Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Side 13

Sunnudagsblaðið - 07.03.1965, Side 13
Þeir komu til Elizabethville, sem hersveitir Sameinuðu þjóðanna höfðu þá náð á sitt vald. Þar hittu þeir nokkra sænska flugmenn úr liði Sameinuðu þjóðanna og áttu með þeim skemmtilega kvöld- stund á næturklúbbi í borginni. Þeir sögðu Svíunum að þeir ætl- uðu að fljúga til Kolwezi, sem var síðasta virki Tsjombes í fylkinu, og báðu þá að skjóta vólina ekki niður. Svíarnir lofuðu þvi, en voru ekki vissir um að málaliðar Tsjombes yrðu jafntilhliðrunar- samir. Þeir félagar sáu þá, að ekki mundi ráðlegt að fljúga beint til Kahvesi, og ákváðu að leggja lykkju á leið sína og fljúga til Mwinilunga, smábæjar í Norður- Ródesíu skammt frá landamærun- um, en þaðan fengu hermenn Tsjombes í Kolwesi vistir og her- gögn. Með sér buðu þeir tveimur þýzkum blaðamönnum frá viku- blaðinu Stern í Hamborg, sem þeir hittu í Elizabethville, en þeim lék hugur á að komast í nágrenni við Tshombe. Þeir komu við í Ndola, borg- inni, sem Dag Hammarskjöld ætlaði til í síðustu flugferð sinni. Þaðan héldu þeir aftur klukkan fimm síðdegis og gerðu ráð fyrir að lenda í Mwinilunga klukkan hálf sjö, hálftíma fyrir sólsetur. Þeir höfðu aldrei áður í ferðinni flogið svo síðla dags, því að skömmu fyrir myrkur má alltaf eiga von á þrumuveðri í Afríku. En þeir áttu ekki annars kost, ef þeir ætluðu að komast til Kol- wesi áður en Tshombe hefði beð- ið lokaósigur sinn. Óveðrið lét ekki standa á sér. Klukkustund eftir flugtak dundi regnið á vélinni og þrumurnar kváðu við allt í kringum hana. Himinn og jörð sortnuðu, og þeir sáu ekki út úr augunum. í heyrn- artækjunum heyrðist ekkert nema brak og brestir og áttavitinn fór úr sambandi. Fyrst höfðu farþegarnir tveir gaman af. — Þetta verður fín fyrirsögn í blaðinu, sögðu þeir: — Churchill og Krupp týndir í Kongó. En, bætir Churchill við í bók- inni, þegar það rann upp fyrir þeim, að fyrirsögnin ætti að réttu lagi að verða: — Churchill, Krupp og tveir blaðamenn frá Stern týndir í Kongó, tók gamansemi þeirra snöggan enda. CHURCHILL sat við stýrið og tókst að halda vélinni á lofti. Eftir 20 mínútna darraðardans komust þeir út úr óveðrinu og sáu sólina aftur, sem nú var farin að lækka mikið á lofti. Eh hvar voru þeir staddir? Radíóvitar voru engir nærri til að hjálpa þeim við stað- arákvörðunina, en þeir höfðu enga hugmynd um í hvaða stefnu eða með hvaða hraða flugvélina hafði hrakið gegnum illviðrið. Og fyrir neðan þá breiddist frumskógurinn út í allar áttir án nokkurra kenni- leita til að átta sig eftir. Churchill reyndi þó að reikna út stoðuna og samkvæmt því myndu þeir kom- ast á leiðarenda klukkan 18.52, átta mínútum fyrir sólarlag. Það var seint, ef eitthvað bæri út af, því að við sólarlag dimmir á ör- stuttri stund, og í Mwinilunga eru engin ljós á flugvellinum. Klukkan varð 18.52, en ekkert bólaði á Mwinilunga. Hvergi sást Tsjombe tekur á n oti Churchill ALl-ÝÐUBLAÐro - SUNNITOAG&JlAÐ JgJ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.