Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 14
Selárdalskirkja eftir Sjórinn var gjöfull, en hann heimti stundum þung gjöld. Haustið 1961 töldust íbúar allrar sóknarinnar 51, eða sjötti hluti þess fjölda, sem þar bjó 1703. í Selárdal voru 17 menn eða réttur þriðjungur sóknarbúa. Nú munu þar aðeins vera fáir menn eftir. Hér er ekki rúm til að segja neitt frá einstökum prestum, er þjónað hafa í Selárdal, og hafa þó margir þeirra verið hinir merk- ustu menn. Ekki er heidur unnt að skýra neitt frá eign kirkjunnar í skrúða eða öðrum gripum á ýms- um tímum þótt fróðlegt gæti ver- 4fi faUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAi breytinguna 1961. ■■ ■ ■ ið. Þess eins skal getið~hér til gamans, að í Þjóðminjasafni er hurðarhringur úr Selárdalskirkju, ærið forn. Hann er festur í ljóns- höfuð og er hvort tveggja úr eir. Engin lýsing er til af Selárdals- kirl-ju á fyrri öldum. í máldaga Gyrðs biskups frá 1354 segir, að kirkjan eigi innan sig tjöld um- hverfis og steinklæði, - þ. e. lituð klæði, en ekki veitir þetta neinar upplýsingar um gerð eða stærð kirkjunnar,- þótt hún væri tjölduð innan. Það eru þessi tjöld, sem í Vilchinsmáldaga eru kölluð reflar fornir umhverfis kirkju og stein- tjöld. Hafa þetta sjálfsagt verið góðir gripir. Ekki er þeirra getið eftir siðaskiptin, og má ætla, að þeir hafi þá verið fyrir löngu ónýtir. Vilchinsmáldagi sýnir, að ölturu hafa verið fleiri en eitt f kirkj- unni. Þar segir, að kirkja eigi tvenn altarisklæði með pell og eitt hversdagslegt til háaltaris, og enn fremur tvenn með pell og t.venn með silki til útaltara. Er lik- legt, að ölturum hafi alls verið þrjú. Má minna hér á það, sem Magnús Már Lárusson prófessor, sem er allra manna fróðástur um íslenzkar kirkjur á fyrri öldum, segir í hinni gagnmerku grein, sem hann skrifaði i tímaritið Sögu tun Valþjófsstaðahurðina frægu: „Yf- irleitt virðist það hafa verið regla á hinum stærri kirkjum, að ölturu hofa verið þriú „háaltari og tvö hliðarölturu", segir prófessorinn. Elzta lýsing á kirkjunni, sem ég hef getað fundið, er í vísitazíu- bók Brynjólfs Sveitissonar, en hann vísiteraði Vestfirði 1639, fyrsta sumarið, sem hann var biskup, og kom í Selárdal 28. ágúst. Þar segir svo: „Kirkjan í sjáifu sér sterk og stæðileg. alþilj- uð með fjalagólfi og bekk öðmm megin. Hurð með þretrunn járn- um, innlæst, með koparbring. "H'iVn er með súðarþaki og þili á millí kórs og kirkju með pflárnm. Hún á kirkjustiga”. Ekki sést stærð kirkjunnar á þessari lýsingu, og ekki er það , tekið skýlaust fram, að hún hafi verið timburkirkja, en þó er það liklegast, enda munu íslenzkar kirkjur yfirleitt hafa verið úr tré á þessum öldum. Rúmum 40 árum seinna, 1683, getur Þórður biskup Þorláksson þess, að séra Páll Björnsson í Sel- ardal hafi endurbætt kirkjuna bæði að byggingu og ornamentum, meðal annars aukið elnu stafgólfi við kórinn með tvífóðraðri súð og þili, sett á nýja súð að sunnan og enn fremur látið smiða nýtt og sterkt klukknaport úr tré, þetta virðist vera sama húsið og enn stendur árið 1700, þegar Jón bisk- up Vídalín vísiterar í Selárdal. Segir biskup húsið vera gamalt ©g hrörnað og klukknaportið laslegt.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.