Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 22
„Lygi. Þér getið ekki gert yður
það í hugarlund. Heilinn í yður
er ekki gerður fyrir þá hugsun,
ekki fremur en hann getur skilið
hugtök eins og óendanleika og ei-
Iífð. Þér getið aðeins talað um
það. Brot af veruleikanum kemur
yður úr jafnvægi og þegar þér
fáið að reyna hann allan, rekizt
þér á fyi-irbrigði, sem heila yðar
er algjörlega ofvaxiö að skilja.
Þér verðið brjálaður, algjörlega
og varanlega vitfirrtur. Á því er
enginn efi”.
Hann bætti dapurlega við: „Og
enn hefur áraþúsunda barátta
orðið til einskis. Á morgun mun
engin borg standa óskemmd í
Lagash.”
Theremon náði fyrra jafnvægi
sínu aftur að nokkru. „Það leiðir
ekki af hinu. Eg fæ ennþá ekki
skilið, hvers vegna ég hlýt að
verða brjálaður, vegna þess cins,
að það verði cngin sól á lofti. Og
þótt ég yrði það og allir aðrir
yrðu brjálaðir líka, hvernig eyði-
leggur það borgimar? Sprengj-
um við þær í loft upp eða hvað?“
Sheerin var farið að renna í
skap: „Ef þér væruð í myrkri,
hvað mynduð þér þá heimta meira
en allt annað; á hvað myndi hver
eiöasta taug hrópa. Ljós, auðvitað,
Uós.”
,.Og .."
„Þér munduð kveikja i ein-
hverju. Hafið þér séð skógar-
bruna? Hafið þér farið í útilegu
og steikt kjöt á viðareldi? Brun-
inn framleiðir ekki aðeins hita.
Hann framleiðir ljós, og það vita
menn. Og í myrkrinu vilja þeir
ljós, og það verða þeir sér úti
um.”
„Og brenna viði?”
„Brenna öllu, sem þeir ná i.
Ritstjóri:
Kristján Bersi Ólafsson
Ótgefandi:
AlþýðublaSií
Prentun:
PréntsmiSja Alþýðublaðsins.
.................... "" 1 " ........
Þeir verða að fá Ijós. Þeir verða
að brenna einhverju, og ef viður
er ekki við höndina, brenna þeir
því, sem næst er. Þeir munu verða
sér úti um ljós, og allir manna-
bústaðir munu standa í ljósum
loga.”
Theremon snéri sér þegjandi
undan. Honum var þungt um and-
ardráttinn og hann tók varla eftir
kliði, sem allt í einu heyrðist úr
næsta herbergi.
Sheerin tók til máls, og það var
aðeins með erfiðismunum, að hann
gat látið röddina hljóma eðlilega.
„Mér heyrðist ég heyra í Jimot.
Hann og Faro eru líklega komnir.
Við skulum fara inn og heýra,
hvað tafði þá“.
„Það er eins gott“, svaraði There
mon. Hann varpaði öndinni. og
virtist eins og valcna úr dái. pann
var kominn til sjálfs sín aftur.
1AVINHOVER
Framíiald af bls. 43.
WaJtfcer Úlíelt fyrir sama rétt fyr-
fjörráð.
Þetta var í þriðja skipti, sem
mál Dínu kora fyrir dóm en hún
lét enn ekki bugast. Þegar Úlfelt
kom í réttarsalinn, stóð hún upp,
b'enti á hann og’ sagði: „Þú ért
barnsfaðir minn“, og það er sagt,
að andlit hennar hafi glansað af
ölvun. Svo fór. þó að lokum, að
hún bognaði og viðurkenndi, að
morðráðagerð Úlfelts væri lygi og
Walther væri faðir að barni henn-
ar. En hún hélt því fram, að hann
hefði átt upptökin að öllu sarilan.
Dauðadómurinn yftr Dínu var
staöíestuj', og aftakan fór fram 11.
júlí. Hún var dauðadi-ukkin, þegar
hún var leidd að aftökupallinum,
og höggvin. Síöan var líkinu ekið
út fyrir borgfna og höfuðið sett á
slaur, en Iíkið grafið á sama stáð.
Jörgen Wálther hafði hins vegar
engan dóm hlotiö að þessu sinni,
þvi að Úlfelt liafði láðst aö stefna
bonum um leið og Dínu. En 10.
dögum eftir aftökuna lét konungur
inn stefna honum fyrir að hafa átt
upptökin að þessari lygaflækju. Eni
nú komu ný sjónarmið til sögunn-
ar. Ráðherrarnir, sem til þessa
höfðu verið á bandi Úlfelts, gátu
ekki unnt honum sigurs í hverju
máli, og þeir komust að þeirri nið-
urstöðu, að sök Walthers væri ekki
önnur en sú að hafa trúað Dínu.
Þáð væri kannski hægt að ákæra
hann fyrlr að hafa talið mönnum
trú um, að Dína væri trúvérðug
og dyggðarík kona, þótt hann hefði
haft öll ski-Jyrði til að vita betur.
Fyrir þetta töldu þeir þó ekki hægt
að dæma hann, én þeir ráðlögðu
konungi að vísa honum úr landi,
og var það gert.
Þetta mál var upphafið að falli
Corfitz Úlfclts, þótt flcira kæmi til.
Fáum dögum eftir aftöku Dínu
flúði hann land, því að nýja ófrið-
arbliku dró á Jiimininn. Er af ör-
lögum hans og þó einkum af León
óru mikil saga, sem hér verður
þó ekki rakin.
MOLAR
| Þégar metrakerfið fór að É
; rýðja sér til rúms hér á landi |
| voru smíðuð íslenzk nöfn yfir É
| þær einingar, sem mest eru |
1 notaðar í daglegu lífi. Þessi j
: nöfn heyrast nú sjaldan scm |
= aldrei, en mörg þeirra fara vel §
| í málinu, og því sakar ekki áð |
i þau séu rifjuð upp. Þessi voru I
i þau helztu: §
Röst — kílómctri
stika — meti-i
skor — sentimetri
rönd — millimetri
reitur — ari
teigur — hektari
mælir —i lítxú
ker — helctólítri
vog — kíiógramm
mct — granxm.
- AlÞVWfií-kÞU*