Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Page 10

Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Page 10
 :*í:: í.'-/ • •::::- •■.•kéíiífi; til Englands endurlas ég heimildarritin. Hafði ég mis- skilið það, sem stóð þar? Nei, ég hafði skilið þau rétt. Eyjan var þarna og greinilega merkt á þó-nokkrum kortabókum, sem ég athugaði, og henni var nákvæm- lega lýst í fjölmörgum ritum. Var þetta allt: koma Portúgala þangað á Mattheusardegi; nýlendustofnun þeirra og nákvæmar mælingar á stærð og legu eyjar- innar; var þetta allt uppspuni tómur? Það hlaut að vera útilokað. Ég sneri mér til fulltrúa tveggja út- gerðarfélaga, sem annást póstferðir til Höfðaborgar. Þeir svöruðu báðir mjög kurteislega og á sama hátt. Þessi eyja var ekki til á kortum brezka flotans og cnginn af skipstjórum þeirra hafði nokkurn tíma komið til hennar né heldur séð hana eða heyrt. Þegar þarna var komið sögu gaf ungur kunningi minn einn mér snjallræði. Það var að senda fyrir- spurn um eyna til tímarits, sem kallast The Monthly Packet og virðist reka eins konar upplýsingastarf- semi, sem getur leyst úr öllum vanda, þótt það sjáist á hinn bóginn ekki, hvað tryggi það að svar- andinn viti hót meira um málið en sá, sem ber spurninguna fram. En með tíð og tíma kom í blað- inu svar við fyrirspurninni, þar sem sagði að Matt- keusarey væri „lítil eyja á sunnanverðu Atlantshafi, 480 milur suður af Palmashöfða á Guineu. Portúgalar fundu eyna árið 1516 og stofnuðu þar nýlendu, sem þó tók fljótt af“. Þetta var lesið yfir mér eins og saíómonsdómur, en'þar sem þetta var aðéins endur- sögn þess, sem stóð í landafræðiritunum, sannfærði það mig ekki. Ég hélt eftirgrennslunum mínum áfram, og loks varð einn kunningl min svo skynugur að gera það, 186 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.