Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 3
Sögur, landfundir, siglingar leysi. Vínland hið góða kemur til sögunnar vegna þessa fólks engu síður en það þess vegna. ERÆÐI sagnanna hafa sem kunn- * ugt er tekið gagngerum stakkaskiptum á síðustu árum svo að nú veit upp það sem áður sneri niður. Til skamms tíma var Eiriks saga talin eldra, áreiðan- legra og merkara rit sn Græn- lendinga saga; nú er þessu snúið við; þau einkenni Grænlendinga sögu sem áður voru talin æsku- merki vitna nú um aldur hennar. Sama máli gegnir um handrit Ei- riks sögu sín í milli. Allt er i lieiminum hverfult. Sögumar lýsa sjálfar innbyrðis breyttum sagnfræðilegum og bókmenntaleg- um hugmyndum; meðferð og skilningur þeirra á síðari thnum lýtur að sínu leyti sambærilegum breytiferli. Það er því ekki nema vonlegt áð fræðimenn sagnanna taki feginshugar aðstoð annarra fræðigreina, svo sem fornleifa- fræði, við að sannreyna sögurn- ar, eins og þegar hefur gerzt við fornleifarannsóknir 1 Græhlandi. Samt eru, scm betur fer, varla Ifkindi til að slík fræði verði nokkru sinni endanleg og afdrátt- ariaus. Það verða eftir sem áður nóg tilefni fyrir fræðimenn og aðra lesendur sagnanna að yrkja í staðreyndir þeirra, freista að skipa þeim saman í nýja og nýja sannfræði þeirra. Alveg eins og skáldin yrkja í mannfræði sagn- anna. Þannig orti Guðmundur Kamban í eyður Vínlandssagnanna sína stóru norrænu tragedíu, Vítt sé ég land og fagurt, sem er til- þrifamikið skáldverk með köflum. En ógn er hetjusálfræði Kamb- ans ófullnægjandi móts við orð- fáa forneskju sagnanna sjálfra. Líklega mundi samt margur fræði- maður glaður láta þvílikar lýsing- ar þeirra í skiptum fyrir dálítið greinarbetii landafræði í sögurn- ELESTUM lesendum er liklega * tamast að hugsa sér þá feðga Ei- rík og Leif stýra dýrum knerri. Prúður víkingur stendur uppx i stafni, þegar ný útsjón opnast honum nýr ónuminn heimur. — j.Vítt sé ég land og fagurt.” Það er svo auðvelt þegar Iitið er í íslendingasögur að sjá þar ekk- ert nema sína eigin gullaldar- eiýju- 1 En það var fróðlegt áð lesa í síðustu Árbók Fornleifafélagsins ritgerð Lúðviks Kristjánssonar utri grænlenzka landnemaflotann og breiðfirzka bátinn. Lúðvík tor- tryggir þá skoðun flestra annarra fræðimanna að í flota Eiríks rauða sem lagði úr Breiðafirði sumarið 986, 25 skip alls, hafi ein- ungis verið haffær kaupför, knerr- ir; hvorki hafi landnemamir ver- dð svo fésterkir menn, að þeir hafi almennt haft ráð á að kaupa slik skip, né skipakostur íslend- inga svo mikill á þessum tima, að þvílíkum flota yrði náð saman til fararinnar. Þess í stað teiur Lúðvík að mestur hluti landnema- flotans hafi verið stórir fiski- og farmahátar, en þvílík skip eiga sér mikla sögu í Breiðafirði og víðar, allt frá Sturlungaöld fram á hina 19du og lengur þó. Telur Lúðvik ekkert þvi til fyrirstöðu að „breiðafjarðarlagið” hafi verið komið til þegar á söguöld. En á slíkum bátum var farið f hákarla- legur iangt i hafi á öldinni sem leið; og er enn varðveittur há- karlabátur með breiðafjarðarlagi, smiðaður 1875. Það er tíróinn átt- æringur, nefndur Ófeigur, nú I vörzlu Þjóðminjasafns. Þess er að vísu hvergi getið í fornritxmum, að siglt hafi verið á teinæringum eða tólfæringum milli landa, en Lúðvík Kristjánsson telur engu að síður allt mæla með að slíkt hafi verið unnt; og ieiðir hann ítarleg rök að þeirri skoðun sinnL „Eg fæ ekki befcúr séð, segir hann að lokum, én i grænlenzka land- námsflotanum hafi getað verið skip á borð við teínæringa Snorra goða og Barkar, bróður hans, á borð við teinæringana í Flóabar- daga, á börð við miðaldateinær- ingana breiðfírzku sem Fornbréfa- safnið varðveitir heimJIdir um, á þorð við Skeiðina í Vogl á Mýr- um og á borð við tiróna áttæring- inn Öfeig. Vfir þessum skipa- kosti er ekki Ijómi vikingaskip* né víkingaaldár, en hann ber í EFTIR ÖLAF JÖNSSON VT V AL»Ý»USLA»K> - StJWNUDAeSBLAÖ 275

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.