Sunnudagsblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 9

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Qupperneq 9
■Þær voru ótrúlega frumstæðar, íikotgrafirnar, sem við, þátttak- endur heimsstyrjaldarinnar fyrri, urðum að láta okkur nægja. Þær voru ekki annað en réttir og slétt- ir skurðir, og það var langt á milli sandsekkjanna, sem hlaðið var upp i þeim og aðbúnaður all- ur hinn ömurlegasti. Auk þess hafði regnið, sem látlaust streymdi úr himni, breytt gröfunum í bleytu drullu. Svefnstaðir okkar voru ekki bcysnir og oft vorum við í hreinustu vandræðum með að leggja frá okkur skotvopnin- Hér og þar lágu ryðgaðar niðursuðu- dósir. Fram á við vissu nokkur útskot, sem við notuðum sem sal- erni og ruslageymslur. Fyrir aft- an okkur voru nokkrir óheflaðir trékrossar gerðir yfir leiði þeirra sem. dauðinn hcifði leyst af verði. Þannig var hin dapurlega veröld, sem við lifðum og hrærðumst í frá einum degi til annars. Reynið að gera ykkur þennan stað í hugarlund og bætið við sifelldum byssuskotuni. Finnst ykkur þetta kræsileg tilhugsun. Og rcynið ennfremur að setja ykkur í spor okkar, sem þarna hírðumst, og vorum aðeins vissir um eitt: að við kæmum heim í sjúkrabör- um ef við á annað borð ættum afturkvæmt- Já, þannig var ástand ið fyrstu jól heimsstyrjaldarinn- ar fyrri. En þau jól eða hitt þó heldur. í skjóli skítugs skurðar ein- hvers staðar þar sem einu sinni hafði verið rófuakur. Þetta var ekki beint skemmtilegt en þó hýrnaði yfir okkur, .þegar póstur- inn kom þetta aðfangadagskvöld með böggla að heiman, sem höfðu að geyma matvæli og vindlinga. Þá kom hin ódrepandi kímni brezka hermannsins upp á yfir- borðið og ósjálfrátt fæddust bros á vörum okkar. Um miðnættið ómaði allt af söng- Þetta vai' sorglegt og hlægi- legt í senn. Hér börðust tvær þjóðir í djúpum skurðum um hávetur við ömurlegar aðstæður. Eftir aldagamla þróun mannsand- ans stóðum við ekki á hærra stigi cn þetta. Einkennilegt er mann- félagið: Á friðartímum elur það önn fyrir vesalingum, sem beðið hafa tjón á sál og líkama, á striös- timum sendir það sína vöskustu syni út á vígvellina. Svona voru hugsanir mínar þar sem ég sat og strauk drulluna af stígvélum mínum. Skyndilega veitti ég því eftirtekt, að varð- maður nokkur kom niður í gröf- ina til okkar hinna og var mikið niðri fyrir. „Þegiði aðeins og hlustið”, sagði hann og röddin titraði. Söngur félaga minna hljóðnaði. „Hvað er um að vera?“ spurði ég. „Þjóðverjarnir eru að syngja,“ var svarað- „Hlustaðu bara.“ Þetta var alveg rétt. Við heyrð- um allir greinilega, að leikið var á liarmoniku fyrir handan og sam Frh. á bls. 239 ER STRÍDIÐ STANZAÐI ALhVÐUBLAÐIQ - SUNNUDAGSBLAÐ 225

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.