Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 19

Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Blaðsíða 19
sagði: „Faðir minn situr hér fyrir framan mig, herra. Konungurinn, þú herra, ert faðir minn .... ” Hann sagði konungnum síðan allt, sem móðir hans hafði sagt hon- um. Það kom mjög á konunginn. „Hvernig dirfist þessi strákur að koma hingað og segja, að ég sé faðir hans?” hugsaði hann. „Hann vill líklega komast yfir eignir mínar. En hann er svo fœr, að hann hefur fellt tígrisdýr. Ef ég tek hann til mín, finnur hann ef- laust einhver ráð til að hefna móður sinnar. Ég verð að finna einhver ráð til að drepa hann“. Hann gerði sér upp vingjarnleika og sagði við piltinn. „Voldugum Búdda sé þökk. Ég á son, sem hef- ur lagt tígrisdýr að velli. En samt lieid ég, að ég verði að reyna þig Þetor. Ff hú getur fellt Ijón, lofa ég þvu að ég skal viðurkenna þig sem son minn og láta sækja móð- ur þína”, Þegar pilturinn fór aftur úr iiöllinni hélt hann rakleitt upp í fjöllin. Hann leitaði alls staðar að ljóni, en fann ekki neitt. Á göngu sinni kom hann dag einn að kross- götum. Þrír stigir lágu fyrir fram- an hann: einn lá upp fjallið, annar niður í dalinn, og sá þriðji áfram út hlíðina. Pilturinn hikaði og vissi ekki, hvern skyldi taka til að finna ljón. Til allrar hamingju sat gamall gráhærður maður á kro'ssgötúnum. Pilturinn lineigði sig kurteislega fyrir gamla mann- inum og sagði: „Gamli maður, má ég spyrja þig hvaða leið ég á að fara til að finna ljón?“ Gamli maðurinn virti hann fyrir sér. „Þetta er ágætt, drengur minn. Þú ert hugrakkur. Farðu veginn út hlíðina og við enda hans kemurðu að lamahofi með liarð- læstar dyr. Kallaðu þá þrisvar til þess að einhver opni dyrnar. Ef þær verða ekki opnaðar skaltu berja á þær. Þá kemur munkur, sem lumbrar á þér. Það verðurðu að þola. Láttu hann slá þig og sláðu ekki til baka. Hann segir þér bá, hvar bú getur fund'ð ljón“. Pilturinn þakkaði gamla mann- inum fyrir og gekk áfram veginn út hlíðina. Stigurinn varð stöðugt erfiðari yfirferðar. Sums staðar var hann svo mjór og stórgrýttur, að hann gat varla fundið fótfestu. En hann beit á jaxlinn og skreið áfram á fjórum fótum. Hann var dauðuppgefinn og kófsveittur, þeg- ar hann var loksins kominn yfir þessa toríæru og sá lamahofið í fjarska. Dyr þess voru aftur. Hann varð svo feginn að hann gleymdi allri þreytunni. Hann tók á rás að hofinu og hrópaði eins hátt og hann gat: „Ljúkið upp dyrum! Ljúkið upp dyrum! Ljúkið upp dvrum!“ Hann beið örlítið, en enginn kom. Þá gekk hann að þungri eik- arhurðinni og barði á hana af öll- um kröftum með hnefunum. Dyrn- ar lukust þá upp og roskinn munk ur kom í ljós. Án þess að mæla orð af vörum þreif hann í piltinn og barði hann. Pilturinn mundi vel, hvað gamli maðurinn hafði sagt. Hann bældi reiðina niður og lét munkinn berja sig að vild sinni. Þegar munkurinn hafði látið af barsmíðinni leit hann á piltinn og spurði: „Hver ságði þér, að ég ætti heima hér?“ Pilturinn skýrði honum nákvæm lega frá því, þegar hann hitti gamla manninn. Munkurinn hló, þegar hann hafði heyrt sögu piltsins. Hann hrósaði piltunum, marg- sinnis og sagði: „Þú ert mjög hraustur og áræðinn, drengur minn. Mér fellur vel við þig fyrir það. Ég skal svo sannarlega hjálpa þér til að veiða ljónið." Hann tók i hönd piltsins og benti honum á mjóan og krókótt- an götustíg hinum megin við hof- ið. „Farðu eftir þessum stíg”, sagði hann, þangað til hann end- ar. Þá muntu sjá liafið. Á strönd þess vex ilmviður. Að honum kemur ljón á hverjum degi til að drekka. Þú skalt leynast uppi í trénu. Áður skaltu taka þér í hönd grein af trénu og biða svo rólegur. Fyrst munu fuglarnir koma til að svala þorstanum. Þú mátt ekki fæla þá burt. Þá koma villidýrin og þú skalt heldur ekki fæla þau. Og síðan mun ljónið koma. Þú skalt stökkva niður á bakið á því, slá það í höfuðið með ALÞÝjEHJBLAЮ - SUNNOTAGSBLAÐ- 1Q5

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.