Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 12
Þættir úr sögu
staðar og kirkju
Selárdalskirkja átti nokkur itök
í aðrai- jarSir. Hún átti frá fornu
fari skógarhögg til kolagerðar inni
í Geirþjófsfirði, og eftir miðja
15. öld keypti hún skógarhöggs-
rétt í Trostansfirði. Hún átti hval-
reka allan á Kirkjubólslandi í
Kolmúladal nema smáhvel.i Hún
átti tólf feta gröf í landi sama
Kirkjubóls, og hlýtur þar að vera
um rétt til mótekju að ræða. Og
hún átti hvannskurð í Lokinhamra
tó íyrir norðan fjörð.
En það var hvorki landeignir
kirkjunnar, reki né ítök, sem gerðu
Selárdal að einu bezta og eftir-
sóttasta brauði á Vestfjörðum.
Það var sjávaraflinn.
Eg vék að því í upphafi þessa
máls, hve gott væri til sjósóknar
úr Selárdal. En skammt fyrir utan
Selárdal eru þrjár fornar verstöðv-
ar: Sandvík, Miðdalur og Yztidal-
ur, einu nafni kallað Verdalir.
Og vcstanvert við nestána er
Kópavík, forn veiðistöð. í allar
þessar verstöðvar sóttu menn á
vorvertíðum innan úr firðinum
og höfðu þar uppsátur. En fyrir
uppsátrið varð að gjalda. Og ver-
tollurinn rann allur til landeig-
andans, Selárdalskirkju. Nú var
Selárdalur beneficium, sem kall-
að var, það er að segja: þar skyldi
vera prestssetur og presturinn fá
í Iaun sín eftirgjaldslausa ábúð á
staðnum og auk þess tekjuy af
jarðeignum kirkjunnar, ítökum
öllum og hlunnindum, hverju nafni
sem nefndust. Og þegar það er
vitað, að kirkjan áttj tíunda
hvern fisk sivalan, sem á landi
kom í Selárdalslandi frá Líkastapa
að Kálfadalsá, og þess jafnframt
gætt, að úr Kópavik gengu stund-
um allt að 20 aðkomubátar og allt
að 15 úr Verdölum, að því er seg-
ir í jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vídalíns, — þá fer að
verða skiljanlegt, hvers vegna
sótzt var eftir að ráða fyrir Selár-
dalsstað og fá tekjur hans í sínar
hendur, ekki sízt á þeim öldum,
þegar fiskur var í háu verði. Fæ
ég ekki betur séð en frá því á 11.
öld og fram undir miðja 18. öld
eða fram undir 700 ár hafi yfir-
ráð Selárdals ekki til Iangframa
verið í höndum annarra en
þriggja höfðingjaætta vestfirzkra,
og voru þær þá sjálfar skyldar og
venzlaðar á marga lund. Seldæla-
ætt réð staðnum fram á miðja 14.
öld eða lengur, eins og fyrr var
á drepið. Ekki löngu seinna voru
yfirráð staðarins komin í hendur
Hagaætt á Barðaströnd, og voru
sumir þeirra ættmanna prestar í
Selárdal, likt og niðjar Bárðar
svarta fyrrum. Einn af þvi fólki
telst Gísli Jónsson, síðar biskup í
Skálholti, því að Kristín kona hans
var dóttir Eyjólfs mókolls af Haga
ætt. Þessu næst náði Eggert Hann
esson í Bæ tangarhaldi á Selár-
dal, og var svili hans, Halldór
Einarsson, prestur, og síðan son-
ur Halldórs og sonarsonur. Þá
fékk Páll Björnsson lærði stað-
inn, en faðir hans var dótturson-
ur Eggerts Hannessonar, og síðan
Halldór sonur séra Páls eftir hans
dag, og réðu þeir feðgar húsum i
níu tigu vetra. Nægir þetta til að
sýna, hvert keppikefli Selárdals-
brauð hefur verið auðsælum ætt-
um og hve lagnir þessir menn
voru að ná góðri efnahagslegri
aðstöðu í þjóðfélaginu, en yfir-
ráð yfir Selárdal gátu þeir auð-
vitað ekki fengið nema með vel-
vilja biskups. Það hefur sennilega
ekki spillt fyrir séra Páli Björns-
syni að fá Selárdal að hann var
svili þáverandi biskups, Brynjólfs
Sveinssonar, og alkunnugt er,
hvílík hjálparhella Ögmundur
biskup Pálsson var fólki af Mó-
kollsætt, ef hann mátti því við
koma. Til er og bréf frá Eyjólfi
mókolli, þar sem hann biður Stef-
án biskup Jónsson að veita Magn-
úsi syni sínum Selárdal, þegar
hann hefði lokið námi, og lofaði
biskup þessu og fól Eyjólfi að sjá
um staðinn þangað til. — Og sum-
ir Selárdals prestar á þessum öld-
um urðu stórauðugir menn.
Ákvæðinu um, að kirkjan aetti
tiunda hvern sívalan fisk, er á land
kæmi, var síðar breytt í fram-
Síðarí hlutí
kvæmd á þann veg, að fast gjald
var tekið af hverjum manni í
stað hlutar. Segir í jarðabók Áraa
og Páls 1710, að það gjald hafi
áður verið í Kópavík hálf vætt
eða 20 fiskar af hverjum manni,
en nú hafi toliurinn lækkað vegna
aflabrests i 3 fjórðunga eða 15
fiska á mann, nema mjög lítið
aflist, þá tekur staðarhaldarinn
minna eftir góðri sannsýni. í Ver
dölum hafði gjaldið verið 3 fjórð-
ungar af manni, en síðan bólan
gekk 1703 var það hálfur þriðji
f jórðungur. Þegar nu þess er gættF
að úr þessum verstoðvum hefur
44 SUNNUDAGSBLAB -
I