á aðfangadagskvöld
er yfirleitt svínslæri eða „kinkku”
eins og við nefnum það, með til-
heyrandi aukaréttum. Svo höfum
við líka „möndlugraut” eins og
þið íslendingarnir. Við köllum
möndlugrautinn „riisipuuro”.
— Hvernig verjið þið kvöldinu
að öðru leyti?
— Að máltiðinni iokinni horf-
um við á sjónvarpið, sem á hverju
aðfangadagskvöldi flytur lielgi-
loikinn um fæðingu frelsarans, út-
býtum og tökum upp jólagjafirn-
ar, dönsum cf til vill í kringum
jólatréð og förum í leiki. Klukk-
an cllefu eða tólf er haldið í hátt-
inn, vegna þess að fólkið þarf að
vakna til messu, sem liefst klukk-
an sex að morgni jóladags. Stund-
um er alllangt til kirkjunnar og
því nauðsynlegt að vakna snemma.
— Akið þið til messu í bílum
eða á sleðum cins og áður fyrr?
— Flcstir á bílum en cinstaka
á sleðum.
— Hvað er lielzt notað til jóla-
gjafa í Finnlandi?
— Mest fatnaður. Miklu meira
en hér á- íslandi. Leikföng og bæk
ur falla svo i hlut barnanna.
— Og þið hafið auðvitað jóla-
sveina?
— Já, þeir kallast „Joulupukki”
og búa í Eyrarfjalli, „Korvatun-
turi" í Lapplandi. Jólasveinapnir
eru mikið á finnskum jólakort-
um, miklu meira en tíðkast hér á
Ísiandí. Finnsku jólakortín eru
yfirleitt aldrei með landslags-
myndum eins og hér er algengt.
— Svo rennur jóladagurinn upp
í „þúsund vatna landinu”?
— Já, hann byrjar með messu
klukkan sex að morgni og líður í
ró og spekt með lystilega brösuðu
svinakjöti og heimabrugguðu öli.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - LUNNUDAGEBLAÐ 221