Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 30

Sunnudagsblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 30
fólgin í blikkplötu einni mikilli og hentugu handfangi. Þegar tekið var í handfangið buldi í blikkplöt- unni og Muggur þaut inn sem kólfi væri skotið. Nokkrum mánuðum áður en Muggur lézt í hárri elli fór hann „að sjá sýnir”. Tók hann sig þá til, festi augun á einhverjum á- kveðnum punkti og hafði síðan ýmsa tilburði í sambandi við „sýn- ina”. Einu sinni hafði ógengur burstakaupmaður troðið sér alla ieið inn í eldhús til okkar til að pranga með vöru sína og vissum við þá ekki fyrr til en Muggur kemur svífandi í einhvers konar transi fram í eldhúsið til okkar, starblínir á eitthvað við fætur burstasalans og nálgast það hæg- um skrefum með uggvænlegu urri. Enginn sá, hvað það eiginlega var. sem hundurinn urraði að, — og setti slíkan ugg að burstasal- anum vlð þetta skyndilega uppá- tæki hundsins, að við urðum að heila yfir höfuð lians fleiri lítrum af köldu vatni áður en hann kæmi til sjálfs sín og hætti að æpa og veina af hræðslu. Muggur gaf upp öndina nótt eina, sennilega í svefni. Mamma var harmi lostin og vildi helzt jarðsetja hann í fjölskyldugraf- reit okkar, en til allrar hamingju tókst þó að fá því afstýrt með því að sýna henni fram á að það væri í trássi við lög Qg venjur. Málinu lyktaði því þannig að ég útbjó Muggi litla gröf með snotrum steini, sem á var letrað „Cave Ca- nem”. Mamma var m.jög hrifin af þessari latnesku grafskrift og þótti liún mjög við hæfi þess, sem lát- inn var. i, i m HEIMKOMAN Frh, af bls. 237 því, svo glaður var hann. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði hann. „En ég vissi bara ekki, að þetta væri eini koddinn þinn. Svo er ég hér með skilaboð frá konunni minni. Ja, reyndar frá okkur öllum. Við viljum gjarnan bjóða þér til jóla- máltíðar í dag.“ Jólasveinninn drap tittlinga glaður í bragði. en liristi höfuðið. „Vertu ekki að hugsa um mig,“ sagði hann. „Ég kaupi mér góða máltíð í matsölunni í dag. Þú sérð að ég á engin samkvæmsföt og ég get því ekki þegið boðið. En það er sama og þegið.“ „Maturinn er ekkert aðolntriði," sagði Jeff. „Þú gerðir mér greiða í nótt. Nú langar mig til að gera þér greiða. Kannski er nóg að þakka þér fyrir, en drengina langar ba,ra að kynnast bér.’“ „O. ég get ekki gabbað þá, sonur sæll.“ Jeff brosti. „Kannski ekki.“ sagði hann. ,.En biessaður vertu í búninsnum þínum og haltu á- fram að létast, eins og þú hefur gen itndanfarið. Láttu sem þú sért ekta jólasveinn og strákarnir munu láta sem þeir séu ekki venjulegir óþekktarangar. Hvað sagðirðu um það?” Þetta virtist rétta aðferðin, vegna þess að augu jólasveinsins glömpuðu skyndilega af áhuga. „Ja, þetta hljómar ekki sem verst," sagði hann. „Mér fellur vel við börn og þeim virðist geðj- ast að mér.“ Þvf næst gekk hann að borðinu, tók upp lítið pappirs- blað og reif það í tætlur. „Þetta var dálitið, sem ég ætl aði að stinga í vasann á jakkan- um þínum,*' sagði hann kankvís- lega og benti á jakka Jeffs, sem hékk á herðatré í horninu. „En ég sé nú, að 'þess gerist ekki þörf Jú, ég skal koma gleðileg jól, sonur sæll 24g SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.