Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 12
Churchill hinn nýi WINSTON SPENCER CHURC- HILL var fyrir skemmstu lagður til hinztu hvíldar. En nafn hans lifir áfram, ekki aðeins á spjöld- um sögunnar, heldur ber það ung- ur maður, sem oft heyrist flytja fréttaskýringar í brezka útvarpið. Það er sonarsanur t>g alnafni gamla mannsins, og hann minnir á afa sinn í fleiru en því að hann ber sama nafnið. Hann er í ötliti ekki ósvipaður því sem forsætis- ráðherrann fyrrverandi var á yngri árum, og hann virðist hafa erft vænan skammt af æfintýra- löngun og jafnvel ritleikni afa síns. Winston S. Churchill gaf i liaust út fyrstu bók sína, 24 ára að aldri, en afi hans var jafngamall, þegar, fyrsta ritverk hans kom út. Bók Churchills yngra heitir First Jour- ney eða Fyrsta förin, og þar segir frá ferð, sem hefði getað orðið bæði fyrsta og síðasta för hans. Hún var nefnilega liættuspil hið mesta. Seint á árinu 1962 hafði Churc- hill verið nokkur ár við nám í Oxford. Þar hafði hann fengið áhuga á flugi og orðið sér úti um einkaflugmannspróf. Meðal skóla- félaga hans í Oxford var Þjóð- verji að nafni Arnold von Bohlen, náskyldur iðjuhöldunum Krupp. Von Bohlen var lika áhugasamur um flug og saman keyptu þeir sér notaða vél af gerðinni Piper Co- manche og fóru að ráðgera að fljúga henni umhverfis Afríku. Ráðsettari mönnum leizt ekki á blikuna. Það var hrein fásinna að ætla sér að fara í einshreyfils- vél yfir eyðimerkur og frumskóga Afríku. En Churchill svaraði þeim mótbárum jafnan með hundalógík, sem hann vissi vel að stóðst ekki, nefnilega að hættan á vélarbilun væri helmingi meiri í tveggja hreyfla vél. Vélin var þar að auki nýyfirfarin og í ágætu lagi og all- ur útbúnaður var fyrsta flokks. Og það skipti ekki minnstu máli að í fórum sínum höfðu þeir félagar kynnisbréf til næstum allra þjóð- höfðingja og pótentáta í Afríku. Fáir ferðalangar í ævintýraleit hafa verið jafnbyrgir að góðum samböndum. HEPPNIN fylgdi þeim félögum frá byrjun fararinnar. Eitt ævin- týrið tók við af öðru, og það virt- ist alveg í stíl við annað, að þeir birtust í Katangafylki í Kongó alveg mátulega til að fylgjast með lokaþáttum Katangaævintýrisins. 188 sunnudagsbla^ - alí>'ýouSlas>j»

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.