Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 20

Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 20
greininni og segja um leið: ”Ætl- arðu að hlýða mér eða ætlarðu ekki að gera það?“ Þessu skaltu halda áfram, þar til ljónið kinkar kolli til samþykkis, þá máttu sleppa því. Eftir það þarftu ekki annað en kalla, þegar þu þarft á ljóninu að halda og það mun koma til þín. Pilturinn þakkaði munkinum fyrir og skundaði áfram stiginn hinum megin við hofið. Hann gekk lengi, lengi, þar til hann kom upp á fjallstind og sá hafið. Demantgrænt vatn þess lá hreyf- ingarlaust eins og stór spegill. Við strendurnar stóðu fjölmörg marg- lit blóm i fullum skrúða og mitt á meðal þeirra Var laufríkt ilm- tré. Þegar hann nálgaðist gat hann fundið af því ilminn. Þetta hlaut að vera staðurinn sem munkur- inn bafði talað um, og hann sveifl aði sér upp i greinar trésins og faldi sig bak við laufþykknið. Hann kaus sér gilda sterklega grcin og hélt henni tilbúinni í höndum sér. Síðan hóf hann bið- iná. Eftir nokkurn tíma dimmdi í lófti og fuglahópar flugu að, Þeir kvökuðu og skóku vængina og íentu á ströndinni til að drekka. Þegar þeir höfðu drukkið nægju sína hófu þeir sig aftur til flugs með miklum vængjaþyt og hurfu. Pilturinn beið enn, og þá komu hjarðir dýra að úr öllum áttum til þess að drekka. Þarna komu alis konar skepnur: hyrndar og kollóttar, snöggar og síðhærðar. Pilturínn var áfram í felum í trénu. Hann hélt meira að segja niðri í sér andanum af ótta við að fæia dýrin. Þá heyrðist allt í einu öskur í fjarska. Fjallatindarnir skulfu pg dýrin tvístruðust í all- ar áttir frá sér af skclfingu. Síðan birtist ljónið og hristi makkann hátignarlega. ‘ Það nam staðar undir trénu. Pilturinn stökk þá njður úr trénu niður á bakið á ljóninu. Hann greip um faxið og sló ljönið þrisvar í höfuðið með greininni og sagði: „Ætlarðu að híýða mér eða ætlarðu ekki að gera það?” Ljónið öskraði grimmd arlega. Það hristi höfuðið og hafði nærri því kastað piltinum af baki. Hann lyfti greininni þá aftur ,og síó Ijópið aftur í höfuðið þrisvar sinnum. Ljónið lét þá undan og stóð kyrrt eins og lamb. „Ætdarðu að hlýða mér eða ætlarðu ekki að gera það?“ spurði pilturinn. Ljónið var að því komið að hrista höfuðið til synjunar, en sá þá greinina í hendi piltsins og kinkaði kolli í undirgefni. Þegar pilturinn hafði þannig tam ið ljónið hélt hann aftur til hall 'arinnar til að hitta konunginn. Konungurinn varð agndofa af undrun. Hafði hann þá lagt ljón að velli? Konungurinn taldi að það væri óhugsandi. „Drengur minn, hefurðu raun- verulega fellt ljón?“ spurði hann. ,,Nei, herra, en ég hef tamið ljón.“ Konungurinn varð enn vantrú- aðri- „Hvernig er hægt að temja ljón?“ spurði hann sjálfan sig. En upphátt sagði hann: „Það er ágætt. Sýndu mér þá ljónið.“ Pilturinn stóð í miðri höljinni. Hann lyfti ilmviðargreinni og kallaði hátt: „Ljón, komdu til mín strax.“ Hann hafði ekkj fyrr lokið kall inu en svo sterk vindkviða skall yfir að moldin þyrlaðist npp í loft ið í skýjum. Höllin skalf og nötr- aði eins og skip í stórsjó. í sömu andrá hljóp stórt ljón inn í höll ina, urraði og sýndi klærnar. Kon ungurinn skalf af ótta og faldi sig fyrir aftan piltinn og baðst vægðar „Sendu það strax í burt. Ég skal viðurkenna þig sem son minn og láta sækja móður þína “ En þegar pilturinn hafði komið ljóninu burt, skipti konungurinn um skoðun. Hann sá eftir því að hafa gefið þetta loforð. Hvenær gat hann viðurkennt veiðimann sem son sinn og hvernig gat h?r látið sækja aftur konu, sem hann hafði rekið frá sér? Hann rang- hvolfdi augunum og þó datt hon um ráð í hug. „Þú ert vissulega þess verður að vera sonur minn,“ sagði hann. „En sonur minn verður að eign- ast fagra konu. Fegursta kona á jarðríki er dóttir Satans. Heldurðu að þú getir náð henni og kvænzt henni?“ ,,Það get ég, herra. Ég skal leggja strax af stað." ]95 SUNNW3AGSBI.Af) ALÞÝÐUBLAÖIÐ Pilturinn fór síðan úr höllinni og hélt langt upp í fjöllin til að leita að hýbýlum Satans- Hann gekk og gekk í guð má vita hve marga daga. Dag nokkum kom hann að sævarströnd. Þar hitti hann háa og gilda konu. Hún notaði tunnu fyrir bolia og svelgdi í sig sjóinn 1 tunnutali. Eftir örstutta stund hafði hún drukkið helming inn af hafi-nu. Pilturinn stóð dol- fallinn. „Þú ert stórkostleg að geta drukkið hálft hafið," sagði hann. Þegar hún sá, að piltur, klædd ur sem veiðimaður, hafði ávarp að hana, svaraði hún: „Veiðimaður, hvað er stórkostlegt við mig? En það er sagt að til sé maður, sem geti tamið ljón. Það er eitthvað til að dást að“. „Ég er veiðimaðurinn, sem tamdi ljónið," sagði pilturinn. Konan horfði á hann efablandin á svip og sagði: ,,Þér þýðir ekkert að æt]a að lcika á mig. Kallaðu l.iónið hingað, og þá skal ég trúa þér.“ Pilturinn lyfti greininni óg kall aði hátt. Þá kom vindkviða og síð an Ijónið. Það urraði grimmdar lega og ætlaði að stökkva á kon un. Hún varð viti sínu fjær af ótta og faldi sig bak við piltinn og sífraði: „Rektu það burt, gerðu það, þá skal ég þjóna þér.“ Þessi kona vissi hvar Satan áttí heima, og þegar hún hafði gengið í þjónustu piltsins kvaðst hún skyldu vísa honum til hallar Djöflahöfðingjans. Næsta dag klifu þau geysihátt fjall- Þegar þau voru að brjótast frá einum tind inum til annars, sáu þau risa, scm stikaði milli fjallatindanna. Pilturinn horfði á hann mcð að- dáun. „Þú, eldri bróðir," hrópaði hann, ,,Þú ert svei mér fær mað ur. Það væri ekki ónýtt að geta farið milli tinda í einu skrefi.“ Risinn laut höfði og rýndi nið ur til piltsins. „Það er ekki hægt að kalla m:g færan“, þrumaði hann. ,,Eiiyiver sagði mér, að einhver veiðimaður hefði tamið ljón. Það er fær maður sem það hefur gert.“ „Þetta er Ijónatemjarinn, hús- bóndi minn,“ skaut þorstláta kon an inn í, en hún stóð við hlið hon um og hafði hlustað á samtalið. Pilturinn lyfti enn greininni og ^allaði- Vindkviðan kom óðar og Ijónið á eftir henni. Risinn varð Syo hræddur að hann stóð sem steingerður við jörðina. Hann rétti út höndina og tók piltinn í fangið. ..Komdu því burt aftur“, kjökr- aðf hann. „Ég skal glaður Serast þjónn þinn.“ Þau héldu síð an áleiðis þrjú til hallar Satans Á Þriðja degi hittu þau stúlku ^eð gullinn boga. Hún rýndi upp 1 loftið eins og hún væri að leita að einhverju. Pilturinn gekk til hennar og spurði af einskærri forvitni að hverju hún væri*að Sá. i,Fyrir fimm mánuðum skaut ég upp í loftið," svaraði stúlkan- ■■Hún hefur ekki komið til jarðar ennþá. Ég bið ennþá eftir henní.“ >.Þú ert frækin að geta skotið Svo langt,“ sagði pilturinn fullur aðdáunar. »Hvað er ég samanborið við h'anninn sem getur tamið ljón. ^ér er sagt, að slíkur maður sé fU. Það kalla ég verulegan frækn ieika.“ svaraði stúlkan. v »Húsbóndi,“ gall við í risanum. ■■kallaðu á jjjónið og láttu stúlk ana sjá, hve snjall þú ert-“ Pilturinn lyfti greininni og kall *ði og ljónið kom. Stúlkan varð ofsahrædd. Hún flliygði gullna ooganum frá sér af skelfingu. ■'Sendu það burt, Ég skal fúslega tjóna þér alla ævi,“ bað hún hann. Pilturinn hafði nú fengið þrjá [orunauta, og öll fjðgur héldu ”au vonglöð til hallar Satans. e6ar þau komu að höllinni, var Ovðið dimmt og hallarhliðin voru rammlæst. Þau áttu ekki annars fkosta en að finna sér dimmt sk°t 0g bíða. Pilturinn var óþolin Oióður og gat ekki sofið. Hann afði áhyggjur af því, hvernig ann ætti að fara að því að sigr á Satan og fá dóttur hans. g hann hafði aldrei séð dóttur stan, svo að hvernig gat hann tag hver hún var? AUt i elnu Gyrði hann tvær krákur taka al saman í tré skammt frá- Hann udi fuglamál og heyrði hvert af því, sem þær sögðu. ar]fUgiinn tók fyrst til máis. ’’ essar fjórar hæfileikamanneskj r ®tla að létta af hörmungum okk ar. Þegar Satan hefur verið drep inn munum við lifa í friði." „Ætla þau ekki líka að nema dóttur Satans á brott?“ spurði kona hans. ,,En hvernig vita þau hvernig hún lítur út?“ „Það er auðvelt að þekkja hana,“ svaraði karlfuglinn. „Hún er feg urst allra stúlkna. Á enni hennar er letrað oröið Om og á brjóst henni orðið Hum. Hún íer alltaf út með birtingu til að sækja vatn.“ Þetta samtal fuglanna gaf piltin um ábendingu um það, hvernig hann skyldi fara að. Hann gat ekki legið lengur og beðið- Hann vakti förunauta sína og sagði þeim, hvað þau skyldu gera. Sjálfur faldi hann sig í kjarrlnu andspæn is hailarhliðinu. Dagurinn var að byrja að glitra í austri og fölur himinninn var að lýsast. Þá var hliðið allt í einu opnað. Út komu þrjár eða fjórar stúlkur með fötur á bakinu eins og þær ætluðu að sækja vatn. Sú sem síðast fór var yngst þeirra og fegurst. Pilturinn taldi að það kynni að vera dóttir Satans. Og þegar hún kom á móts við kjarrið sá hann reyndar að á enni hennar stóð Om og á brjósti hennar Hum Hann lét hinar stúlkurnar halda áfram, en stökk, þá skyndilega fram úr kjarrinu og greip þá ynggtu og bar hana burt. Stújfcan ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ J97

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.