Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Síða 13
Selárdalskirkja fyrir breytinguna 1961.
stundum róið á annnað htmdrað
aðkomumanna, þá sést, að fiski-
magnið, sem vertollarnir gáfu af
sér, hefur ekkert smáræði verið.
Jafnframt þessu höfðu Selár-
dalsprc.itar ævinlega meira eða
minni útgerð sjálfir. Til þess að
tryggja sér næga háseta á útveg
sinn byggðu þeir jarðir kirkjunn
ar inni í sveitinni og hjáleigurnar
sem myndazt höfðu í túnjaðrin-
um á staðnum og niðri á sjávar
bökkunum^ með því skilyrði, að
leiguliðinn væri skyldur að róa
á útvegi þeirra. Hann fékk að
vísu venjulegan hásetahlut, en
en þetta gat samt verið dýrmætt
akvæði fyrir útgerðarmanninn. þeg
ajr fiskur var í háu verði, eins og
átti sér stað á 15. og 16. öld, og
sótzt var eftir mönnum í skip-
rúm.
Hér á við að geta þess, að séra
Páll Björnsson hinn lærði, þessi
undarlegi maður, sem las hebr-
esku fullum fetum og orti á grisku
og sökkti sér niður í austurlenzka
dulspeki á efri árum, maðurinn
sem reiknaði út hnattstöðu Bjarg
tanga svo að litlu skeikaði og skrif
aði vísindalega ritgerð um ýms-
ar tegundir djöfla og ólíkt eðli
þeirra, presturinn, sem var kunn
ur að höfðingíegri og Ijúfmann-
iegri gestrisni við æðri og lægri
og beitti sér samtímis af full-
komnu vægðarleysi fyrir ofsókn
úm á hendur fákænum galdra-
mönnum, — þessi maður hóf út-
gerð á þilskútu fyrstur allra ís-
lendinga, að því er bezt verður
vitað. Það var 1750, að hann lét
smíða skútu með hollenzku lagi
°g hélt benui til fiskveiða í all-
mörg ár, og var formaður á henni
sjálfur. Hefur Einar Bogason frá
Hringsdal i Arnarfirði, stálminn-
úgur fróðleiksmaður, sagt frá því
í grein um séra Pál í Frá yztu
uesjum að sér hafi ungum verið
sýnt Skútuhróf, sem svo var kall
að, i Selárdal, þar sem séra Páll
geymdi skútu sína á vetrum, en
um vor og sumar lagði hann henni
á Krókspolli, sem svo er nefndur,
en þar er furðugott lægi litlum
þilbátum, þvi að langur grjót-
tangi, Krókshöfuð, er vörn fyrir
brimsjóum.
-Breytt atvinnulíf hefur haft mik
il áhrif á íbúafjölda Selárdalssókn
ar eins og víðar. Er hér . ekki
kostur á að rekja það mál. Þess
skal þó getið, að íbúunum hefur
sífellt farið fækkandi frá 1703, að
fyrsta manntalið var gert. Þá
bjuggu í sókninni 304 menn, þar
af 104 í Selárdal — dalnum —
eða rúmur þriðjungur. Konur voru
heldur fleiri en kaiiar. Tveim
öldum síðar, í árslok 1900^ voru
íbúar sóknarinnar 249, fækkun
54 frá 1703. í Selárdal voru 74
menn eða 30 færri en 1703. Kon
ur voru talsvei’t fleiri en karlar,
munur 31. En hér kemur það til
greina, að þrem mánuðum áður en
manntalið var tekið( 20 sept. 1900
fórust 17 merin úr sókninni í fiski
róáðri, þar af 13 úr SelárdaL
ALfcÝEnjBLAJÐU) w SUNNUBACSBLA©