Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Page 22

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Page 22
al þeirra má nefna Nentsa (23.000), Nganasana (700) og Entsa. Þessar þjóðir eru hirðingjar, sem lifa á hreindýrarækt. Næstu nágrannar þeirra, Selkupar (3.800), sem tala náskylt mál, iifa hins vegar aðal lega á veiðum og sjávarafla. Tyrkneskar þjóðir í Síberíu eru meðal annars: Altajar (45.000), Tsjakassar (57.000), Sjorar(15.000), og Tuvínar (100.000) Fjölmenn- astir tyrkneskra þjóða í Síberíu eru þó Jakútar (yfir 250.000). Þeir hafa um langan aldur stundað kvikfjárrækt, ólíkt nágrannaþjóð- um sínum, sem hafa verið hrein- dýrahirðingjar eða veiðimenn. Burjetar voru áður fjölmenn- asta þjóðin í Síberíu (250.000). Þeir tala mongólskt mál, eina þjóðin, sem það gerir. Hins vegar tala allmargar þjóðir tungúsísk mál, þeirra á meðal Evenkar eða Tungúsar (25.000), Negidaltsar (nokkur hundruð), Nanajar (8.000) og Últjar (2.100). Eskimóamál tala Eskimóar (1.000) og Aleutar (400). Þessar þjóðir báðar eru mjög fámennar vestan Beringssunds, en búa aðal- lega í Ameríku. Fornasísk mál tala geysimargar smáþjóðir í Síberíu. Meðal þeirra eru Tjúktjar (tæp 12.000), Korjak- ar (6.300), Itelmenar eða Kamtja- dalar (1.100), Júkagírar (400) og Nivchar (3.700). Hér hafa nú verið taldar upp 87 þjóðir og þjóðabrot, og er þó mörgum sleppt þeirra, sem innan landamæra Sovétríkjanna búa. En af þessu ætti að mega fá nokkra hugmynd um, að þjóðir heims eru fleiri en menn muna að jafnaði eftir og því ekki svo undarlegt, að þær vilji stundum gleymast sum- ar hverjar. Ritstjðri: Kristján Bersi Ólafsson Útgefandi: AiþýðublaðiS Prentun: Printsmiðja Alþýðublaðsíns. HELGARGAMAN — Já, alveg rétt. Minntu mig á að koma við í mjólkurbúðinni á heimleiðinni. Það kannast allir við sögúna um manninii, sem las í bláðinu, að hann væri dauður. Hann hringdi óðar í kunningja sinn til að segja frá þessu og hann svaraði' um hæl: — jú, ég las þetta; hvaðan hringirðu’ Brezki rithöfundurinn Rudyard Kipl- ing varð einu sinni fyrir þessu sama, en hann brást við á örlit ið annan hátt. Þegar hann las andlátsfréttina, hringdi hann i ritstjóra blaðsins og sagði: — Það stendur i blaðinu yðar, að ég £ié dauður. Ég vona, að þéí gleymið þá ekki að hætta að rukka áskriftargjaldið af mér. - ★ " H. G. Wells gaf út blað á yngri árum, og i upphafi gekk fyrir tækið heldur illa. Dag nokkurn var hann á gangi úti við ásamt aöstoðarmanni sínum við blað ið, þegar líkfylgd fór fram hjá. Wells nam staðar, greip i hand legginn á félaga sínum og hvísl aði: — Það er ég viss um, að það er áskrifandinn okkar, sem verið er áð jarða. iuuuuiuuuuuuAmimuiiiumuumuiuiiuuiuimmm* 248 « alþýðubla*í#

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.